Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

374. fundur 06. október 2021 kl. 08:30 - 10:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Guðrún Sædís Harðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í fjarfundi í gegnum Teams fjarfundabúnað.

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja uppfærð drög að tekjuáætlun ársins 2022 ásamt drögum að útkomuspá 2021 og áætlun 2022 fyrir málaflokk 13 - Atvinnumál.
Lagt fram til kynningar.

2.Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021

Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer

Á 373. fundi byggðarráðs var bókað;
Helena Eydís leggur til að hvert framboð tilnefni einn fulltrúa í hóp á næsta fundi ráðsins sem fjalla muni um endurskoðun samþykktanna.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Eftirtaldir eru tilnefndir í endurskoðunarnefnd samþykkta Norðurþings;
Nanna Steina Höskuldsdóttir fyrir VG
Benóný Valur Jakobsson fyrir Samfylkinguna
Hafrún Olgeirsdóttir fyrir E lista
Hjálmar Bogi Hafliðason fyrir Framsóknarflokk
Helena Eydís Ingólfsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk

Gert er ráð fyrir að hópurinn ljúki sinni vinnu fyrir 30. nóvember.

3.Viðbrögð vegna bilunar dælubíls Slökkviliðsins á Húsavík

Málsnúmer 202103056Vakta málsnúmer

Á 369. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð leggur til að gert verði ráð fyrir kaupum á nýrri dælubifreið fyrir Slökkvilið Norðurþings í fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun. Sveitarstjóra er falið að hefja undirbúning frekari þarfagreiningar á bifreið og útboðsferli kaupanna.
Sveitarstjóri kynnti stöðu málsins og mun boða fulltrúa frá innkaupasviði Reykjavíkurborgar á næsta fund byggðarráðs.

4.Úttekt á Slökkviliði Norðurþings

Málsnúmer 202108070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um úttekt á Slökkviliði Norðurþings 2021. Skýrslan var lögð fram á 116. fundi sveitarstjórnar og þar var bókað;
Helena leggur til að byggðarráð fái skýrsluna til umfjöllunar og vinni að úrbótum.
Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja mat á kostnað við þau atriði sem HMS hefur metið að þarfnist úrbóta, forgangsraða þeim og leggja fyrir ráðið að nýju.
Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að tryggja að bætt verði úr eftirfarandi: brunavarnaáætlun verði birt á vef sveitarfélagsins, brunaeftirlitsáætlun lögð fram fyrir 2021 og 2022, komið verði á skipulegum æfingum Slökkviliðs Norðurþings á ný, sem og heilsufarsskoðun liðsins.

5.Ósk um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 - málaflokkur 07 - brunamál og almannavarnir

Málsnúmer 202109104Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk frá slökkviliðsstjóra Norðurþings um viðbótarfjármagn til málaflokksins á árinu 2021 vegna endurnýjunar búnaðar til samræmis við ábendingar frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Byggðarráð hafnar beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 og vísar beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar 2022 og þriggja ára áætlunar.

6.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer

Á 100. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;
Fjölskylduráð þakkar starfshópnum fyrir góða samantekt. Ráðið er sammála um að fara í framkvæmd á aðstöðu fyrir þessa starfsemi og horft verði til þeirra þarfa sem starfshópurinn hefur tekið saman. Mikilvægt er að framkvæmd hefjist eins fljótt og hægt er. Ráðið vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og til byggðarráðs.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins þar til skipulags- og framkvæmdaráð hefur lokið upplýsingaöflun og umfjöllun sinni.

7.Ósk um samstarf og formun viljayfirlýsingar um uppbyggingu vetnis- og ammoníaksframleiðsluvers innan grænna iðngarða á Bakka

Málsnúmer 202109078Vakta málsnúmer

Á 373. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið að nýju.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar með áorðnum breytingum.

8.Húsnæðissjálfseignastofnun á landsbyggðinni

Málsnúmer 202110006Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndar um að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) er starfi á landsbyggðinni. Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða, í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fóki. Óskað er eftir að sveitarstjórnir upplýsi sambandið um afstöðu sína fyrir lok október
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.

9.Þjónusta sveitarfélaga 2021 - Gallup könnun

Málsnúmer 202110002Vakta málsnúmer

Árleg þjónustukönnun Gallup meðal stærstu sveitarfélaga landsins fer af stað nú í október og býðst Norðurþingi að taka þátt í könnuninni líkt og undanfarin ár.
Byggðarráð samþykkir að vera með í árlegri þjónustukönnun Gallup.

10.Niðurstöður viðhorfskönnunnar Lánasjóðs Sveitarfélaga

Málsnúmer 202110008Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja niðurstöður úr viðhorfskönnun Lánasjóðs Sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.