Fara í efni

Ósk um umsögn um hugmyndir að breytingum á Hafnarstétt 17

Málsnúmer 202012007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 85. fundur - 08.12.2020

Agnes Ýr Guðmundsdóttir hönnuður óskar umsagnar Skipulags- og framkvæmdaráðs um hugmyndir að breytingu verbúða að Hafnarstétt 17 í íbúðir. Fyrir liggja tvær mismunandi hugmyndir að skipulagi íbúða innan hússins.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að það geti fallið að ákvæðum aðalskipulags að innrétta íbúðir í húsinu líkt og fram kemur í hugmyndum Agnesar. Gildandi deiliskipulag heimilar þó ekki byggingu ofan á þaki hússins líkt og fram kemur í hugmyndunum. Ráðið er reiðubúið að gera tillögu að breytingu deiliskipulags sem leyfi uppbyggingu minniháttar byggingar á þaki hússins til að gera breytingarnar mögulegar.