Fara í efni

Áætlanir vegna ársins 2023

Málsnúmer 202205060

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 397. fundur - 25.05.2022

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að vinnuferli vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 og næstu þriggja ára þar á eftir.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi vinnuferli.

Byggðarráð Norðurþings - 404. fundur - 25.08.2022

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Efni: Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 407. fundur - 22.09.2022

Fyrir byggðarráði liggja fyrstu drög að fjárhagsrömmum málaflokka vegna fjárhagsáætlunar 2023.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 408. fundur - 06.10.2022

Fyrir byggðarráði liggja drög að römmum vegna fjárhagsáætlunar 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2023 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði.

Fjölskylduráð - 130. fundur - 11.10.2022

Á 408. fundi byggðarráðs 6. október 2022, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2023 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði.
Fjölskylduráð heldur áfram vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2023 á næsta fundi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 135. fundur - 11.10.2022

Á 408. fundi byggðarráðs 6. október 2022, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2023 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði.
Rammar voru kynntir. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að gera tillögu að fjárhagsáætlun m.v. uppsetta ramma.

Byggðarráð Norðurþings - 409. fundur - 11.10.2022

Fyrir byggðarráði liggja drög að tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 131. fundur - 18.10.2022

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2023.
Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun fræðslusviðs til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um kr. 49.438.864.

Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um kr. 29.500.000.

Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun félagsþjónustusviðs til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um kr. 11.884.090.


Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun menningarsviðs til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um kr. 2.226.108.


Ráðið felur sviðsstjórum að taka saman minnisblað um stöðu fjárhagsáætlunargerðar 2023 og láta fylgja með til byggðarráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 136. fundur - 18.10.2022

Skipulags- og framkvæmdaráð fjallaði um fjárhagsáætlun ársins 2023 á 135. fund sínum þann 11. október s.l. og bókaði þá:
"Rammar voru kynntir. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að gera tillögu að fjárhagsáætlun m.v. uppsetta ramma."

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi og skipulags- og byggingarfulltrúi kynntu tillögur sínar að fjárhagsáætlun 2023 fyrir hvort svið um sig. Tillögurnar rúmast innan ramma eins og hann er uppsettur af byggðaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi tillögum að fjárhagsáætlunum beggja sviða til byggðaráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 410. fundur - 20.10.2022

Fyrir byggðarráði liggur að vísa fjárhagsáætlun vegna ársins 2023 og næstu þriggja ára þar á eftir sem og drögum að nýju skipuriti Norðurþings til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun vegna ársins 2023 og þriggja ára áætlun sem og drögum að nýju skipuriti Norðurþings til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 127. fundur - 27.10.2022

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2023 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2024-2026.

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu fjárhagsáætlun hafnasjóðs Norðurþings.

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að nýju skipuriti Norðurþings til kynningar.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2022 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2024-2026 til síðari umræðu.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Hafnasjóðs til síðari umræðu.


Drög að nýju skipuriti lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 411. fundur - 03.11.2022

Fyrir byggðarráði liggja breytingar á fjárhagsrömmum fyrir fjárhagsáætlun 2023.

Á 131. fundi fjölskylduráðs þann 18. október sl. var bókað:

Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun fræðslusviðs til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um kr. 49.438.864.
Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um kr. 29.500.000.
Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun félagsþjónustusviðs til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um kr. 11.884.090.
Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun menningarsviðs til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um kr. 2.226.108.

Einnig til umræðu stefna um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum sveitarfélagsins sbr. 130 gr. a. í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.
Byggðarráð samþykkir hækkun á fjárhagsramma fræðslusviðs um kr. 49.438.864.
Byggðarráð samþykkir hækkun á fjárhagsramma íþrótta- og tómstundasviðs um kr. 29.500.000.
Byggðarráð hafnar hækkun á fjárhagsramma félagsþjónustusviðs um kr. 11.884.090 þar sem forsendur fyrir hækkuninni verða endurskoðaðar á miðju ári 2023.
Byggðarráð samþykkir hækkun á fjárhagsramma menningarsviðs um kr. 2.226.108.

Stefna um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum sveitarfélagsins sbr. 130 gr. a. í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011: Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 133. fundur - 08.11.2022

Eftirfarandi var bókað á 411. fundi byggðarráðs 3.11.2022:
Byggðarráð samþykkir hækkun á fjárhagsramma fræðslusviðs um kr. 49.438.864.
Byggðarráð samþykkir hækkun á fjárhagsramma íþrótta- og tómstundasviðs um kr. 29.500.000.
Byggðarráð hafnar hækkun á fjárhagsramma félagsþjónustusviðs um kr. 11.884.090 þar sem forsendur fyrir hækkuninni verða endurskoðaðar á miðju ári 2023.
Byggðarráð samþykkir hækkun á fjárhagsramma menningarsviðs um kr. 2.226.108.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllunum um fjárhagsáætlun á næsta fundi.

Byggðarráð Norðurþings - 412. fundur - 10.11.2022

Fyrir byggðarráði liggja gögn og tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 134. fundur - 15.11.2022

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir uppfærð fjárhagsáætlun fræðslusviðs.

Fyrir fjölskylduráði liggur ósk skólastjóra um ráðningu í stöðu skólafélagsráðgjafa í Borgarhólsskóla.

Einnig liggur fyrir fjölskylduráði að taka afstöðu til tillögu S-lista varðandi systkinaafslætti í skólamötuneytum Norðurþings.

Fjölskylduráð samþykkir ósk skólastjóra um ráðningu í stöðu skólafélagsráðgjafa í Borgarhólsskóla til eins árs, endurskoðun fari fram í vor 2023 á ávinningi af starfinu innan skólans og m.t.t. skólaþjónustu og þjónustu við aðra skóla í sveitarfélaginu. Fjölskylduráð óskar eftir við byggðarráð um hækkun á ramma um 10. m.kr. vegna starfsins.



Fulltrúar B og D lista leggja til eftirfarandi breytingartillögu á tillögu S-lista varðandi systkinaafslætti í skólamötuneytum Norðurþings:
Lagt er til að veittur verði 15% afsláttur fyrir öll börn eftir fyrsta barn á aldrinum eins til sextán ára í stað 25% systkinaafsláttar. Enn fremur er lagt til að vormisseri verði nýtt til gagngerrar endurskoðunar á gjaldskrám fræðslusviðs með tilliti til afsláttarkjara. Þar verði m.a. horft til afsláttarleiða sem byggja á tekjutengingu og farnar hafa verið í Garðabæ og Hafnarfirði.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða.
Breytingin rúmast innan fjárhagsramma sviðsins.


Byggðarráð Norðurþings - 413. fundur - 17.11.2022

Fyrir byggðarráði liggur uppfærð fjárhagsáætlun 2023.

Einnig liggur fyrir byggðarráði bókun 134. fundar fjölskylduráðs:
Fjölskylduráð samþykkir ósk skólastjóra um ráðningu í stöðu skólafélagsráðgjafa í Borgarhólsskóla til eins árs, endurskoðun fari fram í vor 2023 á ávinningi af starfinu innan skólans og m.t.t. skólaþjónustu og þjónustu við aðra skóla í sveitarfélaginu. Fjölskylduráð óskar eftir við byggðarráð um hækkun á ramma um 10. m.kr. vegna starfsins.

Fulltrúar B og D lista leggja til eftirfarandi breytingartillögu á tillögu S-lista varðandi systkinaafslætti í skólamötuneytum Norðurþings:
Lagt er til að veittur verði 15% afsláttur fyrir öll börn eftir fyrsta barn á aldrinum eins til sextán ára í stað 25% systkinaafsláttar. Enn fremur er lagt til að vormisseri verði nýtt til gagngerrar endurskoðunar á gjaldskrám fræðslusviðs með tilliti til afsláttarkjara. Þar verði m.a. horft til afsláttarleiða sem byggja á tekjutengingu og farnar hafa verið í Garðabæ og Hafnarfirði.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða.
Breytingin rúmast innan fjárhagsramma sviðsins.
Meirihluti byggðarráðs hafnar ósk fjölskylduráðs um hækkun á fjárhagsramma 04- Fræðslu og uppeldismál í fjárhagsáætlun vegna ársins 2023.

Aldey Unnar Traustadóttir óskar bókað:
Aldey Unnar Traustadóttir samþykkir ósk fjölskylduráðs við byggðarráð um hækkun á ramma um 10. m.kr. vegna starfs skólafélagsráðgjafa. Eitt af megin markmiðum farsældarlaganna er að bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur. Með ráðningu skólafélagsráðgjafa er hægt að bjóða upp á snemmtækan stuðning til barna og foreldra þeirra. Þá gefst tækifæri til að vinna markvisst í nærumhverfi barnsins í samstarfi við starfsfólk skólanna og aðra sem hafa með málefni barnsins að gera. Viðkomandi getur t.d. skipulagt eða séð um margvíslega hópavinnu í kringum vanda nemenda s.s. hóp fyrir kvíðafull börn, félagsfærniþjálfun og sjálfstyrkingarnámskeið. Getur komið að þróun sértækra og almennra úrræða fyrir nemendur í samstarfi við sérfræðinga og stofnanir utan og innan skólans. Þannig er hægt að veita betri þjónustu á fyrsta stigi innan skólans. Nú þegar liggur þingsályktunartillaga fyrir Alþingi um lögbindingu skólafélagsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Undirrituð telur því fjármunum varið í starf skólafélagsráðgjafa vel varið.

Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti ósk Menningarmiðstöðvar Þingeyinga um 9 milljóna króna viðhaldsframlag sem yrði greitt út með jöfnum greiðslum á þremur árum, þ.e. 3 milljónir á ári frá 2023-2025, til að fara í nauðsynlegt viðhald sem hefur verið ábótavant síðustu ár. Norðurþing samþykkir sinn hluta af viðhaldi sem er áætlaður 2 milljónir kr. á ári til næstu þriggja ára.

Byggðarráð Norðurþings - 414. fundur - 24.11.2022

Fyrir byggðarráði liggur fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2024-2026.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 128. fundur - 01.12.2022

Fyrir sveitarstjórn liggur til síðari umræðu fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2023 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2024-2026.

Til máls tóku: Katrín, Hafrún og Ingibjörg.

Bókun meirihluta sveitarstjórnar:
Áætlun ársins 2023 og þriggja ára áætlun endurspegla að okkar mati ábyrgan rekstur og skynsamlega forgangsröðun. Verið er að efla grunnþjónustu við íbúa sveitarfélagsins og forgangsröðun fjármuna í velferðar- og skólamál. Við teljum nauðsynlegt að ráðast í hagræðingar með það markmið að leiðarljósi að einfalda skipulag og starfsemi sveitarfélagsins til að þjónusta íbúa betur en grunnþjónusta verður undanskilin þeim aðgerðum. Við leggjum upp með að stilla gjöldum í hóf því almennt eru gjaldskrár ekki að fylgja þeim kostnaðarhækkunum sem liggja fyrir.
Í fjárhagsáætlun kemur fram að umfangsmiklar fjárfestingar eru á vegum sveitarfélagsins á næsta ári og má þar nefna uppbygging nýs hjúkrunarheimilis og uppbygging frístunda- og félagsmiðstöðvar fyrir unga fólkið. Jafnframt verður farið í viðamiklar fjárfestingar í höfnum sveitarfélagsins en samhliða því verður einnig fjármunum markvisst varið í viðhald eigna sveitarfélagsins.
Við gerð fjárhagsáætlunar ríkti mikil óvissa um framvindu efnahags- og kjaramála og ekki síður vegna verðbólgu sem hefur ekki verið hærri á heimsvísu í langan tíma og er Ísland þar engin undantekning. Áherslur okkar birtast í því að álögur á íbúa verði í takt við verðlagsþróun á landinu en að sama skapi gæta aðhalds í rekstri sveitarfélagsins til að geta þjónustað íbúa sveitarfélagsins á hagkvæman hátt.
Undirrituð vilja koma á framfæri þakklæti til starfsfólks sveitarfélagsins fyrir góða vinnu við gerð áætlunarinnar og fulltrúum allra stjórnmálaflokka fyrir samstarfið á meðan vinnslu fjárhagsáætlunar hefur staðið.
Eiður Pétursson
Hafrún Olgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía Gísladóttir

Minnihluti telur óábyrgt að samþykkja fjárhagsáætlun ársins 2023 þar sem gert er ráð fyrir töluverðum halla á rekstri sveitarfélagsins og munum því sitja hjá. Fulltrúar minnihluta þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf við gerð fjárhagsáætlunar og vilja í leiðinni nýta tækifærið og óska starfsfólki sveitarfélagsins og íbúum norðurþings gleðilegrar hátíðar og farsæls nýs árs.
Aldey Unnar Traustadóttir
Áki Hauksson
Benóný Valur Jakobsson
Ingibjörg Benediktsdóttir




Fjárhagsáætlun 2023 borin undir atkvæði og er samþykkt með atkvæðum Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars og Soffíu.
Aldey, Áki, Benóný og Ingibjörg sátu hjá.



Þriggja ára áætlun 2024-2026 borin undir atkvæði og er samþykkt með atkvæðum Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars og Soffíu.
Aldey, Áki, Benóný og Ingibjörg sátu hjá.