Fara í efni

Eldvarnareftirlit í eignum Norðurþings.

Málsnúmer 201906072

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 129. fundur - 05.07.2022

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur skoðunarskýrsla frá Slökkviliði Norðurþings vegna brunavarna í Garðarsbraut 22, samkomuhús.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að setja saman kostnaðaráætlun sem tekur mið af þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og leggja fyrir ráðið að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 136. fundur - 18.10.2022

Fyrir skipulags og framkvæmdaráði liggur kostnaðaráætlun og drög að úrbótaáætlun vegna athugasemda sem koma fram í skoðunarskýrslu Slökkviliðs Norðurþings.
Áki Hauksson vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í nauðsynlegar endurbætur á raflögnum og að setja upp brunaviðvörunarkerfi. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skila inn úrbótaáætlun til Slökkviliðsins og að kostnaður fari af framkvæmdafé 2022.