Fara í efni

Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2021

Málsnúmer 202101044

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 350. fundur - 14.01.2021

Fyrir byggðarráði liggja drög að breytingum á reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega og aðila sem misst hafa maka eða sambýling.
Byggðarráð samþykkir reglur um afslátt af fasteignasköttum og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 109. fundur - 19.01.2021

Á 350. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir reglur um afslátt af fasteignasköttum og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Bergur, Kristján, Hjálmar og Kolbrún Ada.

Bergur Elías leggur til að við næstu endurskoðun verði horft sérstaklega til 5. gr. reglnanna.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Reglurnar eru samþykktar samhljóða.