Fara í efni

Endurnýjun bifreiða Norðurþings

Málsnúmer 202108048

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 104. fundur - 31.08.2021

Fyrir liggur að endurnýja þarf nokkra bíla Norðurþings. Umræddir bílar eru komnir til ára sinna.
Fyrir nefndinni liggur að taka ákvörðun hvort endunýja skuli bílana á árinu 2021.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir viðauka vegna bílakaupa til byggðarráð að upphæð 10 milljónir króna.

Byggðarráð Norðurþings - 371. fundur - 09.09.2021

Á 104. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir viðauka vegna bílakaupa til byggðarráð að upphæð 10 milljónir króna.
Byggðarráð vísar málinu aftur til skipulags- og framkvæmdarráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 110. fundur - 02.11.2021

Óskað er eftir fjármagni á árinu til kaupa á tveimur nýjum bílum fyrir Stjórnsýsluhús á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í örútboð á tveimur tengiltvinnbílum. Fjármagn verði tekið af framkvæmdarfé ársins 2021. Niðurstaða útboðsins verði lögð fyrir ráðið.