Fara í efni

Ósk um endurnýjun samstarfssamnings milli Norðurhjara og Norðurþings árið 2022

Málsnúmer 202110129

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 377. fundur - 04.11.2021

Borist hefur erindi frá verkefnastjóra Norðurhjara, Halldóru Gunnarsdóttur, þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi Norðurþings og Norðurhjara á árinu 2022.
Byggðarráð frestar afgreiðslu erindisins og mun boða forsvarsmenn Norðurhjara á fund ráðsins síðar í mánuðinum.

Byggðarráð Norðurþings - 380. fundur - 25.11.2021

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Norðurhjara um endurnýjun á samstarfssamningi við Norðurþing fyrir árið 2022.
Á fund byggðarráðs kemur Halldóra Gunnarsdóttir verkefnastjóri Norðurhjara.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Norðurhjara um 1.440.000 krónur á næsta ári. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningi þess efnis.
Byggðarráð leggur áherslu á aukið samstarf Norðurhjara og Húsavíkurstofu í markaðsmálum á svæðinu eins og fram kemur í samningum.