Fara í efni

Framkvæmdaáætlun 2021

Málsnúmer 202009032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 81. fundur - 27.10.2020

Skipulags- og framkvæmdaráð fer yfir þær beiðnir sem hafa borist og vísað var til framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2021. Einnig er farið yfir önnur fyrirliggjandi verkefni og umræður um þau.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 83. fundur - 17.11.2020

Fyrir fundi skipulags- og framkvæmdaráðs liggur verkefnalisti framkvæmdaráðs í heild. Ráðið verður að taka umræðu og ákveða hvaða verkefni verða sett á áætlun árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 84. fundur - 24.11.2020

Á 83. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs lá fyrir tillaga frá formanni ráðsins varðandi framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs Norðurþings og þær framkvæmdir sem mögulega væri skynsamlegt að ráðast í á árinu 2021. Ekki fékkst niðurstaða varðandi málið á þeim fundi og er það því tekið upp að nýju. Kallað er eftir afstöðu fulltrúa ráðsins til málsins.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 346. fundur - 26.11.2020

Fyrir byggðarráði liggur listi yfir framkvæmdaverkefni vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 85. fundur - 08.12.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tillaga að framkvæmdaáætlun 2021.
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að kaupa Kubota. Annars verður hvert mál verður tekið fyrir sérstaklega á árinu 2021 út frá kostnaði verkefnis.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 93. fundur - 30.03.2021

Skipulags- og framkvæmdaráð fer yfir framkvæmdaáætlun 2021.
Umræður um framkvæmdáætlun 2021.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 103. fundur - 10.08.2021

Staða verkefna á framkvæmdaáætlun 2021
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 104. fundur - 31.08.2021

Fyrir fundinum liggur kostnaðarmat á yfirlögn á malbiki á Garðarsbraut.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í malbiksframkvæmdir á Garðarsbraut frá Þverholti að þjóðvegi 85.
Samþykkt af Benóný, Kristni og Eysteini.
Hjálmar Bogi greiðir atkvæði á móti tillögunni.
Nanna Steina sat hjá.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 110. fundur - 02.11.2021

Til kynningar er uppfærð útgönguspá fyrir framkvæmdir 2021.
Skipulags- og framkvæmaráð vísar útgönguspá fyrir framkvæmdir ársins 2021 til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 377. fundur - 04.11.2021

Á 110. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmaráð vísar útgönguspá fyrir framkvæmdir ársins 2021 til byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.