Fara í efni

Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings

Málsnúmer 202208049

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 125. fundur - 18.08.2022

Forseti sveitarstjórnar leggur til að hafin verði vinna við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Málinu verði vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs. Huga verður að málinu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2023.
Til máls tóku: Soffía, Helena, Hjálmar, Aldey, Benóný og Áki.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 131. fundur - 23.08.2022

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 18. ágúst s.l. að fela skipulags- og framkvæmdaráði að hefja vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja undirbúning að vinnu endurskoðunar aðalskipulags.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 137. fundur - 01.11.2022

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti drög að útboðsgögnum vegna endurskoðunar aðalskipulags Norðurþings sem unnin eru af Ríkiskaupum í samráði við skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að bjóða verkið út á grundvelli fyrirliggjandi útboðsgagna.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 141. fundur - 29.11.2022

Fimmtudaginn 24. nóvember voru opnuð tilboð í heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings. Þrjú tilboð bárust. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti samantekt Ríkiskaupa á tilboðunum. Öll tilboð eru lægri en kostnaðaráætlun skipulags- og byggingarfulltrúa sem hljóðaði upp á 30.600.000 kr. Lægsta tilboð barst frá verkfræðistofunni Eflu en það var 28.200.000 kr sem eru 92,2% af kostnaðaráætlun.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að tilboði lægstbjóðanda, verkfræðistofunnar Eflu, verði tekið.

Byggðarráð Norðurþings - 415. fundur - 15.12.2022

Fyrir byggðarráði liggur að taka afsöðu til tilboða er bárust í endurskoðun aðalskipulags Norðurþings.

Skipulags- og framkvæmdaráð bókaði á 141. fundi þann 29. nóvember sl.;Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að tilboði lægstbjóðanda, verkfræðistofunnar Eflu, verði tekið.
Byggðarráð samþykkir að taka lægsta tilboði í samræmi við tillögu frá skipulags- og framkvæmdaráði frá 141. fundi ráðsins þann 29. nóvember sl.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 144. fundur - 24.01.2023

Til fundarins mættu á fjarfundi ráðgjafar Eflu sem vinna munu að endurskoðun aðalskipulags Norðurþings. Ennfremur mættu á fundinn Sigurborg fulltrúi í vinnuhóp endurskoðunarvinnunar og Sigurdís Sveinbjörnsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

Fjölskylduráð - 146. fundur - 28.03.2023

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir frá Eflu kom á fund fjölskylduráðs til að kynna fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags Norðurþings. Í tilefni af endurskoðuninni óskaði hún eftir að fá að koma inn á fund nefndarinnar, kynna fyrirhugaða endurskoðun og eiga samtal um stöðu þess málaflokks sem nefndin er með til umfjöllunar og hvort tengt honum séu einhverjar breytingar eða þróun sem kallar á að stefna í núgildandi aðalskipulagi sé uppfærð. Á fundinn komu skipulagsráðgjafi frá Eflu (fjar) og skipulagsfulltrúi Norðurþings.
Fjölskylduráð þakkar Hrafnhildi fyrir kynninguna. Lagt fram til kynningar.