Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

144. fundur 24. janúar 2023 kl. 13:00 - 16:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Aldey Unnar Traustadóttir varamaður
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, Anna Bragadóttir, Ásgeir Jónsson, Sigmar Metúsalemsson og Ingibjörg Sveinsdóttir frá Eflu sátu fundinn undir lið 1.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir aðili í starfshópi um aðalskipulagsvinnu sat fundinn undir lið 1.
Sigurdís Sveinbjörnsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa sat fundinn undir lið 1.

Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 2.
Eiður Pétursson formaður stjórnar hafnasjóðs sat fundinn undir lið 2.

Ketill G. Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir lið 6-7.

Bergþór Bjarnason fjármálastjóri sat fundinn undir lið 7.

1.Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings

Málsnúmer 202208049Vakta málsnúmer

Til fundarins mættu á fjarfundi ráðgjafar Eflu sem vinna munu að endurskoðun aðalskipulags Norðurþings. Ennfremur mættu á fundinn Sigurborg fulltrúi í vinnuhóp endurskoðunarvinnunar og Sigurdís Sveinbjörnsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

2.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis

Málsnúmer 202205037Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu breytingar deiliskipulags Norðurhafnarsvæðis á Húsavík. Athugasemdir gerðu eftirtaldir: 01.Slökkvilið og Eldvarnareftirlit Norðurþings, 02.Minjastofnun, 03.Vegagerðin, 04.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, 05.Eimskip Húsavík, 06.Gentle Giants, 07.Norðursigling, 08.Hvalasafnið á Húsavík, 09.Ocean Missions, 10.Fanney Hreinsdóttir. 11.Guðmundur Árni Ólafsson, 12.Jakobína Kristjánsdóttir, 13.Sigmundur Þorgrímsson, 14.Sigrún Kristjánsdóttir, 15.Eggert Jóhannsson, 16.Anný Peta Sigmundsdóttir, 17.Þorgrímur Sigmundsson, 18.Áki Hauksson, 19.Belén García Ovide, 20.Guðmundur Salómonsson, 21.Heimir Harðarson, 22.Húsavíkurslippur, 23.Huld Hafliðadóttir, 24.Húsavíkurstofa, 25.Hörður Sigurbjarnarson, 26.Sigríður Þórdís Einarsdóttir, 27.Nico Schmid, 28.Charla Jean Basran, 29.Yann Kolbeinsson, 30.Axel Árnason, 31.Guðmundur Svafarsson, 32.Halldór Jón Gíslason, 33.Ingibjörg Benediktsdóttir, 34.Kristrún Ýr Óskarsdóttir, 35.Vilhjálmur Sigmundsson, 36.Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, 37.Sigurjón Benediktsson, 38.Þórunn Harðardóttir, 39.Þráinn Gunnarsson, 40.Óli Halldórsson, 41.Eva Björk Káradóttir.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir allar innsendar umsagnir sem bárust og vísar þeim til umfjöllunar í stjórn hafnasjóðs.

3.Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Kaldbakskoti

Málsnúmer 202301020Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á fyrirliggjandi lóð við Kaldbakskot.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar að fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.

4.Umsókn um leyfi fyrir útlistbreytingum á Garðarsbraut 17

Málsnúmer 202301050Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir útlitsbreytingum að Garðarsbraut 17 á Húsavík. Fyrir liggja teikningar unnar af Erni Sigurðssyni.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita leyfi fyrir breytingunum.

5.Ósk um stækkun lóðar við Dettifoss Guesthouse

Málsnúmer 202301056Vakta málsnúmer

Stórinúpur ehf. óskar eftir stækkun lóðar umhverfis Dettifoss Guesthouse. Hugmyndir eru um að stækka gistiheimilið. Þar fyrir utan er horft til þess að byggja sjálfstætt íbúðarhús á lóðinni. Fyrir liggur rissmynd af hugmyndum eigenda að lóðarstækkun.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að teikna upp hnitsetta afmörkun af lóðinni og leggja fyrir ráðið að nýju.

6.Tjaldsvæði Norðurþings stöðumat

Málsnúmer 202301017Vakta málsnúmer

Á 137. fundi fjölskylduráðs 10. janúar 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð telur augljóst að ráðist þurfi í úrbætur á öllum tjaldsvæðunum í Norðurþingi. Ráðið vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

7.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis

Málsnúmer 202111014Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- framkvæmdaráði liggur kynning frá Íslenska Gámafélaginu á innleiðingu hringrásarhagkerfis.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:10.