Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

83. fundur 17. nóvember 2020 kl. 13:00 - 15:20 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-2.
Þórir Örn Gunnarsson sat fundinn undir liðum 1-5.
Smári J. Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir liðum 6-9.
Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir liðum 5-10.

1.Skipulagsstofnun óskar umsagnar um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026

Málsnúmer 202011053Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011.Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnuvarðandi skipulag haf- og strandsvæða m.t.t. laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Boðað er til kynningarfundar um tillöguna þann 19. nóvember n.k. Frestur til að skila athugasemdum er til og með 8. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

2.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi v/ Kelduness II

Málsnúmer 202011044Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki III að Keldunesi II í Kelduhverfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn vegna erindisins til sýslumanns.

3.Hafnasambandsþing 24.-25. september 2020

Málsnúmer 202007030Vakta málsnúmer

Í samræmi við 5. gr. laga Hafnasambands Íslands boðar stjórn hafnasambandsins til 42. hafnasambandsþings sem að þessu sinni verður haldið rafrænt 27. nóvember nk.
Samkvæmt 4. gr. laga hafnasambandsins velja aðildarhafnir fullrúa á hafnasambandsþing.

Kjörgengir á hafnasambandsþing og í stjórn Hafnasambands Íslands eru kjörnir fullrúar í sveitarstjórnum og hafnastjórnum, auk varamanna þeirra. Að auki eru kjörgengir starfsmenn hafna og sveitarfélaga.
Skipulags- og framkvæmdaráð tilnefnir Silju, Berg Elías, Kristján Friðrik og Þóri Örn Gunnarsson hafnastjóra sem fulltrúa Norðurþings á þingið.

4.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Til umsagnar í samráðsgátt, frumvarp til laga um breytingar á hafnarlögum, nr. 61/2003.

Málsnúmer 202011047Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003. Frumvarpið hefur að geyma ákvæði um eldisgjald og rafræna vöktun í höfnum. Þá er það jafnframt til innleiðingar á ákvæðum EES-gerðar um þjónustu í höfnum og gagnsæi í fjármálum hafna. Hlekkur á breytingartillöguna í samráðsgátt, https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2831
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir eins og segir í 6. gr. B lið í umsögn Hafnasambandsins. Að mikilvægt er að skerpa á ákvæðum hafnalaga um farþegagjald, sem hafa valdið ágreiningi og deilum í mörgum höfnum. Hafsækin ferðaþjónusta hefur vaxið hratt síðustu ár og farþegagjaldinu ætlað að standa undir skilgreindum fjárfestingu eldri og
nýrri aðstöðu vegna nýrrar þjónustugreinar.

5.Farþegagjöld 2015/2016

Málsnúmer 201611155Vakta málsnúmer

Fyrir ráðið liggur erindi frá Norðursiglingu þar sem lagðar eru fram hugmyndir að lausnum varðandi vangreidd gjöld við hafnasjóð.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráð felst á tillögu Norðursiglingar hf. vegna samkomulags frá apríl 2018, um uppgjör á eftirstöðvum farþegagjalda frá árunum 2015-2017. Tillagan felur í sér að hluti þeirra afborganna sem falla til á þessu ári verður greiddur á þessu ári og að sá hluti sem eftir stendur verði færður til ársins 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að sá hluti sem verður greiddur á þessu ári greiðist þann 20. nóvember nk. og sá hluti sem færist til ársins 2022 verði greiddur með 5,64% vöxtum og gjalddagar verði 20. júní 2022, 20. júlí 2022 og 20. september 2022.
Tilhögun þessi er vegna erfiðleika í rekstri í tengslum við Covid-19 heimsfaraldurinn.
Öðrum aðilum í sambærilegri stöðu munu bjóðast samskonar kjör leiti þeir eftir því.

Bergur Elías situr hjá við afgreiðslu málsins.

6.Tillögur varðandi tilhögun sorphirðu 2021

Málsnúmer 202011052Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur umhverfisstjóra að breyttri tilhögun varðandi sorphirðu fyrir árið 2021.
Tillögurnar snúa m.a. að breyttri tíðni sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi ásamt öðrum smærri breytingum í þeirri viðleitni að mæta auknum kostnaði sem hefur orðið vegna sorphirðu í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar tillögunum að breytingunum til hverfisráðs Reykjahverfis til umsagnar. Útfærsla á fyrirkomulagi klippikorta verði eins árið 2021.

7.Gjaldskrá sorphirðu 2021

Málsnúmer 202010013Vakta málsnúmer

Á 107. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa gjaldskránni til síðari umræðu um fjárhagsáætlun.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir 20% hækkun á sorphirðugjöldum þar sem komið verður til móts við gjaldaálagningu á íbúa með breytingum á öðrum gjöldum.

8.08-Hreinlætismál - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010165Vakta málsnúmer

Á 343. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð frestar afgreiðslu á fjárhagsáætlun hreinlætismál - rekstraráætlun 2021 þar til gjaldskrár liggja fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og vísar til byggðarráðs.

9.11-Umhverfismál - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010167Vakta málsnúmer

Á 345. Fundi Byggðaráðs var bókað: Byggðarráð hafnar ósk skipulags- og framkvæmdaráðs um hækkun á ramma umhverfismála og vísar áætluninni til skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari útfærslu innan ramma.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til að dregið verði úr framlögum til umhverfisstefnu, sumarstarfsmanna í Skrúðgarði, uppbyggingu stíga og endurbætur á bæjargirðingu. Þannig næst áætlun niður um 7,5 milljónir.

Bergur Elías og Guðmundur sitja hjá.

10.Framkvæmdaáætlun 2021

Málsnúmer 202009032Vakta málsnúmer

Fyrir fundi skipulags- og framkvæmdaráðs liggur verkefnalisti framkvæmdaráðs í heild. Ráðið verður að taka umræðu og ákveða hvaða verkefni verða sett á áætlun árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

11.Efnissöfnun við Hól

Málsnúmer 202011057Vakta málsnúmer

Umræður varðandi efnissöfnun við Hól og framtíðaráform svæðisins.
Stefnt er að dreifa úr efninu í vetur og sá í næsta vor.

12.Gjaldskrá rotþróargjalda 2021

Málsnúmer 202011028Vakta málsnúmer

Fyrir liggur hver gjaldskrá vegna tæminga rotþróa í Norðurþingi þarf að vera til þess að standa undir kostnaði við þjónustuna. Uppfærð gjaldskrá vegna hreinsunar og tæminga rotþróa í Norðurþingi fyrir árið 2021 hefur verið samþykkt í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. og er nú lögð fyrir skipulags- og framkvæmdaráð til umræðu og samþykktar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 15:20.