Skipulags- og framkvæmdaráð

141. fundur 29. nóvember 2022 kl. 13:00 - 15:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Aldey Unnar Traustadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Eftirfarandi fulltrúar í fjölskylduráði, sátu fundinn undir lið 1: Helena Eydís Ingólfsdóttir, Bylgja Steingrímsdóttir, Hanna Jóna Stefánsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Rebekka Ásgeirsdóttir og Sævar Veigar Agnarsson.

Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur og Anna Margrét Sigurðardóttir landslagsarkitekt, bæði frá Landslagi, sátu fundinn undir lið 1.

1.Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík

202208065

Skipulags- og framkvæmdaráð ásamt fjölskylduráði fjallar um málið. Á fundinn mættu Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur og Anna Margrét Sigurðardóttir landslagsarkitekt, bæði frá Landslagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Ómari og Önnu Margréti fyrir komuna.

2.Viðhald á Akurgerði 4 - Skólahús.

201908084

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur niðurstaða útboðs vegna viðhaldsframkvæmda á skólahúsinu á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar báðum tilboðunum sem bárust í verkið.
Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita hagstæðari lausna við framkvæmdina.

3.Ósk um leyfi til deiliskipulagsgerðar á landi Akursels

202205073

Nú er lokið kynningartíma skipulagslýsingar vegna deiliskipulags jarðarinnar Akursels í Öxarfirði. Athugasemdir og umsagnir bárust frá 1. Umhverfisstofnun. 2. Hitaveitu Öxarfjarðar. 3. Hverfisráði Öxarfjarðar. 4. Landgræðslunni. 5. Eigendum Ærlækjarsels. 6. Minjastofnun. 7. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. 8. Skipulagsstofnun. 9. Náttúrufræðistofnun Íslands.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar athugasemdir og ábendingar. Ráðið vísar þeim til yfirferðar hjá skipulagsráðgjafa vegna framhalds skipulagsvinnu.

4.Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings

202208049

Fimmtudaginn 24. nóvember voru opnuð tilboð í heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings. Þrjú tilboð bárust. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti samantekt Ríkiskaupa á tilboðunum. Öll tilboð eru lægri en kostnaðaráætlun skipulags- og byggingarfulltrúa sem hljóðaði upp á 30.600.000 kr. Lægsta tilboð barst frá verkfræðistofunni Eflu en það var 28.200.000 kr sem eru 92,2% af kostnaðaráætlun.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að tilboði lægstbjóðanda, verkfræðistofunnar Eflu, verði tekið.

Fundi slitið - kl. 15:20.