Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

413. fundur 17. nóvember 2022 kl. 08:30 - 10:47 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Áætlanir vegna ársins 2023

Málsnúmer 202205060Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur uppfærð fjárhagsáætlun 2023.

Einnig liggur fyrir byggðarráði bókun 134. fundar fjölskylduráðs:
Fjölskylduráð samþykkir ósk skólastjóra um ráðningu í stöðu skólafélagsráðgjafa í Borgarhólsskóla til eins árs, endurskoðun fari fram í vor 2023 á ávinningi af starfinu innan skólans og m.t.t. skólaþjónustu og þjónustu við aðra skóla í sveitarfélaginu. Fjölskylduráð óskar eftir við byggðarráð um hækkun á ramma um 10. m.kr. vegna starfsins.

Fulltrúar B og D lista leggja til eftirfarandi breytingartillögu á tillögu S-lista varðandi systkinaafslætti í skólamötuneytum Norðurþings:
Lagt er til að veittur verði 15% afsláttur fyrir öll börn eftir fyrsta barn á aldrinum eins til sextán ára í stað 25% systkinaafsláttar. Enn fremur er lagt til að vormisseri verði nýtt til gagngerrar endurskoðunar á gjaldskrám fræðslusviðs með tilliti til afsláttarkjara. Þar verði m.a. horft til afsláttarleiða sem byggja á tekjutengingu og farnar hafa verið í Garðabæ og Hafnarfirði.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða.
Breytingin rúmast innan fjárhagsramma sviðsins.
Meirihluti byggðarráðs hafnar ósk fjölskylduráðs um hækkun á fjárhagsramma 04- Fræðslu og uppeldismál í fjárhagsáætlun vegna ársins 2023.

Aldey Unnar Traustadóttir óskar bókað:
Aldey Unnar Traustadóttir samþykkir ósk fjölskylduráðs við byggðarráð um hækkun á ramma um 10. m.kr. vegna starfs skólafélagsráðgjafa. Eitt af megin markmiðum farsældarlaganna er að bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur. Með ráðningu skólafélagsráðgjafa er hægt að bjóða upp á snemmtækan stuðning til barna og foreldra þeirra. Þá gefst tækifæri til að vinna markvisst í nærumhverfi barnsins í samstarfi við starfsfólk skólanna og aðra sem hafa með málefni barnsins að gera. Viðkomandi getur t.d. skipulagt eða séð um margvíslega hópavinnu í kringum vanda nemenda s.s. hóp fyrir kvíðafull börn, félagsfærniþjálfun og sjálfstyrkingarnámskeið. Getur komið að þróun sértækra og almennra úrræða fyrir nemendur í samstarfi við sérfræðinga og stofnanir utan og innan skólans. Þannig er hægt að veita betri þjónustu á fyrsta stigi innan skólans. Nú þegar liggur þingsályktunartillaga fyrir Alþingi um lögbindingu skólafélagsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Undirrituð telur því fjármunum varið í starf skólafélagsráðgjafa vel varið.

Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti ósk Menningarmiðstöðvar Þingeyinga um 9 milljóna króna viðhaldsframlag sem yrði greitt út með jöfnum greiðslum á þremur árum, þ.e. 3 milljónir á ári frá 2023-2025, til að fara í nauðsynlegt viðhald sem hefur verið ábótavant síðustu ár. Norðurþing samþykkir sinn hluta af viðhaldi sem er áætlaður 2 milljónir kr. á ári til næstu þriggja ára.

2.Framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs Norðurþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202211064Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að framkvæmdaáætlun hafnarjóðs fyrir árið 2023 og næstu þriggja ára þar á eftir.
Lagt fram til kynningar.

3.Álagning gjalda 2023

Málsnúmer 202211068Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit um álagningu gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2023 og þriggja ára áætlunar 2024-2026.
Byggðarráð samþykkir og vísar álagningu gjalda til afgreiðslu í sveitarstjórn.

4.Ósk um endurnýjun samstarfssamnings milli Norðurhjara og Norðurþings árið 2023

Málsnúmer 202211057Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk frá Norðurhjara um endurnýjun á meðfylgjandi samningi vegna ársins 2022. Framlag Norðurþings var 1.440.000 kr á árinu 2022.
Byggðarráð samþykkir að endurnýja samning við Norðurhjara vegna ársins 2023. Framlag Norðurþings verður 1.440.000 kr á árinu 2023.

5.Skógræktarfélag Húsavíkur - ósk um styrk

Málsnúmer 202211049Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsókn um styrk frá Skógræktarfélagi Húsavíkur vegna ársins 2023 að upphæð 750 þ.kr.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Skógræktarfélag Húsavíkur um 750 þ.kr á árinu 2023.

6.Úttekt á Slökkviliði Norðurþings

Málsnúmer 202108070Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dagsett 10. nóvember 2022, ósk um nánari upplýsingar vegna athugasemdar sem gerð var við úttekt og hver fyrirhuguð áform sveitarfélagsins eru varðandi nauðsynlegar úrbætur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að tryggja að gert verði ráð fyrir fjármunum í fjárhagsáætlun 2023 fyrir endurnýjun björgunartækjanna á Kópaskeri og Raufarhöfn.
Heildar kostnaðarmat á þeim atriðum sem útaf standa og fram koma í skýrslunni hljóðar upp á allt að 8.000.000 kr. fjárfestingu í klippibúnaði fyrir Kópasker og Raufarhöfn.

Aðlaga þarf áætluð útgjöld í málaflokki 07- Brunamál og almannavarnir í fjárhagsáætlun 2023 sem því nemur.

7.Innkaupastefna og innkaupareglur Norðurþings

Málsnúmer 202211071Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að endurskoðaðri innkaupastefnu og innkaupareglum Norðurþings.
Lagt fram til kynningar,

8.Sveitarfélag ársins 2023

Málsnúmer 202211072Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráaði liggur til kynningar.
Bæjarstarfsmannafélögin innan BSRB mun standa árlega fyrir könnun þessari og veita sveitarfélögum verðlaun fyrir góðan árangur. Tilgangurinn með könnuninni er að hvetja stjórnendur sveitarfélaganna til að veita starfsumhverfinu aukna athygli. Mikinn lærdóm má draga af þessari könnun, sem er ítarleg, og gefur stjórnendum kleift að bregðast við áskorunum með skipulögðum hætti.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 202211036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2022 frá:
86. fundi 11. janúar,
87. fundi 8. febrúar,
88. fundi 8. mars,
89. fundi 5. apríl,
90. fundi 10. maí,
91. fundi 14. júní og
92. fundi 5. september.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir HNE 2022

Málsnúmer 202203049Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð frá 226. fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 2. nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir SSNE 2022

Málsnúmer 202201054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 43. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra haldinn miðvikudaginn 2. nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar.

12.Fréttabréf SSNE 2022

Málsnúmer 202202050Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fréttabréf SSNE fyrir ágúst, september og október 2022.
Lagt fram til kynningar.

13.Innviðaráðuneyti, áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfálaga í samráðsgátt

Málsnúmer 202211054Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið vekur athygli byggðarráðs á því að áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:47.