Fara í efni

Viðhald á Akurgerði 4, Kópaskeri - Skólahús.

Málsnúmer 201908084

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 62. fundur - 24.03.2020

Borist hefur ábending um ástand skólahússins á Kópaskeri. Vísbendingar um mikinn vatnsleka er að finna víða í húsinu.
Fyrir ráðinu liggur nýlegur viðhaldslisti frá verkstjóra þjónustumiðstöðvar á Kópaskeri og verkefnastjóra framkvæmdasviðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera ástandsskýrslu varðandi skólahúsið á Kópaskeri og kostnaðarmeta nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 90. fundur - 02.03.2021

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur kostnaðaráætlun á viðhaldi hússins að Akurgerði 4, Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að koma með kostnaðaráætlun að nauðsynlegum lekaviðgerðum en vísa fullnaðarviðgerðum til fjárhagsáætlunar 2022.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 125. fundur - 03.05.2022

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að útboðsgögnum vegna viðhaldsframkvæmda á skólahúsinu á Kópaskeri.

Ráðið bókaði eftirfarandi á 122. fundi sínum 22 mars sl.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að afla frekari útboðsgagna og bjóða fyrsta áfanga verksins út að því loknu og leggja fyrir ráðið.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að verkið verði boðið út og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita tilboða og færa fyrir ráðið að nýju.



Skipulags- og framkvæmdaráð - 129. fundur - 05.07.2022

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður útboðs vegna viðhaldsframkvæmda á Akurgerði 4, Skólahúsi á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að bjóða 1. áfanga framkvæmdarinnar út að nýju næsta haust.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 141. fundur - 29.11.2022

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur niðurstaða útboðs vegna viðhaldsframkvæmda á skólahúsinu á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar báðum tilboðunum sem bárust í verkið.
Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita hagstæðari lausna við framkvæmdina.