Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

136. fundur 18. október 2022 kl. 13:00 - 15:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Sigurdís Sveinbjörnsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Sigurdís Sveinbjörnsdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Kolbrún Heiða Valbergsdóttir sat fundinn í fjarfundi.

1.Deiliskipulag Fiskeldið Haukamýri

Málsnúmer 202202058Vakta málsnúmer

Ómar Ívarsson hjá Landslagi, f.h. Fiskeldisins Haukamýri, óskar eftir að tillaga að deiliskipulagi fiskeldisstöðvarinnar í Haukamýri verði afgreidd í lögbundið auglýsingar- og kynningarferli. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi, uppdráttur á blaðstærð A2 og greinargerð í A4 hefti.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún var lögð fyrir.

2.Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis

Málsnúmer 202210040Vakta málsnúmer

Guðni R. Helgason og Anna S. Sigurgeirsdóttir óska eftir að deiliskipulagi Holtahverfis verði breytt með því að útbúa 900-1.000 m² byggingarlóð undir einbýlishús á tveimur hæðum suðaustur af lóðinni að Hraunholti 27. Ennfremur óska þau eftir úthlutun lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki reiðubúið að standa að umbeðinni breytingu deiliskipulags á þessu stigi.

3.Ósk um gerð lóðarleigusamnings fyrir Árholt

Málsnúmer 202209051Vakta málsnúmer

Óskað er eftir að gerður verði lóðarsamningur umhverfis íbúðarhúsið Árholt á Húsavík. Þess er óskað að samningur miði við afmörkun lóðar eins og hún hefur verið í áratugi.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að gera ráð fyrir aðgengi meðfram Búðaraá við Árholt, bæði til að verja þar árbakka gagnvart landbroti og opna almenna gönguleið meðfram ánni og tengja við Skrúðgarð. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útbúa tillögu að lóðarblaði lóðarinnar á þeim grunni.

4.Ósk um gerð lóðarleigusamnings fyrir Höfðaveg 5

Málsnúmer 202210045Vakta málsnúmer

Árný Helgadóttir, f.h. SJM Söluráðgjafar, óskar eftir að útbúinn verði lóðarleigusamningur fyrir eignina að Höfðavegi 5 á Húsavík svo unnt sé að þinglýsa afsali eignarinnar.
Á gildandi deiliskipulagi Höfðavegar er gert ráð fyrir sameiginlegri lóð Höfðavegar 5, 5a og 5b. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að útbúinn verði lóðarsamningur á grundvelli skipulagsins.

5.Kolviður óskar eftir viðræðum um aukið land undir Kolviðarskóga

Málsnúmer 202110067Vakta málsnúmer

Kolviður hefur endurnýjað ósk eftir auknu landi undir kolviðarskóga. Horft er til lands suður af húsum í Saltvík, beggja vegna þjóðvegar. Fyrir liggur tillaga að afmörkun 160 ha lands. Fyrra erindi frá Kolviði um aukið land var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 19. október 2021 og framkvæmda- og þjónustufultrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa þá falið að vinna að framgangi málsins.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til við sveitarstjórn að Kolviði verði veitt allt að 160 ha land undir skógrækt til samræmis við framlagða teikningu. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna tillögu að samningi um landafnot við Kolvið og leggja fyrir ráðið að nýju.

Kristinn Jóhann Lund situr hjá.

6.Beiðni um umsögn vegna styrkingu á Kópaskerslínu 1

Málsnúmer 202205079Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun hefur birt ákvörðun sína um matsskyldu vegna styrkingar Kópaskerslínu 1 á tveimur stöðum, annarsvegar með stálmöstrum á Reykjaheiði og hinsvegar með jarðstreng við Kópasker. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Tilkynning um ákvörðun Skipulagsstofnunar var lögð fram.

7.Gjaldskrár framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202210007Vakta málsnúmer

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráð eru gjaldskrár þjónustumiðstöðvar og gjaldská fyrir Hunda og kattahald fyrir árið 2023
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár og vísar þeim til kynningar í byggðaráði og staðfestingar í sveitarstjórn.

8.Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Rætt um mögulega uppbyggingu húsnæðis frístundar og félagsmiðstöðvar við íþróttahöllina.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar málinu fram að næsta fundi þar sem að ekki hefur borist umbeðin umsögn frá íþróttafélaginu Völsungi.

9.Eldvarnareftirlit í eignum Norðurþings.

Málsnúmer 201906072Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags og framkvæmdaráði liggur kostnaðaráætlun og drög að úrbótaáætlun vegna athugasemda sem koma fram í skoðunarskýrslu Slökkviliðs Norðurþings.
Áki Hauksson vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í nauðsynlegar endurbætur á raflögnum og að setja upp brunaviðvörunarkerfi. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skila inn úrbótaáætlun til Slökkviliðsins og að kostnaður fari af framkvæmdafé 2022.

10.Framkvæmdaáætlun 2023

Málsnúmer 202210015Vakta málsnúmer

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur listi yfir frekari viðhaldsframkvæmdir á Raufarhöfn til kynningar.
Lagt fram til kynningar

11.Áætlanir vegna ársins 2023

Málsnúmer 202205060Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð fjallaði um fjárhagsáætlun ársins 2023 á 135. fund sínum þann 11. október s.l. og bókaði þá:
"Rammar voru kynntir. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að gera tillögu að fjárhagsáætlun m.v. uppsetta ramma."

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi og skipulags- og byggingarfulltrúi kynntu tillögur sínar að fjárhagsáætlun 2023 fyrir hvort svið um sig. Tillögurnar rúmast innan ramma eins og hann er uppsettur af byggðaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi tillögum að fjárhagsáætlunum beggja sviða til byggðaráðs.

Fundi slitið - kl. 15:50.