Fara í efni

Hundagerði - erindi

Málsnúmer 202105062

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 97. fundur - 11.05.2021

Bergur Elías og Silja leggja fram eftirfarandi tillögu.

Undirrituð leggja fram tillögu í framhaldi af erindi um að skilgreina svæði fyrir lausagöngu hunda sem samþykkt var á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs. Tillagan lýtur að því að setja upp hundagerði við Ásgarðsveg á leið upp að Botnsvatni, sjá mynd. Kostnaðaráætlun með breytingum má sjá í meðflygjandi skjali. Á Húsavík er virkt hundasamfélag sem er tilbúið að koma að vinnunni við uppsetningu á gerðinu. Undirrituð leggja til að efniskostnaður verði greiddur auk aðstoðar við uppsetningu staura, samsvarandi leið A í kostnaðaráætlun. Fulltrúar hundasamfélagsins munu síðan leggja til vinnu við uppsetningu gerðisins. Bera skuli þetta erindi upp við þá og er Benóný Valur tilbúin til að vera forsvarsmaður hundasamfélagsins í þeim viðræðum.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Bergs Elíasar, Ástu og Silju

Kristinn og Guðmundur kjósa á móti tillögunni.

Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 101. fundur - 06.07.2021

Á fundi Skipulags- og framkvæmdanefndar þann 11 maí var eftirfarandi samþykkt.
Undirrituð leggja fram tillögu í framhaldi af erindi um að skilgreina svæði fyrir lausagöngu hunda sem samþykkt var á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs. Tillagan lýtur að því að setja upp hundagerði við Ásgarðsveg á leið upp að Botnsvatni, sjá mynd. Kostnaðaráætlun með breytingum má sjá í meðflygjandi skjali. Á Húsavík er virkt hundasamfélag sem er tilbúið að koma að vinnunni við uppsetningu á gerðinu. Undirrituð leggja til að efniskostnaður verði greiddur auk aðstoðar við uppsetningu staura, samsvarandi leið A í kostnaðaráætlun. Fulltrúar hundasamfélagsins munu síðan leggja til vinnu við uppsetningu gerðisins. Bera skuli þetta erindi upp við þá og er Benóný Valur tilbúin til að vera forsvarsmaður hundasamfélagsins í þeim viðræðum.

Undirritaður spyr hver er staða á þessu máli og hvenær má reikna með að gerðið verði tilbúið til notkunnar?
Bergur Elías Ágústsson.

Skipulags- og framkvæmdaráð bíður viðbragða hundasamfélagsins þar sem Benóný Valur hefur dregið sig í hlé sem fulltrúi þeirra en Linda Birgisdóttir hefur tekið við. Ráðið bíður upplýsinga um gerð og útfærslu á gerðinu þar sem fram kemur nákvæm útlistun á efniskostnaði og mögulegum kostnaði við aðstoð við uppsetningu.
Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vera í sambandi við forsvarsmann hundasamfélagsins og koma málinu á hreyfingu sem fyrst.

Það er einlæg ósk mín að málið fari á hreyfingu og verði klárað, það er nokkuð sérstakt að eftir tvo mánuði frá samþykkt skuli ráðið bíða eftir viðbrögðum, þó svo að málið hafi verið viðrað utandagskrá á þessum tíma. Áfram gakk, klárum þetta einfalda verkefni.
Bergur Elías Ágústsson

Skipulags- og framkvæmdaráð - 104. fundur - 31.08.2021

Fyrir liggur erindi frá forsvarsmönnum hundasamfélagsins um þrjú svæði.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að úthluta Hundasamfélaginu svæði 3 og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að að eiga samtal við forsvarsmenn félagsins.

Kristinn Lund situr hjá.

Sveitarstjórn Norðurþings - 116. fundur - 21.09.2021

Bergur Elías fulltrúi B-lista óskar eftir að málið verði tekið fyrir sem sér liður á fundi sveitarstjórnar.

Á 104. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið; Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að úthluta Hundasamfélaginu svæði 3 og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að eiga samtal við forsvarsmenn félagsins. Kristinn Lund situr hjá.
Til máls tóku: Bergur og Benóný.

Bergur Elías leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sú staðsetning sem skipulags og framkvæmdanefnd leggur til er ekki nægilega góð með tilliti til aðgengis innan og utan svæðis. Legg til að málinu verði vísað aftur í nefndina og hún í samvinnu við hundaeigendur á Húsavík og nágrennis finni staðsetningu með góðu aðgengi fyrir alla, yngra sem og eldra fólk.

Tillaga Bergs er samþykkt samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 111. fundur - 09.11.2021

Á 116. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi tekið fyrir:
Bergur Elías leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sú staðsetning sem skipulags og framkvæmdanefnd leggur til er ekki nægilega góð með tilliti til aðgengis innan og utan svæðis. Legg til að málinu verði vísað aftur í nefndina og hún í samvinnu við hundaeigendur á Húsavík og nágrennis finni staðsetningu með góðu aðgengi fyrir alla, yngra sem og eldra fólk.

Tillaga Bergs er samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir kaup á efni í hundagerði fyrir allt að þrjár milljónir.

Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Kristinn Jóhann Lund sitja hjá.