Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

380. fundur 25. nóvember 2021 kl. 08:30 - 12:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Halldóra Gunnarsdóttir verkefnastjóri Norðurhjara sat fundinn í gegnum Teams undir lið 1.

Gert var fundarhlé milli 10:00 og 10:45.

1.Ósk um endurnýjun samstarfssamnings milli Norðurhjara og Norðurþings árið 2022

Málsnúmer 202110129Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Norðurhjara um endurnýjun á samstarfssamningi við Norðurþing fyrir árið 2022.
Á fund byggðarráðs kemur Halldóra Gunnarsdóttir verkefnastjóri Norðurhjara.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Norðurhjara um 1.440.000 krónur á næsta ári. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningi þess efnis.
Byggðarráð leggur áherslu á aukið samstarf Norðurhjara og Húsavíkurstofu í markaðsmálum á svæðinu eins og fram kemur í samningum.

2.Ósk um undirritun trúnaðaryfirlýsingar vegna fjárfestingar á Bakka

Málsnúmer 202111059Vakta málsnúmer

Á 379. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að koma áherslum Norðurþings á framfæri við fyrirspyrjanda og hafa nú borist viðbrögð við áherslum Norðurþings og tillögur að frekari breytingum frá fyrirspyrjandanum.
Lagt fram til kynningar.

3.Samningsdrög vegna áfangastaðastofu

Málsnúmer 202111137Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi við SSNE vegna áfangastaðastofu. Samningurinn leysir af hólmi samning sem Markaðsstofa Norðurlands hefur gert við sveitarfélögin undanfarin ár vegna þjónustu sinnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita samninginn að því tilskyldu að önnur sveitarfélög sem að málinu koma geri slikt hið sama.

4.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun og breytingar 2021

Málsnúmer 202111065Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar reglur. Ráðið ákveður jafnframt að falla frá ákvörðun sinni frá 78. fundi ráðsins, að 15 mínútur fyrir og eftir opnunartíma yrðu gjaldskyldar. Ráðið vísar reglunum til staðfestningar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

5.Skólamötuneyti - Starfsreglur

Málsnúmer 202111035Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur skólamötuneyta og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

6.Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur 2022

Málsnúmer 202109110Vakta málsnúmer

Á 105. fundi fjölskylduráðs 15. nóvember 2021, var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð tók afsláttarkjör til endurskoðunar. Ráðið vísar áður samþykktri gjaldskrá til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

7.Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2022

Málsnúmer 202110012Vakta málsnúmer

Á 106. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun félagsþjónustu og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar með ramma að fjárhæð 314.584.000 kr.

8.Framkvæmdaáætlun og þriggja ára áætlun framkvæmdasvið 2022

Málsnúmer 202111048Vakta málsnúmer

Skipulags-og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaráætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun framkvæmdasviðs og vísar þeim til byggðarráðs.

Undirritaður leggur til að 8 milljónum verði varið í uppbyggingu leikvallar á hverju ári.
Hjálmar Bogi.

Tillagan er samþykkt.
Byggðarráð gerir breytingar á framkvæmdaáætlun fyrir árin 2022-2025 og vísar þeim til skipulags- og framkvæmdaráðs til umræðu.

9.Framkvæmdaáætlun og þriggja ára áætlun hafnasjóðs 2022

Málsnúmer 202111127Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun og þriggja ára áætlun hafnasjóðs og vísar til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn. Helstu verkefni ársins 2022 eru: Fyrsti áfangi Þvergarður Húsavík, endurbygging og lenging.
Norðurhafnasvæði Húsavík, endurbygging áfangi eitt.

Undirritaðir fagna áformum upp uppbyggingu, lengingu og viðhald Þvergarðs á Húsavík. Verkefnið er hafnarstarfsemi í sveitarfélaginu afar mikilvægt á margbreytilegan hátt. Þannig eflist meðal annars samkeppnisstaða Húsavíkurhafnar í móttöku skemmtiferðaskipa, nokkuð sem er afar dýrmætt, ekki síst í kjölfarið á opnun Dettifossvegar. Þá aukast möguleikar í markaðssetningu fyrir fiskiskip sem gefur tækifæri til aukinnar tekjuöflunar líkt og móttaka skemmtiferðaskipa. Verkefnið er inni á samgönguáætlun og því er afar brýnt að setja upphaf framkvæmda í forgang fyrir árið 2022.

Heiðar Hrafn Halldórsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Byggðarráð gerir breytingar á framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2024 og vísar þeim til skipulags- og framkvæmdaráðs til umræðu.

10.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja uppfærð drög að áætlun skatttekna vegna fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025.
Einnig liggja fyrir ráðinu drög að fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera breytingar á áætluninni m.t.t. framkvæmda og fjármögnunar á næstu fjórum árum, ásamt því að uppfæra verðlagsforsendur og tölur um íbúaþróun.

11.Fundargerð stjórnarfundar Hitaveitu Öxarfjarðar 17. nóv, 2021

Málsnúmer 202111120Vakta málsnúmer

Fyrir byggðaráði liggur fundargerð stjórnar Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. frá 17. nóvember sl. þar sem samþykkt var 5,24% hækkun á gjaldskrá. Hækkunin miðast við vísitölu 1.1.2021, 505,8 stig.
Samkvæmt 3. grein reglugerðar nr. 261/2003 fyrir Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. skal haft samráð við sveitarstjórn vegan gjaldskrárbreytinga.
Byggðarráð vísar gjaldskránni til samþykktar í sveitarstjórn.

12.Ósk um styrk og samstarf við Norðurþing að halda skógræktarlandi fjárlausu

Málsnúmer 202111138Vakta málsnúmer

Skógræktarfélag Húsavíkur hefur fengið árlega styrki til uppgræðslu, það er einlæg ósk félagsins að Norðurþing verði áfram bakhjarl Skógræktarfélags Húsavíkur. Sótt er um styrkupphæð krónur 750.000- á árinu 2022.
Bergur Elías Ágústsson víkur af fundi undir þessum lið.

Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins.

13.Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga

Málsnúmer 202111130Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt auglýsingu nr. 1273/2021 þar sem tilkynnt er ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ávkarðanatöku við stjórn sveitarfélaga vegn aukinna COVID-19 smita í samfélaginu.
Heimildin öðlast gildi frá birtingu þann 12. nóvember sl. og gildir til 31. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

14.Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjálfanda á Húsavík 2021

Málsnúmer 202111160Vakta málsnúmer

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna flugeldasölu klúbbsins í kringum áramótin 2021/2022.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn vegna flugeldasölu Kiwanisklúbbsins Skjálfanda.

Fundi slitið - kl. 12:00.