Fara í efni

Ósk um að breyta atvinnuhúsnæði að Héðinsbraut 4 í íbúðir

Málsnúmer 202009111

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 85. fundur - 08.12.2020

Héðinsbraut ehf óskar heimildar til að skipuleggja og innrétta syðsta hluta 1. hæðar eignar sinnar að Héðinsbraut 4 sem litlar (30-55 m²) íbúðir eins og sýnt er á framlögðum uppdráttum. Gert er ráð fyrir að íbúðum fylgi geymslurými í kjallara. Íbúðum fylgja ekki bílastæði á lóð hússins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felst fyrir sitt leiti á að umrætt rými verði innréttað sem íbúðir til samræmis við framlögð gögn, enda leggi umsækjandi fram skriflegt samþykki annara eigenda í húsinu fyrir breyttri notkun rýmisins. Samþykki er háð framlagningu fullnægjandi hönnunargagna sem og jákvæðri umsögn frá eldvarnareftirliti sveitarfélagsins.