Fara í efni

Umsókn um lóðarstofnun fyrir gistihús út úr landi Tóveggjar

Málsnúmer 202012011

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 85. fundur - 08.12.2020

Kristinn Sigurður Yngvason óskar eftir heimild til stofnunar 4.145 m² lóðar undir gistihús og aðstöðuhús úr landi Tóveggjar. Meðfylgjandi umsókn er hnitsett lóðarblað. Sigurður leggur ennfremur til að lóðin fái heitið Áveggur.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í hugmyndir að stofnun lóðar undir gistihús úr landi Tóveggjar. Ráðið telur hinsvegar nauðsynlegt að gera breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag til að skapa skipulagslegar forsendur fyrir uppbyggingunni. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að umsækjendum verði heimilað að gera tillögur að deiliskipulagi og breytingu aðalskipulags til afgreiðslu hjá sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn Norðurþings - 109. fundur - 19.01.2021

Á 85. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í hugmyndir að stofnun lóðar undir gistihús úr landi Tóveggjar. Ráðið telur hinsvegar nauðsynlegt að gera breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag til að skapa skipulagslegar forsendur fyrir uppbyggingunni. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að umsækjendum verði heimilað að gera tillögur að deiliskipulagi og breytingu aðalskipulags til afgreiðslu hjá sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.