Fara í efni

Ósk um stofnun lóðar utan um Norðursíldarhúsið við Höfðabraut

Málsnúmer 202206110

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 129. fundur - 05.07.2022

Norðurþing óskar stofnunar lóðar umhverfis Norðursíldarhúsið við Höfðabraut. Fyrir liggur tillaga að afmörkun lóðar sem fengi heitið Höfðabraut 14.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að afmörkuð verði lóð umhverfis Höfðabraut 14 eins og lóðarblað sýnir.

Byggðarráð Norðurþings - 401. fundur - 07.07.2022

Á 129. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 5. júlí 2022, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að afmörkuð verði lóð umhverfis Höfðabraut 14 eins og lóðarblað sýnir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.