Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

99. fundur 08. júní 2021 kl. 13:00 - 14:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Ásta Hermannsdóttir aðalmaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson varamaður
  • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Starfsáætlun atvinnu- og samfélagsfulltrúa Norðurþings á Kópaskeri

Málsnúmer 202106004Vakta málsnúmer

Til upplýsinga fyrir skipulags- og framkvæmdaráð liggja fyrir drög að starfsáætlun atvinnu- og samfélagsfulltrúa Norðurþings á Kópaskeri, sem vísað er til ráðsins frá byggðarráði.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu að vinnuferli við fjárhagsáætlun 2022 og vísar henni til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs, sem og til kynningar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

3.Trésmiðjan Rein f.h. eigenda Laugarbrekku 13, óskar eftir að leyfi til að bæta við tveimur bílastæðum innan lóðar.

Málsnúmer 202105142Vakta málsnúmer

Fyrir hönd eigenda að Laugabrekku 13 óskar Trésmiðjan Rein eftir leyfi til að bæta við tveimur bílastæðum innan lóðar. Einnig er óskað eftir leyfi til að saga úr gangstéttarkanti og endursteypa.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir gerð bílastæðanna fyrir sitt leiti. Framkvæmdir við gangstétt verði unnar í samráði við þjónustustöð sveitarfélagsins.

4.Gangstéttir á Raufarhöfn

Málsnúmer 202105154Vakta málsnúmer

Ósk um að gangstéttir við Aðalbraut og Ásgötu á Raufarhöfn verði lagaðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða mögulegar úrbætur á gangstéttum við Aðalbraut og Ásgötu á Raufarhöfn og leggja fyrir ráðið að nýju.

5.Kaup á notaðri bifreið fyrir Þjónustumiðstöðina

Málsnúmer 202106035Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur beiðni um kaup á notuðum bíl fyrir Þjónustumiðstöðina.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir kaup á bílnum að upphæð 500.000 kr. sem verður tekið af framkvæmdafé.

6.Ósk um framkvæmdir við leikskóladeildina í Lundi

Málsnúmer 202104105Vakta málsnúmer

Á 96. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðarmeta þær breytingar sem óskað er af skólastjórnendum Öxafjarðarskóla svo taka megi upplýsta ákvörðun um framhald þeirra.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdir en vísar stækkun forstofu til fjárhagsáætlunargerðar 2022.

7.Ósk um samstarf - umsókn til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða aðgengi Kaldbakstjarnir

Málsnúmer 202106038Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk frá Fuglastíg á Norðausturlandi um samstarfssamning um bætt aðgengi að fuglaskoðunarskýlinu við Kaldbakstjarnir. Fengist hefur vilyrði fyrir styrk vegna framkvæmdanna.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útbúa samstarfssamning við Fuglastíg á Norðausturlandi og leggja fyrir ráðið.

8.Ósk um uppsetningu aðstöðugáms fyrir sjoppu við tjaldsvæði

Málsnúmer 202105150Vakta málsnúmer

Óskað er stöðuleyfis fyrir aðstöðugám sem nýtist bæði starfsemi fótboltavallar og tjaldstæðis. Áætlað er að gámurinn standi til loka september 2021. Fyrir liggur rissmynd af afstöðu og ljósmyndir af gámnum. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi fyrir gámnum til loka september n.k.

9.Umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum

Málsnúmer 202106007Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum sem barst frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu í lok maí. Í bréfinu eru kynntar breytingar á jarðalögum nr. 81/2004 sem öðlast munu gildi 1. júlí n.k. til kynningar. Lagabreytingarnar fela m.a. í sér tilfærslu á verkefnum úr ráðuneyti til sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202105146Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur trúnaðarmál til afgreiðslu.
Bókun færð í trúnaðarmálabók.

11.Skipulag miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 202002134Vakta málsnúmer

Skipulagsráðgjafi hefur lagt fram tillögu að breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis á Húsavík, uppdrátt og greinargerð. Útbúin hefur verið heildstæð greinargerð fyrir deiliskipulagið og búið er að færa inn á uppdrátt þær breytingar sem óskað hefur verið eftir. Hafnarstjóri kynnti tölvupóst frá Guðmundi Salómonssyni f.h. björgunarsveitarinnar Garðars sem sendur var 24. maí s.l.
Skipulagstillagan rædd en afgreiðslu málsins frestað.

12.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnar

Málsnúmer 202106036Vakta málsnúmer

Skipulagsráðgjafi hefur lagt fram tillögu að breytingu deiliskipulags Norðurhafnarsvæðis á Húsavík. Breytingin felst nánast eingöngu í því að skipulagsmörkin þrengjast frá því sem er í gildandi deiliskipulagi.
Skipulagstillagan rædd en afgreiðslu málsins frestað.

13.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings vegna uppbyggingar vindorkuvers á Hólaheiði

Málsnúmer 202009002Vakta málsnúmer

Skipulagsráðgjafar hafa lagt fram frumtillögu að breytingu Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna uppbyggingar vindorkuvers á Hólaheiði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna fyrirliggjandi hugmyndir að breytingu aðalskipulags á almennum fundi til samræmis við ákvæði 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Beiðni um stofnun lóðar fyrir þurrsalerni við Hólmatungur

Málsnúmer 202105164Vakta málsnúmer

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir samþykki fyrir stofnun lóðar undir þurrsalerni við Hólmatungur. Fyrirhuguð lóð er 315,3 m² eins og nánar kemur fram á hnitsettum lóðaruppdrætti. Uppdráttur er unninn af Landmótun.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnunin verði samþykkt.

15.Beiðni um stofnun lóðar fyrir þurrsalerni við Langavatnshöfða

Málsnúmer 202105163Vakta málsnúmer

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir samþykki fyrir stofnun lóðar undir þurrsalerni við Langavatnshöfða. Fyrirhuguð lóð er 315,3 m² eins og nánar kemur fram á hnitsettum lóðaruppdrætti. Uppdráttur er unninn af Landmótun.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnunin verði samþykkt.

16.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi v/ Heiðarbæjar

Málsnúmer 202105130Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um beiðni Svövu Hlínar Arnarsdóttur um rekstrarleyfi til veitingasölu í flokki II í Heiðarbæ í Reykjahverfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

17.Ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi Sæblik Raufahöfn

Málsnúmer 202106029Vakta málsnúmer

Margrét I. Ásgeirsdóttir óskar eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi vegna húseignar hennar að Sæbliki á Raufarhöfn. Eldri lóðarsamningur er úr gildi fallinn. Fyrir liggur lóðarblað fyrir lóðina frá árinu 2000 sem sýnir lóðina 626,6 m².
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarsamningur um Sæblik verði endurnýjaður á grundvelli fyrirliggjandi lóðarblaðs.

18.Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundarhúsi að Oddsstöðum-Afaborg

Málsnúmer 202106033Vakta málsnúmer

Þorbjörg Jónsdóttir, f.h. lóðarhafa, óskar eftir byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Oddsstaðir - Afaborg (L205694). Fyrir liggja teikningar unnar af K.J. Ark. Fyrirhuguð bygging er 199,1 m² að flatarmáli og 765 m3 að rúmmáli. Burðarvirki húss er úr CLT timbureiningum, útveggir klæddir dökkgrárri álklæðningu og þak klætt Aluzink.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað til sveitarfélagsins.

19.Gullmolar ehf. óska eftir tímabundnum afnotum af lóð við Höfða 10

Málsnúmer 202106034Vakta málsnúmer

Óskað er eftir heimild til að nýta tímabundið land útfyrir lóðarmörk norðan Höfða 10.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar Gullmolum ehf. tímabundin afnot af lóðinni að Höfða 10 eins og hún er teiknuð í fyrirliggjandi deiliskipulagsdrögum.

Fundi slitið - kl. 14:50.