Fara í efni

Ósk um framkvæmdir við leikskóladeildina í Lundi

Málsnúmer 202104105

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 89. fundur - 26.04.2021

Þar sem eftirspurn eftir leikskólaplássi hefur aukist og fyrirséð er fjölgun barna í leikskóladeild Öxarfjarðarskóla í Lundi óska, með bréfi dagsettu 15. apríl, stjórnendur Öxarfjarðarskóla eftir breytingum á húsnæði skólans til að auka rými leikskóladeildarinnar.
Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að farið verði í þær breytingar sem óskað er eftir samkvæmt erindi skólastjórnenda í Öxarfjarðarskóla.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 96. fundur - 04.05.2021

Á 89. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að farið verði í þær breytingar sem óskað er eftir samkvæmt erindi skólastjórnenda í Öxarfjarðarskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðarmeta þær breytingar sem óskað er af skólastjórnendum Öxafjarðarskóla svo taka megi upplýsta ákvörðun um framhald þeirra.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 99. fundur - 08.06.2021

Á 96. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðarmeta þær breytingar sem óskað er af skólastjórnendum Öxafjarðarskóla svo taka megi upplýsta ákvörðun um framhald þeirra.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdir en vísar stækkun forstofu til fjárhagsáætlunargerðar 2022.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 101. fundur - 06.07.2021

Nú er staðan þannig að ekki tókst að manna leikskóladeildina á Kópaskeri þrátt fyrir framlengdan umsóknarfrest þannig að reiknað er með að öll börn þaðan verði vistuð í Lundi næsta vetur. Í heildina er þá um að ræða 22 börn og hefur deildin í Lundi aldrei verið jafn stór. Þessari miklu fjölgun fylgja óhjákvæmilega breytingar á húsnæði þar sem leikskólabörn slaga í að verða helmingur allra barna við samrekinn leik- og grunnskóla Öxarfjarðarskóla en þar verða alls 26 grunnskólanemendur. Það er nauðsynlegt í ljósi nýrrar stöðu í skólasamfélaginu að þær framkvæmdir sem farið var fram á, verði unnar núna í sumar. Þá nefni ég vagnaskýlið sem mjög brýna framkvæmd og einnig að hljóðeinangra fellivegg í miðrými skólans sem mér skilst að eigi að bíða með.
Hrund Ásgeirsdóttir, skólastjóri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða möguleika á bráðabirgðalausn á vagnaskýli fyrir veturinn. Varanlegum frágangi er vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2022. Óskum um aðrar úrbætur voru samþykktar á fundi ráðsins 08.06.21.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 104. fundur - 31.08.2021

Taka þarf afstöðu til stækkunar á forstofu vegna fjölgunar barna á leikskóladeild Lundar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að stækka forstofu við leikskóladeildina við Öxarfjarðarskóla.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 120. fundur - 01.03.2022

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti á 104. fundi sínum 31.08.2021 að stækka forstofu við leikskóladeild í Öxarfjarðarskóla.
Nú liggur fyrir að framkvæmdin verður mun dýrari en hafði verið áætlað.

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um hvort fara skuli í framkvæmdina á þeim forsendum að byggja við forstofu leikskóladeildarinnar eða skoða aðra möguleika.
Skipulags- og framkvæmdaráði hugnast ekki þær lausnir sem hafa verið í boði m.t.t. tíma og fjármuna. Ráðið samþykkir að leita leiða fyrir varanlega lausn á viðbyggingu við leikskóladeild í Öxarfjarðarskóla. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna málið áfram og leita hagkvæmari lausna.