Fara í efni

Stytting vinnuvikunnar - tillögur frá dagvinnu starfsstöðvum Norðurþings

Málsnúmer 202011112

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 108. fundur - 01.12.2020

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar tillögur um styttingu vinnuvikunnar frá eftirfarandi dagvinnu starfsstöðvum Norðurþings:

Stjórnsýsluhúsið á Húsavík og Kópaskeri
Stjórnsýsluhúsið á Raufarhöfn
Grunnskólinn á Raufarhöfn
Borgarhólsskóli

Aðrar dagvinnustöðvar eru að vinna að sínum tillögum um styttingu.
Til máls tóku; Kristján, Bergur og Hjálmar.

Tillögurnar eru samþykktar samhljóða til eins árs frá 1. janúar 2021 til 31. desember 2021.

Sveitarstjórn Norðurþings - 109. fundur - 19.01.2021

Fyrir sveitarstjórn liggja tillögur um styttingu vinnuvikunnar frá eftirfarandi dagvinnustöðvum;

Skólamötuneyti Húsavíkur
Leikskólinn Grænuvellir
Heimaþjónusta
Miðjan Hæfing
Samrekin leik- og grunnskóli Öxarfjarðarskóla og leikskóladeild á Kópskeri

Einnig liggur fyrir uppfærð tillaga frá samreknum leik- og grunnskóla á Raufarhöfn en um reiknivillu var að ræða í tillögu sem fór fyrir 108. fund sveitarstjórnar 1. desember sl.
Til máls tóku: Kristján, Hjálmar, Bergur, Hafrún og Kolbrún Ada.

Tillögurnar eru samþykktar samhljóða.