Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

101. fundur 06. júlí 2021 kl. 13:00 - 14:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir aðalmaður
  • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-8.

1.Ósk um framkvæmdir við leikskóladeildina í Lundi

Málsnúmer 202104105Vakta málsnúmer

Nú er staðan þannig að ekki tókst að manna leikskóladeildina á Kópaskeri þrátt fyrir framlengdan umsóknarfrest þannig að reiknað er með að öll börn þaðan verði vistuð í Lundi næsta vetur. Í heildina er þá um að ræða 22 börn og hefur deildin í Lundi aldrei verið jafn stór. Þessari miklu fjölgun fylgja óhjákvæmilega breytingar á húsnæði þar sem leikskólabörn slaga í að verða helmingur allra barna við samrekinn leik- og grunnskóla Öxarfjarðarskóla en þar verða alls 26 grunnskólanemendur. Það er nauðsynlegt í ljósi nýrrar stöðu í skólasamfélaginu að þær framkvæmdir sem farið var fram á, verði unnar núna í sumar. Þá nefni ég vagnaskýlið sem mjög brýna framkvæmd og einnig að hljóðeinangra fellivegg í miðrými skólans sem mér skilst að eigi að bíða með.
Hrund Ásgeirsdóttir, skólastjóri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða möguleika á bráðabirgðalausn á vagnaskýli fyrir veturinn. Varanlegum frágangi er vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2022. Óskum um aðrar úrbætur voru samþykktar á fundi ráðsins 08.06.21.

2.Söluheimild eigna: Þórseyri

Málsnúmer 202102062Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um hvort setja skuli í söluferli fasteignina Þórseyri í Kelduhverfi ásamt nýlega samþykktum lóðaréttindum eignarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að setja eignina í söluferli.

3.Ósk um kaup á hluta gömlu slökkvistöðvarinnar á Raufarhöfn

Málsnúmer 202107018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk um kaup á hluta húsnæðis gömlu slökkvistöðvarinnar á Raufarhöfn. Húsnæðið er í dag nýtt sem áhaldageymsla fyrir áhaldahúsið á Raufarhöfn og þyrfti því samhliða að huga að öðru húsnæði undir tækjabúnað þjónustumiðstöðvar ef af sölu eignarinnar verður.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að afmörkun lóðar. Þegar niðurstaða liggur fyrir, verður eignin auglýst til sölu.

4.Hundagerði - erindi

Málsnúmer 202105062Vakta málsnúmer

Á fundi Skipulags- og framkvæmdanefndar þann 11 maí var eftirfarandi samþykkt.
Undirrituð leggja fram tillögu í framhaldi af erindi um að skilgreina svæði fyrir lausagöngu hunda sem samþykkt var á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs. Tillagan lýtur að því að setja upp hundagerði við Ásgarðsveg á leið upp að Botnsvatni, sjá mynd. Kostnaðaráætlun með breytingum má sjá í meðflygjandi skjali. Á Húsavík er virkt hundasamfélag sem er tilbúið að koma að vinnunni við uppsetningu á gerðinu. Undirrituð leggja til að efniskostnaður verði greiddur auk aðstoðar við uppsetningu staura, samsvarandi leið A í kostnaðaráætlun. Fulltrúar hundasamfélagsins munu síðan leggja til vinnu við uppsetningu gerðisins. Bera skuli þetta erindi upp við þá og er Benóný Valur tilbúin til að vera forsvarsmaður hundasamfélagsins í þeim viðræðum.

Undirritaður spyr hver er staða á þessu máli og hvenær má reikna með að gerðið verði tilbúið til notkunnar?
Bergur Elías Ágústsson.

Skipulags- og framkvæmdaráð bíður viðbragða hundasamfélagsins þar sem Benóný Valur hefur dregið sig í hlé sem fulltrúi þeirra en Linda Birgisdóttir hefur tekið við. Ráðið bíður upplýsinga um gerð og útfærslu á gerðinu þar sem fram kemur nákvæm útlistun á efniskostnaði og mögulegum kostnaði við aðstoð við uppsetningu.
Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vera í sambandi við forsvarsmann hundasamfélagsins og koma málinu á hreyfingu sem fyrst.

Það er einlæg ósk mín að málið fari á hreyfingu og verði klárað, það er nokkuð sérstakt að eftir tvo mánuði frá samþykkt skuli ráðið bíða eftir viðbrögðum, þó svo að málið hafi verið viðrað utandagskrá á þessum tíma. Áfram gakk, klárum þetta einfalda verkefni.
Bergur Elías Ágústsson

5.Ósk um heimild til að rífa dæluhús og afgreiðslu á Höfða 10

Málsnúmer 202106070Vakta málsnúmer

Gullmolar ehf óska eftir leyfi til að rífa dæluhús (mhl 06) og afgreiðslu (mhl 07) á lóðinni Höfða 10.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að heimila niðurrifið.

6.Ósk um lóðarstofnun fyrir eyðibýlið Þórunnarsel út úr landi Syðri Bakka

Málsnúmer 202106086Vakta málsnúmer

Egill Egilsson og Eyrún Egilsdóttir óska eftir samþykki fyrir stofnun 21,6 ha frístundalóðar og útskiptum hennar úr landi Syðri Bakka. Einnig er þess óskað að heiti lóðarinnar verði Þórunnarsel með vísan til þess býlis sem á lóðinni stóð. Með umsókn fylgir hnitsett lóðarblað unnið hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að stofnun lóðarspildunnar verði samþykkt sem og útskipti hennar úr jörðinni. Landspildan fái nafnið Þórunnarsel.

7.Óskað eftir umsögn um breytingatillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, 3. útgáfa

Málsnúmer 202105135Vakta málsnúmer

Vatnajökulsþjóðgarður óskar umsagna um tillögu að breytingum Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Umsagnarferli er opið til 8. ágúst n.k.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur kynnt sér breytingartillöguna og gerir ekki athugasemdir við hana.

8.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings vegna uppbyggingar vindorkuvers á Hólaheiði

Málsnúmer 202009002Vakta málsnúmer

Þann 14. júní s.l. var haldinn á Kópaskeri kynningarfundur um skipulags- og umhverfismatsferli vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar vindorkuvers á Hólaheiði sunnan Hófaskarðsleiðar. Í kjölfar fundarins hafa Norðurþingi borist umsagnir og athugasemdir frá eftirfarandi aðilum:

Þórný Barðadóttir, dags. 27. júní
Norðurhjari - ferðaþjónustusamtök, dags. 27. júní
Ágústa Ágústsdóttir, dags 28. júní.
Dagbjartur Bogi Ingimundarson og Rafn Ingmundarson, dags. 28. júní.
Jennifer Patricia Please og Árni Björn Jónsson, dags. 27. júní
Þorsteinn Sigmarsson og Eiríkur Jóhannsson, dags. 29. júní.
María Hrönn Gunnarsdóttir, dags. 27. júní.
Guðmundur Örn Benediktsson, 30. júní.
Rannsóknarstöðin Rif, dags. 5. júlí.
Hrönn G. Guðmundsdóttir, dags. 5. júlí.
Ferðafélagið Norðurslóð, dags. 30. júní.
Torfi Ólafur Sverrisson, dags. 28. júní.
Guðmundur Baldursson, dags. 26. júní.
Landvernd, dags. 2. júlí.
Halldóra Gunnarsdóttir, dags. 30. júní.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar góðar umsagnir sem horft verður til við framhald verkefnisins. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda þær umsagnir sem bárust á skipulagsráðgjafa til skoðunar og samantektar. Nánar verður fjallað um umsagnirnar á fundi ráðsins í ágúst.

9.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsögn um rekstrarleyfi v/ Fish & Chips

Málsnúmer 202107007Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings vegna umsóknar Fiskbúðar Húsavíkur ehf um leyfi til sölu veitinga í flokki II að Hafnarstétt 21
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

10.Umsókn um lóð að Auðbrekku 2 fyrir hjúkrunarheimili

Málsnúmer 202107009Vakta málsnúmer

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. heilbrigðisráðuneytis og sveitarfélaganna, óskar eftir úthlutun lóðarinnar að Auðbrekku 2 eins og hún er skilgreind í nýsamþykktu deiliskipulagi til uppbyggingar 60 rýma hjúkrunarheimilis.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að lóðinni verði úthlutað til samræmis við erindið.

Undirritaður vill benda á að það séu fleiri sveitarfélög heldur en Norðurþing sem koma að framkvæmdinni.
Bergur Elías Ágústsson.

11.Útgarður 2- úthlutun lóðar

Málsnúmer 202107008Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 15. júní s.l. nýtt deiliskipulag fyrir Útgarð og Pálsgarð. Með skipulaginu er skilgreind óbyggð byggingarlóð að Útgarði 2 sem ætluð er undir fjölbýlishús á þremur hæðum, auk bílakjallara.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að lóðin að Útgarði 2 verði auglýst laus til umsóknar til samræmis við ákvæði nýsamþykkts deiliskipulags.

Fundi slitið - kl. 14:20.