Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings - 348

Málsnúmer 2012003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 109. fundur - 19.01.2021

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 348. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 1 "Kauptilboð í Hafnastétt 17 - Verðbúðir": Bergur, Kristján, Hjálmar, Silja, Hafrún og Kolbrún Ada.
Bergur óskar bókað um málið;
Bergur Elías Ágústsson óskar bókað
Málið hefur verið tekið fyrir tvisvar í byggðarráði. Í fundargerð 348 - mál númer 1 og í fundargerð 350 - mál númer fimm. Því skal haldið til haga að báðar eignir eru á skilgreindu iðnaðar- og athafnasvæði.
Upplýsingar un þær eignir sem um að ræða er sem hér segir:

Fasteign/ Byggt/ Stærð/ Fasteignamat/ Þar af lóðarmat/ Brunabótamat
Hafnarstétt 1/ 1931/ 306,8/ 15.500.000/ 2.100.000/ 99.300.000
Hafnarstétt 17/ 1965/ 867,0/ 28.850.000/ 1.050.000/ 118.500.000

Ef ég skil málið rétt þá er verið að tala um að makaskipti á þessum eignum á sléttu. Til upplýsingar þá er efri hæð Hafnastéttar 17, 402 m2 og sú neðri 465 m2. Hafnarstétt 1 er á einni hæð.
Í gögnum málsins koma fram leigutekjur af Hafnarstétt 1 sem sveitarfélagið að getur tekið yfir, þær eru sem hér segir.

Leiga á ári/ m.Vsk/ án.Vsk
Samtals 2.730.000/ 2.192.771
Á mánuði 227.500/ 182.731

Í fyrirliggjandi gögnum er að finna verðmat frá fasteignasala sem tekur ekki tillit til hagrænna sjónarmiða við þennan gjörning. Verðmat á iðnaðar- og athafnarsvæði felur ávallt í sér tekjumöguleika á viðkomandi eign. Þegar upp er staðið þarf eign við kaup að geta staðið undir sér, nema að hún sé nýtt til samfélagslegra nota, þá tekur sveitarsjóður þátt í kostnaðinum.
Sömu sögu er í raun að segja um Hafnarstétt 17, en þar eru tekjumöguleikar meiri þar sem að eru a.m.k. 3 leigjendur að svo stöddu og tekjur hærri en 182,731 á mánuði.
Það vekur furðu hjá undirrituðum að meirihluti í byggðarráð Norðurþings skuli vilja samþykkja slíkan gjörning þar sem núverandi leigutekjur af Hafnarstétt 1 geta ekki staðið undir 30 m.kr skuldbindingu, hvað þá 75 til 80 m.kr skuldbindingu. Svo virðist sem meirihluti byggðarráðs hafi hug á því að greiða niður samkeppnisrekstur. Hvað önnur fyrirtæki í veitingarekstri segja um slíkan gjörning verður áhugavert að heyra á þeim erfiðu tímum sem sá geiri hefur svo sannarlega þurft að glíma við.
Í ljósi framangreinds telur undirritaður að rétt sé að málið verði tekið upp að nýju í byggðarráð þar sem ráðið hafni makaskiptum á Hafnarstétt 17 og Hafnarstétt 1. Tilboði í eignina verði tekið en sú fjárhæð greidd með handbæru fé.

Hafrún og Hjálmar ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs vegna málsins;
Undirrituð geta ekki samþykkt fyrir sitt leyti að fela sveitarstjóra að undirbúa gagntilboð á þessum grundvelli. Afstaða okkar byggir á því að okkur hugnast ekki að greitt verði fyrir Hafnarstétt 17 með afhendingu á Hafnarstétt 1. Okkar skoðun er sú að það hafi lítinn rekstrarlegan hag fyrir sveitarfélagið að selja Verbúðirnar og eiga þess í stað Hafnarstétt 1, enda er það ekki hlutverk sveitarfélagsins að eiga húsnæði fyrir rekstur af þessu tagi.
Hafrún Olgeirsdóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason.

Meirihluti sveitarstjórnar ítrekar bókun meirihluta byggðarráðs frá fundi byggðarráðs vegna málsins;
Það er mat meirihluta byggðarráðs að minni áhætta fylgi því til framtíðar að eignast Hafnarstétt 1 heldur en áhættan sem fylgir því að eiga og standa fyrir afar kostnaðarsömum fyrirliggjandi endurbótum á Hafnarstétt 17 innan fárra missera. Því miður hefur ekki náðst ásættanleg samstaða um nýtingu Verbúðanna og því eðlilegt að sveitarfélagið selji eignina sjái það ekki hag sinn í að nýta húsnæðið sjálft til uppbyggingar þar sem eignin stendur í hjarta bæjarins. Nýting fasteignarinnar hefur verið mjög takmörkuð undanfarin misseri og lítil eftirspurn eftir að leigja þar bil í því ástandi sem húsið er í dag. Það er mat undirritaðra að það sé eftirsóknarvert fyrir sveitarfélagið að fá nú einkaaðila til spennandi uppbyggingar Verðbúðanna í miðbæ Húsavíkur á þessum krefjandi tímum, sem til framtíðar litið mun bæta ásýnd og tækifæri til mögulegrar búsetu í bænum. Eignin að Hafnarstétt 1 er í afar góðu ásigkomulagi og stefnt skyldi að því að halda henni áfram í útleigu til áhugasamra rekstraraðila.
Birna Ásgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Kristján Þór Magnússon
Silja Jóhannesdóttir

Til máls tóku undir lið 6 "Framlög til stjórnmálasamtaka 2020": Hjálmar og Kolbrún Ada.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.