Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

104. fundur 31. ágúst 2021 kl. 13:00 - 15:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag fiskeldis í Núpsmýri

Málsnúmer 201803144Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við deiliskipulag iðnaðarsvæðis I3 í Núpsmýri með bréfi dags. 14. júní s.l. Nú liggur fyrir tillaga skipulagsráðgjafa að endurbótum skipulagsins til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagið verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar hafa verið.

2.Ósk um heimild til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir fiskeldisstöðina að Haukamýri

Málsnúmer 202108061Vakta málsnúmer

Fiskeldið Haukamýri óskar heimildar til að vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina að Haukamýri á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að Fiskeldið Haukamýri vinni að tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina að Haukamýri.

3.Sýslumaðurinn á norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi v/ Árból

Málsnúmer 202108040Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings um leyfi til rekturs gististaðar í flokki II, tegund B, að Ásgarðsvegi 2 á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita sýslumanni jákvæða umsögn um erindið.

4.Tillaga frá félagi eldri borgara vegna lóðar að Garðarsbraut 44

Málsnúmer 202108056Vakta málsnúmer

Félag eldri borgara á Húsavík óskar þess að sveitarfélagið leiti lausna varðandi staðsetningu spennistöðvar í nágrenni húseignar þeirra að Garðarsbraut 44.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við deiliskipulag svæðis sem afmarkast af Stangarbakka í vestri, Garðarsbraut í austri, Uppsalavegi í norðri og Þverholti í suðri.

5.Hundagerði - erindi

Málsnúmer 202105062Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá forsvarsmönnum hundasamfélagsins um þrjú svæði.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að úthluta Hundasamfélaginu svæði 3 og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að að eiga samtal við forsvarsmenn félagsins.

Kristinn Lund situr hjá.

6.Uppbygging útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 202009034Vakta málsnúmer

Tilboð í skipulagsvinnu um framtíðarskipulag útivistarsvæðis Reyðarárhnjúk frá SE Group.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að hafa samráð við hagsmunaaðila vegna uppbyggingar útivistarsvæðis Reyðarárhnjúks. Ráðið vísar málinu til fjölskylduráðs til kynningar.

7.Stigi frá hafnarstétt að Garðarsbraut

Málsnúmer 202107047Vakta málsnúmer

Á 102. fundi ráðsins 20. júlí sl. var eftirfarandi bókað: Formaður skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til að stiganum ofan af þaki Hafnarstéttar 19 og niður á hafnarsvæðið verði lokað að sinni, vegna slysahættu. Málið verði tekið aftur fyrir og ákvörðun um hugsanlega endurbyggingu stigans tekin í ágúst.
Skipulags- og framkvæmaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá tilboð í nýjan stiga.

8.Endurnýjun bifreiða Norðurþings

Málsnúmer 202108048Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að endurnýja þarf nokkra bíla Norðurþings. Umræddir bílar eru komnir til ára sinna.
Fyrir nefndinni liggur að taka ákvörðun hvort endunýja skuli bílana á árinu 2021.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir viðauka vegna bílakaupa til byggðarráð að upphæð 10 milljónir króna.

9.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - umsóknir.

Málsnúmer 202010022Vakta málsnúmer

Náðst hafa samningar um að fá frest á verkefnið út árið 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vera í sambandi við SSNE um frekari þróun verkefnisins.

10.Ósk um framkvæmdir við leikskóladeildina í Lundi

Málsnúmer 202104105Vakta málsnúmer

Taka þarf afstöðu til stækkunar á forstofu vegna fjölgunar barna á leikskóladeild Lundar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að stækka forstofu við leikskóladeildina við Öxarfjarðarskóla.

11.Framkvæmdaáætlun 2021

Málsnúmer 202009032Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur kostnaðarmat á yfirlögn á malbiki á Garðarsbraut.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í malbiksframkvæmdir á Garðarsbraut frá Þverholti að þjóðvegi 85.
Samþykkt af Benóný, Kristni og Eysteini.
Hjálmar Bogi greiðir atkvæði á móti tillögunni.
Nanna Steina sat hjá.

12.Kærunefnd útboðsmála - kæra Garðvíkur ehf. mál nr. 30/2021

Málsnúmer 202108021Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Kærunefnd Útboðsmála vegna kæru Garðvíkur ehf. á ákvörðun sveitarfélagsins Norðurþings að ganga til samninga við fyrirtækið Bæjarprýði ehf. um viðgerðir á hellulögnum, hellulögn og kantsteinslögn neðan Naustsins, við Ásgarðsveg og viðgerðir á kantsteinum sem og gerð niðurtekta víðar um bæinn.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:35.