Fara í efni

Breytingar hjá Strætó á landsbyggðinni 1. janúar 2021

Málsnúmer 202101030

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 350. fundur - 14.01.2021

Borist hefur erindi frá Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. þar sem vakin er athygli á breytingum á akstri Strætó bs. milli Akureyrar og Húsavíkur sem tóku gildi 1. janúar 2021.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna fyrir sveitarstjórnarfund.

Sveitarstjórn Norðurþings - 109. fundur - 19.01.2021

Á 350. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna fyrir sveitarstjórnarfund.
Til máls tóku: Kristján og Silja.

Ljóst má vera að breytingar á áætlun Strætó sem orðið hafa í upphafi árs byggja einvörðungu á kröfum um rekstrarlega hagræðingu, án þess að byggðarleg sjónarmið séu tekin til greina. Það er mjög miður að almenningssamgöngur á svæðinu séu jafn fjársveltar og raun ber vitni. Sveitarstjórn hvetur Vegagerðina og ríkið að standa betur að breytingum sem þessum og í það minnsta eiga samtal við helstu haghafa áður en viðlíka breytingar ganga í gegn. Það er miður að svo hafi ekki verið gert í þessu máli.