Fara í efni

Úttekt á Slökkviliði Norðurþings

Málsnúmer 202108070

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 116. fundur - 21.09.2021

Fyrir sveitarstjórn liggur skýrsla frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) um úttekt á Slökkviliði Norðurþings 2021. HMS leggur til við sveitarstjórn að ráðist verði í nauðsynlegar úrbætur og er þess óskað að HMS berist svar frá sveitarstjórn með áætlun um úrbætur við athugasemdum stofnunarinnar.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar og Kristján Þór.

Helena leggur til að byggðarráð fái skýrsluna til umfjöllunar og vinni að úrbótum.
Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 374. fundur - 06.10.2021

Fyrir liggur skýrsla frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um úttekt á Slökkviliði Norðurþings 2021. Skýrslan var lögð fram á 116. fundi sveitarstjórnar og þar var bókað;
Helena leggur til að byggðarráð fái skýrsluna til umfjöllunar og vinni að úrbótum.
Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja mat á kostnað við þau atriði sem HMS hefur metið að þarfnist úrbóta, forgangsraða þeim og leggja fyrir ráðið að nýju.
Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að tryggja að bætt verði úr eftirfarandi: brunavarnaáætlun verði birt á vef sveitarfélagsins, brunaeftirlitsáætlun lögð fram fyrir 2021 og 2022, komið verði á skipulegum æfingum Slökkviliðs Norðurþings á ný, sem og heilsufarsskoðun liðsins.

Byggðarráð Norðurþings - 383. fundur - 06.01.2022

Á 374. fundi byggðarráðs var tekin fyrir skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar vegna úttektar á Slökkviliði Norðurþings 2021.

Á fundinum var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja mat á kostnað við þau atriði sem HMS hefur metið að þarfnist úrbóta, forgangsraða þeim og leggja fyrir ráðið að nýju.
Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að tryggja að bætt verði úr eftirfarandi: brunavarnaáætlun verði birt á vef sveitarfélagsins, brunaeftirlitsáætlun lögð fram fyrir 2021 og 2022, komið verði á skipulegum æfingum Slökkviliðs Norðurþings á ný, sem og heilsufarsskoðun liðsins.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 409. fundur - 11.10.2022

Á 374. fundi byggðarráðs var tekin fyrir skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar vegna úttektar á Slökkviliði Norðurþings 2021. Á fundinum var bókað; Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja mat á kostnað við þau atriði sem HMS hefur metið að þarfnist úrbóta, forgangsraða þeim og leggja fyrir ráðið að nýju. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að tryggja að bætt verði úr eftirfarandi: brunavarnaáætlun verði birt á vef sveitarfélagsins, brunaeftirlitsáætlun lögð fram fyrir 2021 og 2022, komið verði á skipulegum æfingum Slökkviliðs Norðurþings á ný, sem og heilsufarsskoðun liðsins.

Í janúar lagði sveitarstjóri fram minnisblað vegna athugasemdanna og við hverju hafði þá þegar verið brugðist.

Með fundarboði fylgir staðan á forgangsröðun úrbóta í byrjun október 2022 ásamt minnisblaði um þau verkefni sem enn á eftir að bregðast við.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 413. fundur - 17.11.2022

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dagsett 10. nóvember 2022, ósk um nánari upplýsingar vegna athugasemdar sem gerð var við úttekt og hver fyrirhuguð áform sveitarfélagsins eru varðandi nauðsynlegar úrbætur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að tryggja að gert verði ráð fyrir fjármunum í fjárhagsáætlun 2023 fyrir endurnýjun björgunartækjanna á Kópaskeri og Raufarhöfn.
Heildar kostnaðarmat á þeim atriðum sem útaf standa og fram koma í skýrslunni hljóðar upp á allt að 8.000.000 kr. fjárfestingu í klippibúnaði fyrir Kópasker og Raufarhöfn.

Aðlaga þarf áætluð útgjöld í málaflokki 07- Brunamál og almannavarnir í fjárhagsáætlun 2023 sem því nemur.