Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

109. fundur 19. janúar 2021 kl. 16:15 - 20:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir Forseti
  • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varaforseti
  • Silja Jóhannesdóttir 2. varaforseti
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Birna Ásgeirsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Beiðni um tímabundið leyfi frá sveitarstjórn Norðurþings

Málsnúmer 202101059Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Heiðbjörtu Þóru Ólafsdóttir fulltrúi D-lista með vísan til 2. mgr. 30. gr. laga nr. 138/2011 um sveitarstjórnir um tímabundið leyfi frá störfum í sveitarstjórn Norðurþings. Tímabilið verður frá 20. janúar 2021 til og með 1. febrúar. 2022.
Samþykkt samhljóða.

2.Beiðni um tímabundið leyfi frá sveitarstjórn Norðurþings

Málsnúmer 201810117Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Óla Halldórssyni um að framlengja núverandi leyfi til 1. mars 2021.
Samþykkt samhljóða.

3.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022

Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um breytingar á vegum D-lista í ráðum og stjórnum í leyfi Heiðbjartar frá 20. janúar 2021 til 1. febrúar 2022:
Byggðarráð: Varamaður verður Birna Ásgeirsdóttir í stað Heiðbjartar Þóru.
Fjölskylduráð: Formaður verður Birna Ásgeirsdóttir í stað Heiðbjartar Þóru.
Skipulags- og framkvæmdaráð: varamaður verður Sigurgeir Höskuldsson í stað Birnu Ásgeirsdóttur.
Þingfulltrúar SSNE: varamaður verður Kristinn Jóhann Lund í stað Heiðbjartar Þóru.
Héraðsnefnd þingeyinga bs. fulltrúaráð: varamaður verður Kristinn Jóhann Lund í stað Heiðbjartar Þóru.
Atvinnuþróunarfélag þingeyinga bs. fulltrúaráð: varamaður verður Kristinn Jóhann Lund í stað Heiðbjartar Þóru.
Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) fulltrúaráð: varamaður verður Jóhanna S. Kristjánsdóttir í stað Heiðbjartar Þóru.
Aðalfundur DA sf.: Jóhanna S. Kristjánsdóttir í stað Birnu Ásgeirsdóttur.
Starfsmenntunarsjóður STH: Birna Ásgeirsdóttir í stað Heiðbjartar Þóru.


Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um breytingum á vegum B-lista í fjölskylduráði:
Undirritaður leggur til breytingar á sætaskipan í ráðum Norðurþings og að þær taki gildi 1. febrúar næstkomandi.
Fulltrúi B-lista í fjölskylduráði verði Eiður Pétursson og Hrund Ásgeirsdóttir til vara.

Hjálmar Bogi Hafliðason

Til máls tóku: Bergur, Kristján og Kolbrún Ada.

Tillaga um breytingar á vegum D-lista er samþykkt samhljóða.

Tillaga um breytingu á vegum B-lista er samþykkt samhljóða.

Tillaga um óbreytta nefndarskipan vegna framlengds leyfis Óla Halldórssonar er samþykkt samhljóða.

4.Stytting vinnuvikunnar - tillögur frá dagvinnu starfsstöðvum Norðurþings

Málsnúmer 202011112Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja tillögur um styttingu vinnuvikunnar frá eftirfarandi dagvinnustöðvum;

Skólamötuneyti Húsavíkur
Leikskólinn Grænuvellir
Heimaþjónusta
Miðjan Hæfing
Samrekin leik- og grunnskóli Öxarfjarðarskóla og leikskóladeild á Kópskeri

Einnig liggur fyrir uppfærð tillaga frá samreknum leik- og grunnskóla á Raufarhöfn en um reiknivillu var að ræða í tillögu sem fór fyrir 108. fund sveitarstjórnar 1. desember sl.
Til máls tóku: Kristján, Hjálmar, Bergur, Hafrún og Kolbrún Ada.

Tillögurnar eru samþykktar samhljóða.

5.Gjaldskrá sorphirðu 2021

Málsnúmer 202010013Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar gjaldskrá sorphirðu í Norðurþingi fyrir árið 2021 sem samþykkt var á 85. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku: Silja, Bergur, Kristján og Kolbrún Ada.

Gjaldskrá sorphirðu er samþykkt með atkvæðum Bergs, Birnu, Helenu, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns og Silju.
Hafrún, Hjálmar og Hrund sátu hjá.

6.Gjaldskrá slökkviliðs 2021

Málsnúmer 202012083Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að staðfesta gjaldskrá slökkviliðs Norðurþings fyrir árið 2021 sem samþykkt var á 348. fundi byggðarráðs.
Gjaldskrá slökkviliðs er samþykkt samhljóða.

7.Gjaldskrá sumarfrístundar 2021

Málsnúmer 202101034Vakta málsnúmer

Á 81. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;

Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi gjaldskrá sumarfrístundar 2021 og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn Norðurþings.

Stök vika = 7.200
Allt sumarið = 10.000 króna afsláttur af heildarverði ef allar vikur eru bókaðar.
Ef frídagur er í viku lækkar gjald viku hlutfallslega (t.d. 17.júní og frídag verslunarmanna).

Önnur afsláttarkjör:
-Systkinaafsláttur er 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn.
-25% afsláttur fyrir einstæða foreldra - þeir sem ætla að nýta sér þennan afslátt verða fyrst að hafa samband við forstöðumann frístundar
-Frístundastyrk er hægt að nýta í sumarfrístund.

Gjaldskrá frístundar fyrir hádegi:
Greitt er fyrir hverja viku 3.500 kr.
Ekki er boðið upp á afslátt með þessu úrræði.
Frístundastyrk er ekki hægt að nýta í frístund fyrir hádegi

Gjaldskrá sumarfrístundar 2021 er samþykkt samhljóða.

8.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2021

Málsnúmer 202101044Vakta málsnúmer

Á 350. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir reglur um afslátt af fasteignasköttum og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Bergur, Kristján, Hjálmar og Kolbrún Ada.

Bergur Elías leggur til að við næstu endurskoðun verði horft sérstaklega til 5. gr. reglnanna.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Reglurnar eru samþykktar samhljóða.



9.Frístundastyrkir Norðurþings 2021

Málsnúmer 202012022Vakta málsnúmer

Á 80. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;

Fjölskylduráð samþykkir að upphæð frístundastyrks á árinu 2021 verði 15.000 kr. og vísar málinu til staðfestingar í sveitarstjórn.

Reglur um frístundastyrki verða birtar á vef Norðurþings.
Til máls tóku: Birna, Hrund, Kristján, Hafrún, Kolbrún Ada og Hjálmar.

Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun;
Við undirrituð viljum vekja athygli á jákvæðri þróun frístundastyrkja í Norðurþingi frá því þeir voru settir á 2018. Fyrsta árið var styrkupphæðin 6000 kr. og hefur tekið hækkunum ár hvert, en árið 2021 er upphæðin 15.000 kr. Allir foreldrar eru hvattir til að nýta sér þetta fjölskylduúrræði sveitarfélagsins.
Birna Ásgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Kristján Þór Magnússon
Silja Jóhannesdóttir

Upphæð frístundastyrks fyrir árið 2021 er samþykkt samhljóða.

10.Stoðþjónusta / reglur félagsþjónusta

Málsnúmer 202011090Vakta málsnúmer

Á 81. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;

Fjölskylduráð samþykkir framlagðar reglur um stuðningsþjónustu Norðurþings og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn Norðurþings.
Til máls tóku: Hjálmar, Kolbrún Ada og Kristján.

Reglurnar eru samþykktar samhljóða.

11.Reglur Norðurþings um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra

Málsnúmer 202101037Vakta málsnúmer

Á 81. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;

Fjölskylduráð samþykkir framlagðar reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn Norðurþings.
Til máls tók: Hjálmar.

Reglurnar eru samþykktar samhljóða.

12.Samningur milli Norðurár bs. og Norðurþings um urðun úrgangs

Málsnúmer 202101032Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að staðfesta samning milli Norðurár bs. og Norðurþings um urðun úrgangs sem samþykktur var á 86. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs.
Samþykkt samhljóða.

13.Saltvík ehf. óskar eftir lóð undir starfsemi fyrirtækisins í Saltvík

Málsnúmer 202011123Vakta málsnúmer

Á 85. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið en telur hinsvegar mikilvægt að breyta aðalskipulagi og útbúa deiliskipulag af svæðinu áður en byggingarlóð er úthlutað. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði boðið að gera tillögu að deiliskipulagi svæðisins og breytingu aðalskipulags til að leggja fyrir skipulagsráð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

14.Saltvík ehf. óskar eftir lóð undir frístundabyggð

Málsnúmer 202011132Vakta málsnúmer

Á 85. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í fyrirhugaða uppbyggingu og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna tillögu að deiliskipulagi og breytingu aðalskipulags fyrir svæðið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

15.Rarik óskar eftir lóð undir spennistöðvarhús við Fiskeldið Haukamýri

Málsnúmer 202011133Vakta málsnúmer

Á 85. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á úthlutun lóðar undir spennistöðina og lóðin Haukamýri (L150816) verði skert að sama skapi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

16.Deiliskipulag fiskeldis í Núpsmýri

Málsnúmer 201803144Vakta málsnúmer

Á 86. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

17.Umsókn um lóðarstofnun fyrir gistihús út úr landi Tóveggjar

Málsnúmer 202012011Vakta málsnúmer

Á 85. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í hugmyndir að stofnun lóðar undir gistihús úr landi Tóveggjar. Ráðið telur hinsvegar nauðsynlegt að gera breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag til að skapa skipulagslegar forsendur fyrir uppbyggingunni. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að umsækjendum verði heimilað að gera tillögur að deiliskipulagi og breytingu aðalskipulags til afgreiðslu hjá sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

18.Ósk um stofnun lóðar um íbúðarhús á Ærlæk

Málsnúmer 202012123Vakta málsnúmer

Á 86. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að ný lóð fái heitið Ærlækur 2.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

19.Filip Roman Kuras sækir um byggingarlóð að Steinagerði 5

Málsnúmer 202012132Vakta málsnúmer

Á 86. fundi skipulags- og frakvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Filip verði úthlutað lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

20.Saltvík ehf. óskar eftir nýjum samningi við sveitarfélagið Norðurþing um landleigu í Saltvík

Málsnúmer 202011111Vakta málsnúmer

Silja Jóhannesdóttir óskar eftir umræðu um atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi undir þessum fundarlið.
Til máls tóku: Silja, Hjálmar, Bergur, Kristján og Hafrún.

Silja leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð fagnar framtíðaráformum uppbyggingar í Saltvík og þykir ljóst að þarna er verið að nýta styrkleika svæðis og þekkingar sem fyrir er. Undirrituð vill koma því á framfæri að ferli Norðurþings við að útdeila lausu beitarlandi felst ekki í auglýsingaferli heldur liggur fyrir óformlegur biðlisti hjá Umhverfisstjóra og í dag er enginn á biðlista varðandi þá landsspildu sem málið hnaut um.
Silja Jóhannesdóttir

21.Grænbók um byggðamál, samráðsgátt.

Málsnúmer 202101006Vakta málsnúmer

Á 349. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar, Bergur, Kristján og Kolbrún Ada.

Sveitarstjórn Norðurþings telur raunsætt mat á stöðu byggðar í landinu koma fram í Grænbók um byggðarmál og eðlilegt að stjórnvöld beiti sér fyrir jafnari búsetuskilyrðum um land allt. Þannig geta íbúar landsins öðlast raunhæft val um búsetukosti, án þess að það bitni á aðgengi þeirra að þeim grunninnviðum sem hvert samfélag þarf að búa yfir.
Sveitarstjórn leggur áherslu á gott að aðgengi að grunnþjónustu eins og góðri heilbrigðisþjónustu, hjúkrunarrýmum og fjölbreyttri menntun óháð búsetu. Þá telur sveitarstjórn mikilvægt að haldið verði áfram uppbyggingu innviða á sviði samgangna, fjarskipta og raforku og að áhersla verði lögð á starfræna þróun, nýsköpun og sprotastarfsemi. Framangreint skapar frjórri jarðveg fyrir fjölbreytt atvinnulíf og aukin búsetugæði.
Sveitarstjórn Norðurþings tekur undir áherslu Grænbókar um að skapa þurfi fjölbreytt og verðmæt störf um land allt, þar með talin störf án staðsetningar. Þá er sveitarstjórn sammála því áhersluatriði sem fram kemur í Grænbók um að greina og vinna með styrkleika einstakra landshluta í þeim tilgangi að byggja upp sjálfbær byggðalög, öflug sveitarfélög með sterka byggðakjarna og gott aðgengi að þjónustu, menningu og afþreyingu. Sveitarstjórn telur jafnframt farsælt skref fyrir byggðir landsins að byggðaáætlun verið samþætt öðrum áætlunum ríksins með tilliti til aðgerðaáætlana og fjármögnunar á aðgerðum.



Hjálmar Bogi óskar bókað;
Byggðastefna lyftir landi,
ef laglega er farið með hana.
Hún er eins og heilagur andi,
það hefur enginn séð hana.
E. Þórmóð Jónsson


22.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.

Málsnúmer 202012091Vakta málsnúmer

Á 349. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Kristján, Kolbrún Ada, Hjálmar, Hrund, Bergur og Hafrún.

Sveitarstjórn Norðurþings telur nauðsynlegt að um hálendisþjóðgarð ríki breið samstaða þegar frumvarp til slíkra laga er samþykkt. Sveitarstjórn tekur undir þau markmið sem sett eru fram í 3. gr. frumvarps um hálendisþjóðgarð, þar sem m.a. kemur fram að lögð sé áhersla á verndun náttúru og sögu, bætt aðgengi almennings, eflingu rannsókna, aukið samstarf og eflingu og styrkingu byggða og atvinnulífs.
Vaxandi umsvif hafa fylgt þjóðgarðsstarfsemi í Norðurþingi undanfarin ár, einkum í Ásbyrgi og við Jökulsárgljúfur, sem nú teljast innan Vatnajökulsþjóðgarðs en myndu færast undir Hálendisþjóðgarð við samþykkt frumvarpsins. Hálendisþjóðgarður getur orðið mikilvæg undirstaða atvinnusköpunar í dreifðum byggðum umhverfis garðinn, þar á meðal innan Norðurþings. Vakin er athygli á því að í skýrslu þverpólitískrar nefndar er gengið út frá því að við Ásbyrgi verði ein af þjóðgarðsgáttum Hálendisþjóðgarðsins. Þá er bent á að tækifæri kunna að liggja í uppbyggingu þjónustu og innviða fyrir þjóðgarðinn við Grímsstaði á Fjöllum og nærliggjandi svæði innan Norðurþings nærri mörkum þjóðgarðs og hálendisins. Sveitarstjórn telur að reynsla af rekstri Vatnajökulsþjóðgarðs sé um margt ágæt, sérstaklega allra síðustu ár. Þó hefur framan af skort verulega á að fjármagn hafi fylgt nauðsynlegri starfsemi og uppbyggingu innviða sem nauðsynlegt er að bæta úr til frambúðar svo efla megi traust á að þjóðgarðurinn standi undir nafni.
Það er til mikils unnið að góð sátt ríki á sveitarstjórnarstiginu um þá leið sem farin verði og að skipulagsvald sveitarfélaga verði virt innan áformaðs Hálendisþjóðgarðs. Lykilatriði er að sveitarfélög séu ekki í einu og öllu bundin af stjórnunar- og verndaráætlun garðsins og þurfa ekki að taka allt sem þar kæmi fram inn í skipulag sveitarfélags.
Þegar frumvarp sem hefur áhrif á það hvernig jafn stórum hluta landsins verði stjórnað og hvernig vernd innan svæðisins verður háttað þarf að tryggja sameiginlegan skilning á því að ekki sé verið að útiloka til framtíðar ákveðna uppbyggingu nauðsynlegra innviða þjóðarinnar m.t.t. raforkuflutninga og veglagningar sérstaklega. Þjóðhagslega mikilvæg mannvirki er tengjast sjálfbærri orkunýtingu eru á hálendinu og nauðsynlegt að þau geti áfram nýst með eðlilegum hætti og að orkunýting og flutningur samræmist áætlunum Alþingis þar um.
Sveitarstjórn Norðurþings sér ýmis tækifæri sem felast í formun hálendisþjóðgarðs til framtíðar. Undirrituð leggja á það áherslu að í meðförum þingsins verði leitað allra leiða til að ná þverpólitískri samstöðu um málið eins og starfshópur um miðhálendisþjóðgarð lagði upp með í skýrslu sinni.


Undirrituð vilja taka undir fyrirvara sem þingflokkur Framsóknarflokks gera við frumvarp um miðhálendisþjóðgarð. Fyrirvaranir lúta að stærðarmörkum, valdsviði umdæmisráða, fjármögnun uppbyggingar, hefðbundnar nytjar, samgöngum, orkunýtingu, samtali um sátt auk reglugerðar um sjálfbæra beit og ábyrgð mismunandi stofnana ríksins.
Það er mikilvægt að vandað sé til verka um jafn stórt og mikilvægt mál og þetta er fyrir land og þjóð. Það er til mikils að vinna að flýta sér hægt til að ná sem breiðastri samstöðu um málið.
Virðingafyllst
Bergur Elías Ágútsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir

Fulltrúi V-lista Kolbrún Ada óskar bókað;
Málefni þjóðgarða hafa verið meðal áhersluefna V-lista innan meirihluta Norðurþings á síðustu árum. Auk náttúrverndar hefur mikill árangur náðst í starfseminni sjálfri undanfarið, m.a. með eflingu starfsemi innan Norðurþings, fjölgun starfsfólks, aukinni þjónustu og umtalsverðri fjárfestingu í innviðum. Full ástæða er til að ætla að tilkoma Hálendisþjóðgarðs muni hafa enn frekari jákvæð áhrif á samfélagslega þætti og rekstur innan Norðurþings.

23.Gallup þjónustukönnun sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202009126Vakta málsnúmer

Á 349. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð vísar niðurstöðum könnunarinnar til sveitarstjórnar og til birtingar á vef sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Kristján og Hjálmar.

Lagt fram til kynningar. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar á vef sveitarfélagsins.

24.Breytingar hjá Strætó á landsbyggðinni 1. janúar 2021

Málsnúmer 202101030Vakta málsnúmer

Á 350. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna fyrir sveitarstjórnarfund.
Til máls tóku: Kristján og Silja.

Ljóst má vera að breytingar á áætlun Strætó sem orðið hafa í upphafi árs byggja einvörðungu á kröfum um rekstrarlega hagræðingu, án þess að byggðarleg sjónarmið séu tekin til greina. Það er mjög miður að almenningssamgöngur á svæðinu séu jafn fjársveltar og raun ber vitni. Sveitarstjórn hvetur Vegagerðina og ríkið að standa betur að breytingum sem þessum og í það minnsta eiga samtal við helstu haghafa áður en viðlíka breytingar ganga í gegn. Það er miður að svo hafi ekki verið gert í þessu máli.

25.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir verkefni sveitarfélagsins síðastliðnar vikur.
Til máls tók: Kristján.

Lagt fram til kynningar.

26.Fjölskylduráð - 80

Málsnúmer 2012001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 80. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 5 "Gera upp gervigrasvöllinn á Húsavík": Hjálmar og Hafrún.

Til máls tóku undir lið 10 "Kvörtun vegna lokun á tjaldsvæði í Lundi": Hjálmar og Silja.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

27.Fjölskylduráð - 81

Málsnúmer 2101001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 81. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 9 "Örnefni í landi Húsavíkur": Hjálmar, Kristján og Helena.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

28.Byggðarráð Norðurþings - 347

Málsnúmer 2011011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 347. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 1 "Úthlutun byggðakvóta - sérreglur Norðurþings": Hjálmar og Kristján.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

29.Byggðarráð Norðurþings - 348

Málsnúmer 2012003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 348. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 1 "Kauptilboð í Hafnastétt 17 - Verðbúðir": Bergur, Kristján, Hjálmar, Silja, Hafrún og Kolbrún Ada.
Bergur óskar bókað um málið;
Bergur Elías Ágústsson óskar bókað
Málið hefur verið tekið fyrir tvisvar í byggðarráði. Í fundargerð 348 - mál númer 1 og í fundargerð 350 - mál númer fimm. Því skal haldið til haga að báðar eignir eru á skilgreindu iðnaðar- og athafnasvæði.
Upplýsingar un þær eignir sem um að ræða er sem hér segir:

Fasteign/ Byggt/ Stærð/ Fasteignamat/ Þar af lóðarmat/ Brunabótamat
Hafnarstétt 1/ 1931/ 306,8/ 15.500.000/ 2.100.000/ 99.300.000
Hafnarstétt 17/ 1965/ 867,0/ 28.850.000/ 1.050.000/ 118.500.000

Ef ég skil málið rétt þá er verið að tala um að makaskipti á þessum eignum á sléttu. Til upplýsingar þá er efri hæð Hafnastéttar 17, 402 m2 og sú neðri 465 m2. Hafnarstétt 1 er á einni hæð.
Í gögnum málsins koma fram leigutekjur af Hafnarstétt 1 sem sveitarfélagið að getur tekið yfir, þær eru sem hér segir.

Leiga á ári/ m.Vsk/ án.Vsk
Samtals 2.730.000/ 2.192.771
Á mánuði 227.500/ 182.731

Í fyrirliggjandi gögnum er að finna verðmat frá fasteignasala sem tekur ekki tillit til hagrænna sjónarmiða við þennan gjörning. Verðmat á iðnaðar- og athafnarsvæði felur ávallt í sér tekjumöguleika á viðkomandi eign. Þegar upp er staðið þarf eign við kaup að geta staðið undir sér, nema að hún sé nýtt til samfélagslegra nota, þá tekur sveitarsjóður þátt í kostnaðinum.
Sömu sögu er í raun að segja um Hafnarstétt 17, en þar eru tekjumöguleikar meiri þar sem að eru a.m.k. 3 leigjendur að svo stöddu og tekjur hærri en 182,731 á mánuði.
Það vekur furðu hjá undirrituðum að meirihluti í byggðarráð Norðurþings skuli vilja samþykkja slíkan gjörning þar sem núverandi leigutekjur af Hafnarstétt 1 geta ekki staðið undir 30 m.kr skuldbindingu, hvað þá 75 til 80 m.kr skuldbindingu. Svo virðist sem meirihluti byggðarráðs hafi hug á því að greiða niður samkeppnisrekstur. Hvað önnur fyrirtæki í veitingarekstri segja um slíkan gjörning verður áhugavert að heyra á þeim erfiðu tímum sem sá geiri hefur svo sannarlega þurft að glíma við.
Í ljósi framangreinds telur undirritaður að rétt sé að málið verði tekið upp að nýju í byggðarráð þar sem ráðið hafni makaskiptum á Hafnarstétt 17 og Hafnarstétt 1. Tilboði í eignina verði tekið en sú fjárhæð greidd með handbæru fé.

Hafrún og Hjálmar ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs vegna málsins;
Undirrituð geta ekki samþykkt fyrir sitt leyti að fela sveitarstjóra að undirbúa gagntilboð á þessum grundvelli. Afstaða okkar byggir á því að okkur hugnast ekki að greitt verði fyrir Hafnarstétt 17 með afhendingu á Hafnarstétt 1. Okkar skoðun er sú að það hafi lítinn rekstrarlegan hag fyrir sveitarfélagið að selja Verbúðirnar og eiga þess í stað Hafnarstétt 1, enda er það ekki hlutverk sveitarfélagsins að eiga húsnæði fyrir rekstur af þessu tagi.
Hafrún Olgeirsdóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason.

Meirihluti sveitarstjórnar ítrekar bókun meirihluta byggðarráðs frá fundi byggðarráðs vegna málsins;
Það er mat meirihluta byggðarráðs að minni áhætta fylgi því til framtíðar að eignast Hafnarstétt 1 heldur en áhættan sem fylgir því að eiga og standa fyrir afar kostnaðarsömum fyrirliggjandi endurbótum á Hafnarstétt 17 innan fárra missera. Því miður hefur ekki náðst ásættanleg samstaða um nýtingu Verbúðanna og því eðlilegt að sveitarfélagið selji eignina sjái það ekki hag sinn í að nýta húsnæðið sjálft til uppbyggingar þar sem eignin stendur í hjarta bæjarins. Nýting fasteignarinnar hefur verið mjög takmörkuð undanfarin misseri og lítil eftirspurn eftir að leigja þar bil í því ástandi sem húsið er í dag. Það er mat undirritaðra að það sé eftirsóknarvert fyrir sveitarfélagið að fá nú einkaaðila til spennandi uppbyggingar Verðbúðanna í miðbæ Húsavíkur á þessum krefjandi tímum, sem til framtíðar litið mun bæta ásýnd og tækifæri til mögulegrar búsetu í bænum. Eignin að Hafnarstétt 1 er í afar góðu ásigkomulagi og stefnt skyldi að því að halda henni áfram í útleigu til áhugasamra rekstraraðila.
Birna Ásgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Kristján Þór Magnússon
Silja Jóhannesdóttir

Til máls tóku undir lið 6 "Framlög til stjórnmálasamtaka 2020": Hjálmar og Kolbrún Ada.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

30.Byggðarráð Norðurþings - 349

Málsnúmer 2012005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 349. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

31.Byggðarráð Norðurþings - 350

Málsnúmer 2101002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 350. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

32.Skipulags- og framkvæmdaráð - 85

Málsnúmer 2011010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 85. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

33.Skipulags- og framkvæmdaráð - 86

Málsnúmer 2012002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 86. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

34.Orkuveita Húsavíkur ohf - 214

Málsnúmer 2012004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 214. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Til máls tók: Bergur.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:15.