Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík
202208065
Skipulags- og framkvæmdaráð ásamt fjölskylduráði fjallar um málið. Á fundinn mættu Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur og Anna Margrét Sigurðardóttir landslagsarkitekt, bæði frá Landslagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Ómari og Önnu Margréti fyrir komuna.
2.Viðhald á Akurgerði 4 - Skólahús.
201908084
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur niðurstaða útboðs vegna viðhaldsframkvæmda á skólahúsinu á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar báðum tilboðunum sem bárust í verkið.
Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita hagstæðari lausna við framkvæmdina.
Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita hagstæðari lausna við framkvæmdina.
3.Ósk um leyfi til deiliskipulagsgerðar á landi Akursels
202205073
Nú er lokið kynningartíma skipulagslýsingar vegna deiliskipulags jarðarinnar Akursels í Öxarfirði. Athugasemdir og umsagnir bárust frá 1. Umhverfisstofnun. 2. Hitaveitu Öxarfjarðar. 3. Hverfisráði Öxarfjarðar. 4. Landgræðslunni. 5. Eigendum Ærlækjarsels. 6. Minjastofnun. 7. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. 8. Skipulagsstofnun. 9. Náttúrufræðistofnun Íslands.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar athugasemdir og ábendingar. Ráðið vísar þeim til yfirferðar hjá skipulagsráðgjafa vegna framhalds skipulagsvinnu.
4.Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings
202208049
Fimmtudaginn 24. nóvember voru opnuð tilboð í heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings. Þrjú tilboð bárust. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti samantekt Ríkiskaupa á tilboðunum. Öll tilboð eru lægri en kostnaðaráætlun skipulags- og byggingarfulltrúa sem hljóðaði upp á 30.600.000 kr. Lægsta tilboð barst frá verkfræðistofunni Eflu en það var 28.200.000 kr sem eru 92,2% af kostnaðaráætlun.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að tilboði lægstbjóðanda, verkfræðistofunnar Eflu, verði tekið.
Fundi slitið - kl. 15:20.
Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur og Anna Margrét Sigurðardóttir landslagsarkitekt, bæði frá Landslagi, sátu fundinn undir lið 1.