Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

129. fundur 05. júlí 2022 kl. 13:00 - 16:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Ósk um heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir eldisstöð Rifós í Kelduhverfi

Málsnúmer 202205062Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breytingu deiliskipulags fyrir eldisstöð Rifóss í Kelduhverfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að tillaga að breytingu deiliskipulags verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

2.Skipulagsnámskeið

Málsnúmer 202206128Vakta málsnúmer

Efla verkfræðistofa bíður sveitarfélaginu upp á námskeið um skipulagsmál fyrir fulltrúa í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að undirbúa námskeið um skipulagsmál fyrir fulltrúa í ráðinu í lok sumars.

3.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi gistingar fyrir Stóragarð 6

Málsnúmer 202206127Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings um rekstrarleyfi til sölu gistingar í Flokki II-G.
Skipulags- og framkvæmdaráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir flóttastiga við Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202206118Vakta málsnúmer

Basalt Arkitektar ehf, f.h. Norðurþings, óska byggingarleyfis fyrir flóttastiga við Borgarhólsskóla. Fyrir liggja teikningar af fyrirhuguðum stiga sem unnar eru af Basalt Arkitektum.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja erindið.

5.Ósk um samþykki fyrir afmökrun lóðar Braggans Yst

Málsnúmer 202206028Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir afmörkun lóðar umhverfis Braggann Yst í Núpasveit. Fyrir liggja undirskriftir annara landeigenda á svæðinu sem samþykkir eru afmörkuninni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt.
Fylgiskjöl:

6.Ósk um samþykki fyrir afmörkun lóðar Vinar

Málsnúmer 202206027Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir afmörkun lóðar umhverfis Vin í Núpasveit. Fyrir liggja undirskriftir annara landeigenda á svæðinu sem samþykkir eru afmörkuninni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt.
Fylgiskjöl:

7.Umsókn um lóðina Stóragarð 18 undir fjölbýlishús

Málsnúmer 202206089Vakta málsnúmer

Naustalækur ehf óskar eftir úthlutun lóðarinnar Stóragarðs 18 undir uppbyggingu fimm hæða fjölbýlishús með allt að 25 íbúðum. Erindið felur jafnframt í sér að gerð verði breyting á deiliskipulagi sem heimili 25 íbúðir á lóðinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að Naustalæk verði úthlutað lóðinni að Stóragarði 18 undir uppbyggingu fjölbýlishúss. Ráðið fellst jafnframt á að gera tillögu að breytingu deiliskipulags sem heimili allt að 25 íbúðir á lóðinni. Úthlutunin er háð því að fyrirhugaðar skipulagsbreytingar í Reitnum nái fram að ganga.

8.Ósk um stofnun lóðar utan um Norðursíldarhúsið við Höfðabraut

Málsnúmer 202206110Vakta málsnúmer

Norðurþing óskar stofnunar lóðar umhverfis Norðursíldarhúsið við Höfðabraut. Fyrir liggur tillaga að afmörkun lóðar sem fengi heitið Höfðabraut 14.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að afmörkuð verði lóð umhverfis Höfðabraut 14 eins og lóðarblað sýnir.

9.Ósk um leyfi fyrir bílastæði á lóð Skálabrekku 17

Málsnúmer 202206103Vakta málsnúmer

Óskað er eftir að gera bílastæði lóð Skálabrekku 17
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar að gert verði bílastæði að Skálabrekku 17 og að framkvæmd á niðurtekt gangstéttar verði unnin í samráði við framkvæmda- og þjónustufulltrúa.

10.Umsókn um breytingu á gangstétt og bílastæði við Stakkholt 2

Málsnúmer 202206129Vakta málsnúmer

Óskað er eftir að fá stækkun á bílastæði við Stakkholt.2
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stækkun á bílastæði að Stakkholti 2.

Fylgiskjöl:

11.Girðing á Húsavíkurhöfða

Málsnúmer 202206086Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um hvað
gera skal við girðingu norðan Sjóbaða.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera viðeigandi ráðstafanir til að girðingin geti þjónað sínum tilgangi.

12.Römpum upp Ísland

Málsnúmer 202203136Vakta málsnúmer

Til kynnigar er verkefnið Römpum upp Ísland
Skipulags- og framkvæmdaráð hvetur verslanir og þjónustuaðila í Norðurþingi til að sækja um styrk í verkefnið Römpum upp Ísland til að bæta aðgengi.

13.Eldvarnareftirlit í eignum Norðurþings.

Málsnúmer 201906072Vakta málsnúmer

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur skoðunarskýrsla frá Slökkviliði Norðurþings vegna brunavarna í Garðarsbraut 22, samkomuhús.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að setja saman kostnaðaráætlun sem tekur mið af þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og leggja fyrir ráðið að nýju.

14.Ósk um yfirborðsfrágang á Búðárvöllum

Málsnúmer 202206130Vakta málsnúmer

Húseigendur á Búðarvöllum óska eftir að farið verði í yfirborðsfrágang sem fyrst til að gera svæðið meira aðlagandi fyrir ferðamenn og aðra gesti.
Áki Hauksson vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð telur sér ekki fært að fara í yfirborðsfrágang í sumar þar sem fyrirhugaðar eru fornleifarannsóknir á svæðinu í lok sumars. Í kjölfarið verði svæðið hannað í samráði við lóðarhafa. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir vorið 2023.

15.Viðhald á Akurgerði 4 - Skólahús.

Málsnúmer 201908084Vakta málsnúmer

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður útboðs vegna viðhaldsframkvæmda á Akurgerði 4, Skólahúsi á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að bjóða 1. áfanga framkvæmdarinnar út að nýju næsta haust.

16.Beiðni um kaup á íbúð í eigu Norðurþings

Málsnúmer 202206115Vakta málsnúmer

Íbúi leiguíbúðar hefur lýst yfir áhuga á að festa kaup á fasteign Norðurþings sem hann leigir. Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggar að taka ákvörðun um hvort ganga eigi til viðræðna við umræddan leigjanda um sölu eignarinnar.
Á 122. fundi fjölskylduráði 5. júlí 2022, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir að heimila sölu á eigninni þar sem hún hentar ekki skjólstæðingum félagsþjónustunnar og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að bjóða leigjanda eignarinnar hana til kaups að undangengnu tvöföldu verðmati.

17.Fyrirspurn vegna gjaldheimtu kattaleyfis

Málsnúmer 202206071Vakta málsnúmer

Guðný María Waage óskar eftir við nefndina að kattarleyfisgjald verði endurskoðað.
Þar sem gjaldskrá fyrir leyfisgjald vegna hunda- og kattahalds endurspeglar raunkostnað við umhirðu þeirra, stendur ekki til að endurskoða gjaldskrána að svo stöddu. Skipulags- og framkvæmdaráð hvetur hunda- og kattaeigendur til að sækja um endurgreiðslu á dýralæknakostnaði vegna ormahreinsunar og bólusetningar dýranna.

18.Golfklúbbur Húsavíkur óskar leyfis fyrir 18 m² kofa

Málsnúmer 202207009Vakta málsnúmer

Golfklúbbur Húsavíkur sækir um að fá leyfi til að setja niður 18m2 geymslukofa á golfvellinum.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar Golfklúbbi Húsavíkur að setja niður geymslukofann.

Fundi slitið - kl. 16:20.