Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Saltvík ehf. óskar eftir nýjum samningi við sveitarfélagið Norðurþing um landleigu í Saltvík.
202011111
Fyrir fundi skipulags- og framkvæmdaráðs liggja drög að samningi og sniðmát að samningum sem gerðir hafa verið varðandi landleigu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að drögin verði undirstaða samnings við leigutaka en að áburðaráætlun verði hluti af samningi líkt og öðrum samningum sem sveitarfélagið gerir varðandi landleigu.
2.Saltvík ehf. óskar eftir lóð undir starfsemi fyrirtækisins í Saltvík
202011123
Saltvík ehf. óskar eftir um 3 ha lóð suður og austur af núverandi lóðum fyrirtækisins að Saltvík eins og nánar er sýnt á uppdrætti. Lóðin er ætluð undir framtíðaruppbyggingu fyrirtækisins sem fælist í starfsmannaaðstöðu og aukningu gistirýma.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið en telur hinsvegar mikilvægt að breyta aðalskipulagi og útbúa deiliskipulag af svæðinu áður en byggingarlóð er úthlutað. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði boðið að gera tillögu að deiliskipulagi svæðisins og breytingu aðalskipulags til að leggja fyrir skipulagsráð.
3.Saltvík ehf. óskar eftir framkvæmdarleyfi til ræktunar á skjóllundum og skjólbelti
202011124
Elsa Björk Skúladóttir, f.h. Saltvíkur ehf., óskar eftir heimild til ræktunar þriggja skjóllunda á samtals 7,7 ha svæði við Saltvík. Megináhersla yrði lögð á að skapa skjól á starfssvæði fyrirtækisins, auka lífsgæði fólks og dýra og binda kolefni. Horft er til þess að skógurinn verði fjölbreyttur og þróttmikil og þess yrði gætt að skógurinn falli sem best að landslagi. Jafnframt er óskað leyfis til að gera 1,4 km af skjólbeltum. Staðsetning skjóllunda er sýnd á hnitsettum uppdrætti og fyrirhuguð skjólbelti á rissmynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirhugaða ræktun skjóllunda og skjólbelta. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að gera tillögu að samningi um landafnot sem verði án gjaldtöku af hálfu sveitarfélagsins enda eignist það trjáræktina í lok samningstíma.
4.Saltvík ehf. óskar eftir lóð undir frístundabyggð
202011132
Saltvík ehf. óskar eftir landi undir frístundahúsabyggð vestan þjóðvegar norður af vegslóða niður í Saltvík eins og nánar er sýnt á uppdrætti.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í fyrirhugaða uppbyggingu og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna tillögu að deiliskipulagi og breytingu aðalskipulags fyrir svæðið.
5.Deiliskipulag fyrir Pálsgarð og Útgarð
202009067
Arnhildur Pálmadóttir skipulagsráðgjafi hefur útbúið skýringarmyndir vegna skuggavarps af annarsvegar tveggja hæða og hinsvegar þriggja hæða húsi á lóðinni að Útgarði 2. Ennfremur liggja fyrir drög að deiliskipulagi þar sem horft er til þess að fella núgildandi deiliskipulag Útgarðs 4-8 inn í nýtt heildarskipulag reits sem afmarkast af Ketilsbraut í vestri, Útgarði í norðri og Pálsgarði í suðri og austri.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að skuggavarpsmyndir sýni að óverulegu breyti með skuggavarp á lóðina að Útgarði 1 hvort bygging á Útgarði 2 sé tveggja eða þriggja hæða. Jafnframt telur ráðið að það sé í anda þéttingar byggðar að heimila þriggja hæða byggingu á lóðinni svo fremi að lóðarhafi geti sýnt fram á fullnægjandi fjölda bílastæða fyrir hverja íbúð innan lóðarinnar. Ráðið leggur einnig upp með að heimild verði til uppbyggingar bílakjallara á lóðinni sem standa megi allt að 1,0 m hærra en núverandi slitlag Útgarðs á lóðarmörkum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna fyrirliggjandi skipulagshugmyndir til samræmis við ákvæði 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna fyrirliggjandi skipulagshugmyndir til samræmis við ákvæði 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Rarik óskar eftir lóð undir spennistöðvarhús við Fiskeldið Haukamýri
202011133
RARIK óskar eftir að fá úthlutað 30 m² lóð undir spennistöð við fiskeldið í Haukamýri. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur lóðaruppdráttur. Skv. uppdrættinum myndi ný lóð lenda innan lóðar fiskeldisins. Fyrir liggur samþykki Fiskeldisins Haukamýri fyrir skerðingu lóðar sinnar vegna lóðar undir spennistöð.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á úthlutun lóðar undir spennistöðina og lóðin Haukamýri (L150816) verði skert að sama skapi.
7.Ósk um umsögn um hugmyndir að breytingum á Hafnarstétt 17
202012007
Agnes Ýr Guðmundsdóttir hönnuður óskar umsagnar Skipulags- og framkvæmdaráðs um hugmyndir að breytingu verbúða að Hafnarstétt 17 í íbúðir. Fyrir liggja tvær mismunandi hugmyndir að skipulagi íbúða innan hússins.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að það geti fallið að ákvæðum aðalskipulags að innrétta íbúðir í húsinu líkt og fram kemur í hugmyndum Agnesar. Gildandi deiliskipulag heimilar þó ekki byggingu ofan á þaki hússins líkt og fram kemur í hugmyndunum. Ráðið er reiðubúið að gera tillögu að breytingu deiliskipulags sem leyfi uppbyggingu minniháttar byggingar á þaki hússins til að gera breytingarnar mögulegar.
8.Umsókn um lóðarstofnun fyrir gistihús út úr landi Tóveggjar
202012011
Kristinn Sigurður Yngvason óskar eftir heimild til stofnunar 4.145 m² lóðar undir gistihús og aðstöðuhús úr landi Tóveggjar. Meðfylgjandi umsókn er hnitsett lóðarblað. Sigurður leggur ennfremur til að lóðin fái heitið Áveggur.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í hugmyndir að stofnun lóðar undir gistihús úr landi Tóveggjar. Ráðið telur hinsvegar nauðsynlegt að gera breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag til að skapa skipulagslegar forsendur fyrir uppbyggingunni. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að umsækjendum verði heimilað að gera tillögur að deiliskipulagi og breytingu aðalskipulags til afgreiðslu hjá sveitarfélaginu.
9.Ósk um að breyta atvinnuhúsnæði að Héðinsbraut 4 í íbúðir
202009111
Héðinsbraut ehf óskar heimildar til að skipuleggja og innrétta syðsta hluta 1. hæðar eignar sinnar að Héðinsbraut 4 sem litlar (30-55 m²) íbúðir eins og sýnt er á framlögðum uppdráttum. Gert er ráð fyrir að íbúðum fylgi geymslurými í kjallara. Íbúðum fylgja ekki bílastæði á lóð hússins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felst fyrir sitt leiti á að umrætt rými verði innréttað sem íbúðir til samræmis við framlögð gögn, enda leggi umsækjandi fram skriflegt samþykki annara eigenda í húsinu fyrir breyttri notkun rýmisins. Samþykki er háð framlagningu fullnægjandi hönnunargagna sem og jákvæðri umsögn frá eldvarnareftirliti sveitarfélagsins.
10.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis v/ Félaginn Bar
202012020
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings vegna rekstrarleyfis veitingastaðar/kráar í flokki III vegna Félaginn Bar að Aðalbraut 27 á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn Norðurþings.
11.Umhverfisstefna Norðurþings
201707063
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tillaga að Umhverfisstefnu Norðurþings. Samantekt má sjá í minnisblaði sem fylgir fundarliðnum.
Aðgerðir á næsta ári munu nema um tæpar 24 milljónir og svo vinna starfsmanna. Undirrituð telur mikilvægt að halda áfram ferlinu til að stefna verði til sem unnið er eftir. Undirrituð leggur til að Skipulags- og framkvæmdaráð beini drögunum til byggðaráðs til umfjöllunar og til fjölskylduráðs til kynningar. Einnig að ráðið vísi drögunum til hagaðila sem nefndir eru í þeim til umsagnar og að drögin verða tekin aftur fyrir á nýju ári.
Silja Jóhannesdóttir.
Tillagan er samþykkt.
Silja Jóhannesdóttir.
Tillagan er samþykkt.
12.Ósk um afnot af lýsistönkum á Raufarhöfn.
202011093
Strandverðir Íslands óska eftir afnotum af gömlum lýsistönkunum á Raufarhöfn undir fyrirhugaða starfsemi samtakanna sem snýr að endurvinnslu á plasti.
Skipulags- og framkvæmdaráð óskar eftir nánari útskýringum á nýtingu á tönkunum og hvernig umgengni verður háttað. Ráðið telur margt óljóst með hvort að ástand tankana beri slíka starfsemi og því verður að koma á hreint áður en þeir verði nýttir í þetta verkefni. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða aðra möguleika í samráði við forsvarsmenn verkefnisins.
Ráðið beinir erindinu til hverfisráðs Raufarhafnar til umsagnar.
Ráðið beinir erindinu til hverfisráðs Raufarhafnar til umsagnar.
13.Úthlutun úr Landbótasjóði árið 2020
202002098
Vegna þeirra aðstæðna sem eru í samfélaginu á árinu 2020 þá hefur Landgræðslan ákveðið að óska ekki eftir fjárhagslegum stuðningi eins og hefur verið gert á undanförnum árum vegna þeirra verkefna sem framkvæmd voru á árinu 2020 í Norðurþingi.
Lagt fram til kynningar.
14.Tillögur varðandi tilhögun sorphirðu 2021
202011052
á 83 fundi skipulags og Framkvæmdaráð var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og framkvæmdaráð vísar tillögunum að breytingunum til hverfisráðs Reykjahverfis til umsagnar. Útfærsla á fyrirkomulagi klippikorta verði eins árið 2021."
Nú liggur fyrir að taka þurfi afstöðu gagnvart tillögum um breytingar á tíðni sorphirðu í Reykjahverfi.
"Skipulags- og framkvæmdaráð vísar tillögunum að breytingunum til hverfisráðs Reykjahverfis til umsagnar. Útfærsla á fyrirkomulagi klippikorta verði eins árið 2021."
Nú liggur fyrir að taka þurfi afstöðu gagnvart tillögum um breytingar á tíðni sorphirðu í Reykjahverfi.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Guðmundar, Kristins og Silju.
Bergur óskar bókað.
Tel rétt að bíða eftir umsögn hverfisráðs Reykjahverfis.
Hafrún situr hjá.
Bergur óskar bókað.
Tel rétt að bíða eftir umsögn hverfisráðs Reykjahverfis.
Hafrún situr hjá.
15.Gjaldskrá sorphirðu 2021
202010013
Fyrir 85. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs liggur lokaskjal gjaldskrár sorphirðu í Norðurþingi fyrir árið 2021 eins og hún mun verða birt í Stjórnartíðindum.
Gjaldskrá sorphirðu vegna ársins 2021 gerir ráð fyrir 20% hækkun til samræmis við það sem þegar hefur verið samþykkt og að sorphirðugjald verði kr. 56.723
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til tíðni losana sem tiltekin er í gjaldskrá vegna sorphirðu.
Gjaldskrá sorphirðu vegna ársins 2021 gerir ráð fyrir 20% hækkun til samræmis við það sem þegar hefur verið samþykkt og að sorphirðugjald verði kr. 56.723
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til tíðni losana sem tiltekin er í gjaldskrá vegna sorphirðu.
Gjaldskrá sorphirðu er samþykkt með atkvæðum Guðmundar, Kristins og Silju.
Bergur situr hjá.
Hafrún greiðir atkvæði á móti gjaldskránni.
Bergur situr hjá.
Hafrún greiðir atkvæði á móti gjaldskránni.
16.Vogsholt 11 eftirfylgni v. útgáfu afsals
202011115
Fyrir ráðinu liggja gögn vegna sölu fasteignar í eigu Norðurþings frá árinu 2014. Norðurþing er enn afsalshafi fasteignarinnar, en í ljósi þess er óskað eftir afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til þess hvort gefa eigi út afsal vegna eignarinnar á þessum tímapunkti.
Skipulags- og framkvæmdaráð veitir heimild fyrir útgáfu afsals og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá afsalinu.
17.Uppsögn leigusamninga á Aðalbraut 16 - 22
202012017
Húsnæði Norðurþings að Aðalbraut 16-22 á Raufarhöfn hefur til langs tíma verið leigt út sem geymsluhúsnæði og hefur af fjölmörgum aðilum verið nýtt í þeim tilgangi. Nú er ástand eignarinnar á þeim stað að hún heldur hvorki vatni né vindi, klæðning er víða ryðbrunnin og tekin að fjúka af eigninni og af þeim sökum m.a. er lýsing og önnur rafdrifin tæki innanhúss ýmist óstöðug eða ónýt og skapa tilheyrandi hættu.
Á þeim forsendum er óskað heimildar til uppsagnar á gildum leigusamningum að Aðaldbraut 16-22 á Raufarhöfn svo koma megi í veg fyrir afleidd tjón og mögulegar bótakröfur vegna þeirra. Gert er ráð fyrir að uppsagnir miðist við áramótin 2020-21 og að uppsagnafrestur verði þrír mánuðir.
Á þeim forsendum er óskað heimildar til uppsagnar á gildum leigusamningum að Aðaldbraut 16-22 á Raufarhöfn svo koma megi í veg fyrir afleidd tjón og mögulegar bótakröfur vegna þeirra. Gert er ráð fyrir að uppsagnir miðist við áramótin 2020-21 og að uppsagnafrestur verði þrír mánuðir.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að leigusamningum verði sagt upp til samræmis við upplýsingar í inngangi.
18.31-Eignasjóður - Rekstraráætlun 2021
202010168
Á 346. fundi byggðarráðs frá 26.11.2020 samþykkir að rammi Eignasjóðs verði 56.288.000 að teknu tilliti til viðbótar afskrifta og fjármagnsliða og vísar áætluninni til heildaráætlunar sveitarfélagsins.
Byggðarráð vísar áætluninni til skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari útfærslu.
Byggðarráð vísar áætluninni til skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari útfærslu.
Lagt fram til kynningar.
19.Endurmalbikun á Mararbraut ofan bakka.
202011131
Fyrir liggur erindi frá Sæbirni Árna varðandi óásættanlegt ástand Mararbrautar ofan bakka og þá slysahættu sem hlotist getur af ef ekkert verður að gert. Hjólför eru mun dýpri en eðlilegt getur talist og þær holufyllingar sem ráðist hefur verið í skapa bæði slysahættu ásamt því að valda ótímabæru tjóni á ökutækjum.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til erindisins.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið en bendir á að þessi vegur er á framfæri Vegagerðarinnar og ráðið mun beita sér fyrir umbótum í samvinnu við veghaldara.
20.Gangbraut við Pósthús
202011130
Fyrir liggur erindi frá Anítu Rós varðandi aðgengi gangandi vegfarenda að pósthúsi á Húsavík. Í erindinu er bent á slysahættu, þá erfiðleika sem horfa við gangandi umferð við pósthúsið og það öryggi sem myndi skapast ef sett yrði upp gangbraut fyrir gangandi vegfarendur þar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið en að svo stöddu er ekki hægt að gera gangbraut þar sem ekki er gangstétt vestan við veg.
21.Verktakayfirlit framkvæmdasviðs 2020.
202012019
Fyrir fundi skipulags- og framkvæmdaráðs liggur yfirlit yfir þá verktaka sem fengnir hafa verið að verkefnum á vegum Norðurþings á árinu 2020 að undanskildum útboðsverkefnum.
Lagt fram til kynningar og verður tekið fyrir síðar.
22.Fundargerðir HNE 2020 og fjárhagsáætlun HNE 2021
202009158
Á 346. fundi byggðaráðs þann 26.11.2020 var eftirfarandi bókað:
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð vísar handbókinni til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð vísar handbókinni til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.
23.Framkvæmdaáætlun 2021
202009032
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tillaga að framkvæmdaáætlun 2021.
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að kaupa Kubota. Annars verður hvert mál verður tekið fyrir sérstaklega á árinu 2021 út frá kostnaði verkefnis.
Fundi slitið - kl. 15:30.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir liðum 16-18.