Fara í efni

Ósk um stofnun lóðar um íbúðarhús á Ærlæk

Málsnúmer 202012123

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 86. fundur - 12.01.2021

Guðný María Sigurðardóttir óskar samþykkis Norðurþings fyrir stofnun lóðar undir íbúðarhúsið á jörðinni Ærlæk í Öxarfirði. Lóðin fái heitið Ærlækur 2. Lóðin yrði 1.061 m² eins og fram kemur á hnitsettum lóðaruppdrætti sem unninn er af Maríu Svanþrúði Jónsdóttur.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að ný lóð fái heitið Ærlækur 2.

Sveitarstjórn Norðurþings - 109. fundur - 19.01.2021

Á 86. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að ný lóð fái heitið Ærlækur 2.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.