Fara í efni

Frístundastyrkir Norðurþings 2021

Málsnúmer 202012022

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 80. fundur - 07.12.2020

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar Frístundastyrk Norðurþings árið 2021.
Ákveða þarf upphæð styrks fyrir árið 2021 og yfirfara reglur um styrkina.
Fjölskylduráð samþykkir að upphæð frístundastyrks á árinu 2021 verði 15.000 kr. og vísar málinu til staðfestingar í sveitarstjórn.

Reglur um frístundastyrki verða birtar á vef Norðurþings.

Sveitarstjórn Norðurþings - 109. fundur - 19.01.2021

Á 80. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;

Fjölskylduráð samþykkir að upphæð frístundastyrks á árinu 2021 verði 15.000 kr. og vísar málinu til staðfestingar í sveitarstjórn.

Reglur um frístundastyrki verða birtar á vef Norðurþings.
Til máls tóku: Birna, Hrund, Kristján, Hafrún, Kolbrún Ada og Hjálmar.

Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun;
Við undirrituð viljum vekja athygli á jákvæðri þróun frístundastyrkja í Norðurþingi frá því þeir voru settir á 2018. Fyrsta árið var styrkupphæðin 6000 kr. og hefur tekið hækkunum ár hvert, en árið 2021 er upphæðin 15.000 kr. Allir foreldrar eru hvattir til að nýta sér þetta fjölskylduúrræði sveitarfélagsins.
Birna Ásgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
Kristján Þór Magnússon
Silja Jóhannesdóttir

Upphæð frístundastyrks fyrir árið 2021 er samþykkt samhljóða.