Fara í efni

Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 364. fundur - 03.06.2021

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að vinnuferli vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu að vinnuferli við fjárhagsáætlun 2022 og vísar henni til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs, sem og til kynningar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Fjölskylduráð - 93. fundur - 07.06.2021

Á 364. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu að vinnuferli við fjárhagsáætlun 2022 og vísar henni til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs, sem og til kynningar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 99. fundur - 08.06.2021

Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu að vinnuferli við fjárhagsáætlun 2022 og vísar henni til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs, sem og til kynningar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 370. fundur - 02.09.2021

Fyrir byggðarráði liggja fyrstu drög að tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 371. fundur - 09.09.2021

Fyrir byggðarráði liggja fyrstu drög að römmum vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Drögin byggja á samþykktri áætlun ársins 2022 í þriggja ára áætlun fyrir árin 2022-2024.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 372. fundur - 16.09.2021

Fyrir byggðarráði liggja drög að fjárhagsrömmum vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra ramma í samræmi við umræður á fundinum sem ganga út frá hækkun launaliða til samræmis við framkomnar launahækkanir.
Byggðarráð vísar uppfærðum römmum til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar.

Fjölskylduráð - 99. fundur - 27.09.2021

Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022, rammar til úthlutunar.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 373. fundur - 30.09.2021

Fyrir byggðarráði liggur úthlutun á fjárhagsrömmum vegna fjárhagsáætlunar 2022.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi ramma sem þegar hafa verið lagðir fram í skipulags- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði.

Fjölskylduráð - 100. fundur - 04.10.2021

Áframhaldandi umræður um fjárhagsáætlunargerð Norðurþings 2022.
Staða fjárhagsáætlunnar kynnt.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 107. fundur - 05.10.2021

Fyrir ráðinu liggur að fjalla um fjárhagsáætlun Norðurþings 2022.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 374. fundur - 06.10.2021

Fyrir byggðarráði liggja uppfærð drög að tekjuáætlun ársins 2022 ásamt drögum að útkomuspá 2021 og áætlun 2022 fyrir málaflokk 13 - Atvinnumál.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 101. fundur - 11.10.2021

Áframhaldandin umræða um fjárhagsáætlunargerð Norðurþings 2022.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 375. fundur - 14.10.2021

Fyrir byggðarráði liggja breytingar á fjárhagsrömmum fyrir fjárhagsáætlun ársins 20222 vegna hækkunar á innri leigu. Hækkunin nemur rúmum 23 milljónum.
Einnig liggur fyrir byggðarráði fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 07-Brunamál og almannavarnir og 13-Atvinnumál.
Byggðarráð staðfestir breytingar á römmum m.v. framlagðar breytingar á innri leigu.
Byggðarráð mun halda áfram umfjöllun um málaflokka 07-Brunamál og almannavarnir og 13-Atvinnumál á næsta fundi sínum.

Byggðarráð Norðurþings - 376. fundur - 21.10.2021

Fyrir byggðarráði liggur að vísa fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir 2023-2025 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Jafnframt liggur fyrir byggðarráði uppfærð áætlun yfir skatttekjur 2022, yfirlit Sambands íslenskra sveitarfélaga yfir áætlaðar útsvarstekjur ársins 2022 og rekstraráætlun málaflokka 07-Brunamál og almannavarnir, 13-Atvinnumál og 21-Sameiginlegur kostnaður.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 117. fundur - 26.10.2021

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2022 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025.
Til máls tóku: Drífa, Bergur, Helena, Hjálmar og Benóný.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2022 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025 til síðari umræðu.

Byggðarráð Norðurþings - 377. fundur - 04.11.2021

Fyrir byggðarráði liggja áætlanir málaflokka 07-brunamál og almannavarnir, 13-Atvinnumál og 21-Sameiginlegur kostnaður.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 378. fundur - 11.11.2021

Fyrir byggðarráði liggur áætlun yfir skatttekjur vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025. Áætlunin byggir á óbreyttum álögum fasteignagjalda og óbreyttri útsvarsprósentu út tímabilið.
Einnig liggja fyrir byggðarráði áætlanir málaflokka 07-Brunamál og almannavarnir, 13-Atvinnumál og 21-Sameiginlegur kostnaður.
Byggðarráð samþykkir hækkun á ramma málaflokks 07-Brunmál og almannavarna um 5 milljónir vegna kaupa á búnaði.
Byggðarráð samþykkir framlagða áætlun málaflokks 13-Atvinnumál.
Byggðarráð samþykkir hækkun á ramma málaflokks 21-Sameiginlegur kostnaður um 1,6 milljónir.
Byggðarráð heldur áfram vinnu við áætlun skatttekna á næsta fundi sínum.

Byggðarráð Norðurþings - 379. fundur - 18.11.2021

Fyrir byggðarráði liggur uppfærð áætlun skatttekna vegna fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025, sem og yfirlit yfir rekstur málaflokka og sjóðstreymi fyrir árin 2021 og 2022.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð heldur áfram umfjöllun sinni um fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 á næsta fundi sínum.

Byggðarráð Norðurþings - 380. fundur - 25.11.2021

Fyrir byggðarráði liggja uppfærð drög að áætlun skatttekna vegna fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025.
Einnig liggja fyrir ráðinu drög að fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera breytingar á áætluninni m.t.t. framkvæmda og fjármögnunar á næstu fjórum árum, ásamt því að uppfæra verðlagsforsendur og tölur um íbúaþróun.

Byggðarráð Norðurþings - 381. fundur - 02.12.2021

Fyrir byggðarráði liggur fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 118. fundur - 07.12.2021

Fyrir sveitarstjórn liggur fjárhagsáætlun ársins 2022 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2023-2025 til síðari umræðu.
Til máls tóku: Drífa, Aldey, Bergur Elías og Helena.

Meirihluti sveitarstjórnar vill byrja á að þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir mikla og góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Í krefjandi aðstæðum undanfarna mánuði hafa allir sem einn sinnt starfi sínu af fagmennsku og metnaði. Hafið þökk fyrir!
Í fjárhagsáætlun ársins 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 er áfram lögð áhersla á að verja þjónustu sveitarfélagsins. Lögð er áhersla á að viðhalda öflugri grunnþjónustu, framlög eru aukin til þjónustu við fatlaða, sem og fræðslumála og frístundastyrkur vegna frístunda barna hækkaður.
Mikið hefur áunnist í uppbyggingu innviða sveitarfélagsins undangengin ár og áfram er haldið á þeirri vegferð, til að mynda með ríkulegri aðkomu sveitarfélagsins að byggingu nýs hjúkrunarheimilis, áformum um nýja aðstöðu fyrir frístund, endurbótum á Þvergarði á Húsavík, endurbótum í Grunnskólanum á Raufarhöfn, frágangi SR lóðarinnar og lagður er grunnur að nýrri aðstöðu Golfklúbbs Húsavíkur sem mun bæta aðstöðu til golfiðkunar allan ársins hring.
Engum blöðum er þó um það að fletta að halda þarf áfram vel um taumana í málaflokka rekstri sveitarfélagsins og mikilvægt er að skoða með gagnrýnum hætti hvort tækifæri leynist í rekstri A-hluta sveitarsjóðs m.t.t. þess hvort veita megi sömu eða sambærilega þjónustu með hagkvæmari hætti. Við horfum björtum augum til framtíðar, hvað varðar áframhaldandi uppbyggingu atvinnu í sveitarfélaginu, hvort sem er í tengslum við fiskeldi í Öxarfirði og á Kópaskeri, eða græna iðngarða á Bakka, með tilheyrandi áhrifum á fólksfjölgun og afleidda starfsemi.
Fjárhagsáætlun Norðurþings hefur verið unnin í góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og nefndarfólks í ráðum sveitarfélagsins sem er mikilvægt veganesti inn í nýtt ár.
Aldey Unnar Traustadóttir
Benóný Valur Jakobsson
Birna Ásgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Kristinn Jóhann Lund

Bókun minnihluta sveitarstjórnar Norðurþings við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2023, 2024 og 2025.
Á þessu kjörtímabili hefur minnihluti sveitarstjórnar Norðurþings, í formi ábendinga, bókanna og tillagna, bent á hvert rekstur sveitarfélagsins stefnir. Tekjur sveitarfélagsins eru yfir meðaltali, rekstur þess þyngst mikið og fjárfestingar án tekjuaukningar. Það leiðir til viðvarandi halla í rekstri sveitarfélagsins.
Minnihlutinn vill hvetja íbúa sveitarfélagsins til að kynna sér fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 en hún verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins að loknum sveitarstjórnarfundi.
Fjárfestingar á tímabilinu verða um 1,9 milljarður króna í samstæðu sveitarfélagsins.
Lántökur á tímabilinu verða um 1,1 milljarður króna í samstæðunni.
Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins verða í lok tímabilsins verða rétt tæplega 8 milljarðar króna. Upphæðin nemur rúmum 4 milljónir á hvern íbúa frá 19 til 67 ára aldur hjá sveitarfélaginu.
Það er ný staða að taka þurfi lán til reksturs sveitarfélagsins sem bendir til þess að skort hefur aga undanfarin ár.
Hafa ber í huga að framangreint miðast við að kostnaður fjárfestinga fari ekki fram úr áætlun (ekki verður mikið um framkvæmdir í lok tímabilsins, er það gert til að forðast frekari lántökur í áætlun) og að rekstrarkostnaður haldist innan ramma og tekjur aukist á tímabilinu.
Ljóst er að verkefni nýrrar sveitarstjórnar á komandi ári verður krefjandi. Um það verður varla deilt. Auknar tekjur verða ekki sóttar í vasa íbúa og fyrirtækja til reksturs sveitarfélagsins. Auk þess þarf að forgangsraða fjármunum í auknum mæli til að létta undir með barnafjölskyldum, gera samfélagið fjölskylduvænna og huga að hagsmunum barna og ungmenna. Til að svo megi verða þarf að efla atvinnulífið og treysta aukið tekjuflæði til rekstur sveitarfélagsins.
Að lokum, þar sem um er að ræða síðast sveitarstjórnarfund á þessu ári, þökkum þeim sem að fjárhagsáætlunarvinnuni komu og óskum við starfsfólki sem og íbúum Norðurþings gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Bergur Elías Ágústsson
Bylgja Steingrímsdóttir
Hrund Ásgeirsdóttir
Kristján Friðrik Sigurðsson

Aldey Unnar Traustadóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð greiðir atkvæði með samþykkt fjárhagsáætlunar eins og hún liggur fyrir við aðra umræðu. Undirrituð telur þó rétt að ráðgera endurskoðun ákveðinna þátta fjárhagsætlunar til eins árs og þriggja ára, á fyrri hluta næsta árs. Þeir þættir sem sérstaklega er vert að endurskoða eru áform þriggja ára áætlunar um að efla enn frekar innviði slökkviliðs með því að fjárfesta í slökkvibíl fyrir tugi milljóna í stað þess að forgangsraða til fjárfestingar innviða í þágu barna og fjölskyldna.

Fjárhagsáætlun 2022 borin undir atkvæði og er samþykkt með atkvæðum allra nema Bergs Elíasar sem situr hjá.

Þriggja ára áætlun 2023-2025 borin undir atkvæði og samþykkt með atkvæðum allra nema Bergs Elíasar sem situr hjá.