Fara í efni

Tillögur varðandi tilhögun sorphirðu 2021

Málsnúmer 202011052

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 83. fundur - 17.11.2020

Fyrir liggja tillögur umhverfisstjóra að breyttri tilhögun varðandi sorphirðu fyrir árið 2021.
Tillögurnar snúa m.a. að breyttri tíðni sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi ásamt öðrum smærri breytingum í þeirri viðleitni að mæta auknum kostnaði sem hefur orðið vegna sorphirðu í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar tillögunum að breytingunum til hverfisráðs Reykjahverfis til umsagnar. Útfærsla á fyrirkomulagi klippikorta verði eins árið 2021.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 85. fundur - 08.12.2020

á 83 fundi skipulags og Framkvæmdaráð var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og framkvæmdaráð vísar tillögunum að breytingunum til hverfisráðs Reykjahverfis til umsagnar. Útfærsla á fyrirkomulagi klippikorta verði eins árið 2021."

Nú liggur fyrir að taka þurfi afstöðu gagnvart tillögum um breytingar á tíðni sorphirðu í Reykjahverfi.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Guðmundar, Kristins og Silju.
Bergur óskar bókað.
Tel rétt að bíða eftir umsögn hverfisráðs Reykjahverfis.
Hafrún situr hjá.