Fara í efni

Ósk um undirritun trúnaðaryfirlýsingar vegna mögulegrar fjárfestingar á Bakka

Málsnúmer 202111059

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 379. fundur - 18.11.2021

Fyrir byggðarráði liggja drög að trúnaðaryfirlýsingu sem óskað hefur verið eftir að sveitarfélagið undirriti vegna möguleika á frekara samstarfi í tengslum við fjárfestingu á Bakka.

Garðar Garðarsson lögfræðingur kemur á fund byggðarráðs og fer yfir málið.
Byggðarráð þakkar Garðari fyrir komuna á fundinn og felur sveitarstjóra að koma áherslum Norðurþings á framfæri við fyrirspyrjanda.

Byggðarráð Norðurþings - 380. fundur - 25.11.2021

Á 379. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að koma áherslum Norðurþings á framfæri við fyrirspyrjanda og hafa nú borist viðbrögð við áherslum Norðurþings og tillögur að frekari breytingum frá fyrirspyrjandanum.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 382. fundur - 16.12.2021

Fyrir byggðarráði liggur undirrituð trúnaðaryfirlýsing með áorðnum breytingum, vegna mögulegra fjárfestinga á Bakka.
Lagt fram til kynningar.