Fara í efni

Fjölskylduráð

80. fundur 07. desember 2020 kl. 13:00 - 16:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1 og 2.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundin undir lið 3 - 15.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla og Unnur Ösp Guðmundsdóttir sátu fundinn undir lið 2.

Benóný Valur Jakobsson vék af fundi kl. 15:58.

1.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum, 106. mál.

Málsnúmer 202011122Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar og umsagnar tillaga Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum, 106. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Grænuvellir - Lokaskýrsla þróunarverkefnis - Læsisstefna

Málsnúmer 202012016Vakta málsnúmer

Lokaskýrsla þróunarverkefnis Grænuvalla um gerð læsisstefnu er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar. Ráðið þakkar Sigríði Valdísi og Unni Ösp fyrir vel unnið starf og greinargóða kynningu á þróunarverkefninu.

3.Fjárhagsáætlun íþrótta og tómstundamála 2021

Málsnúmer 202010072Vakta málsnúmer

„Á fundi byggðarráðs þann 26. nóvember sl. var eftirfarandi bókað;

Benóný, Helena og Kolbrún Ada leggja fram eftirfarandi tillögu;
Lagt er til að heildarviðbótarframlag til reksturs íþrótta- og tómstundamála verði 30.060.150 kr. eða 5.000.000 kr. hærra en fjölskylduráð óskar eftir. Rekstrarkostnaður málaflokks 06 íþrótta- og tómstundamál verði 337.121.556 kr. Fjölskylduráð er hvatt til þess að ráðstafa fjármagninu í þágu barna og ungmenna.

Tillagan er samþykkt og vísað til fjölskylduráðs til útfærslu.

Undirrituð vilja ítreka bókun sína frá síðasta fundi Byggðarráðs þann 12. nóvember síðast liðinn þar sem kom fram vilji okkar um að lækka ekki starfsstyrki til íþróttafélaga um 10% fyrir árið 2021. Skoðun okkar er sú að það sé verulega íþyngjandi aðgerð fyrir íþróttafélögin og fjárhagslegur ávinningur sveitarfélagsins lítill í stóru myndinni.
Við viljum hvetja fjölskylduráð til að falla frá þessari ákvörðun sinni.
Hafrún og Hjálmar Bogi

Byggðarráð vísar áætluninni með viðbótum til heildaráætlunar.

Fjölskylduráð samþykkir framlagða sundurliðaða áætlun sem byggir á samþykkt byggðarráðs og samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, samanber bókun sveitarstjórnar Norðurþings þann 1. desember sl.

Fjölskylduráð fagnar niðurstöðu Byggðarráðs. Í ljósi þessarar niðurstöðu mun ráðið hætta við fyrri hugmyndir um niðurskurð á starfsstyrkjum til íþróttafélaga. Einnig verður frístundarstyrkur hækkaður upp í 15.000 kr. Ráðið vísar áætluninni til kynningar í byggðarráði.

4.Skáknámskeið fyrir ungmenni

Málsnúmer 202012015Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Birki Karli Sigurðssyni sem hefur áhuga á að halda tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni í sveitarfélaginu. Kostnaður við námskeiðið er ferðakostnaður, gisting og námskeiðsgjald.
Fjölskylduráð synjar erindinu í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 en hvetur umsækjanda til þess að senda inn erindi fyrir næsta skólaár.

5.Gera upp gervigrasvöllinn á Húsavík

Málsnúmer 202011128Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um erindi frá nemendum í stjórnmálafræðiáfanga við Framhaldsskólann á Húsavík, sem barst með tölvupósti 30.nóvember en þau eru nemendur í stjórnmálafræði.

Erindið fjallar um að tími sé komin á að endurnýja mottu á gervigrasvellinum á Húsavík.
Fjölskylduráð þakkar erindið. Ráðið tekur undir áhyggjur stjórnmálafræðinema við FSH um ástand gervigras vallarins sem vissulega er ekki eins og best verður á kosið. Fyrirhuguð er úttekt frá fagaðila á ástandi vallarins sumarið 2021.

6.Varðandi Ungmenna hús á Húsavík

Málsnúmer 202011127Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um erindi frá nemendum í stjórnmálafræðiáfanga við Framhaldsskólann á Húsavík, sem barst með tölvupósti 30.nóvember en þau eru nemendur í stjórnmálafræði.

Erindið fjallar um að gera upp húsið Tún og gera það að hæfu ungmennahúsi fyrir ungmenni á aldrinum 16 - 25 ára.
Fjölskylduráð þakkar erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að eiga samtal við þá nemendur sem sendu inn erindið um þeirra hugmyndir um lausnir í sambandi við aðstöðu fyrir ungmenni á aldrinum 16 - 25 ára.
Ráðið ætlar að nýta næstu þrjú ár í að finna framtíðarlausn í húsnæðismálum fyrir félagsstarf á Húsavík.

7.Félagsmiðstöðin Tún - húsnæðismál

Málsnúmer 202006006Vakta málsnúmer

Til kynningar er lokaútgáfa húsaleigusamnings fyrir félagsmiðstöðina Tún á Húsavík sem verður til húsa í Nausti (hús Björgunarsveitarinnar).
Samningurinn er til þriggja ára.
Lagt fram til kynningar.

8.Sumarfrístund á Húsavík 2020

Málsnúmer 202004011Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar viðhorfskönnun sem send var til foreldra/forráðarmanna vegna sumarfrístundar 2020.
Fjölskylduráð þakkar þeim foreldrum sem tóku þátt í viðhorfskönnuninni en þátttaka var mjög góð. Könnunin verður nýtt í áframhaldandi þróun frístundarstarfs.

9.Uppgjör tjaldsvæða Kópasker og Raufarhöfn 2020

Málsnúmer 202010111Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til kynningar uppgjör á rekstri tjaldsvæða á Kópaskeri og á Raufarhöfn sumarið 2020.
Lagt fram til kynningar.

10.Kvörtun vegna lokun á tjaldsvæði í Lundi

Málsnúmer 202009182Vakta málsnúmer

Fyrir Fjölskylduráði liggur erindi frá Norðurhjara - ferðaþjónustusamtökum.

Stjórn Norðurhjara - ferðaþjónustusamtaka gerði á fundi sínum 21. september sl. eftirfarandi bókun:

Stjórn Norðurhjara lýsir yfir vonbrigðum og óánægju sinni með að ekki sé starfrækt tjaldsvæði í Lundi í Öxarfirði. Í sumar hafi bersýnilega komið í ljós þörf fyrir tjaldsvæðið. Enda hefur þetta svæði gríðarmikla kosti. Þar er skjólsæld og mikil náttúrufegurð, sundlaugin í Lundi er örfáum skrefum frá og leiksvæði fyrir börnin. Svæðið er því mjög fjölskylduvænt.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið, tjaldsvæðismál í sveitarfélaginu verða til skoðunar hjá ráðinu í heild sinni í byrjun næsta árs.

Hrund Ásgeirsdóttir óskar bókað:
Undirrituð tekur undir óánægju ferðaþjónustusamtakanna Norðurhjara með lokun tjaldsvæðisins í Lundi. Það hefur þjónað ferðamönnum í áratugi, verið aðdráttarafl í fallegu og fjölskylduvænu umhverfi með sundlaugina handan þjóðvegarins. Ef einhvern tímann er þörf á meiri þjónustu við ferðamenn er það einmitt nú með tilkomu nýs Dettifossvegar. Helstu rökin fyrir því að Norðurþing vill ekki koma að rekstri tjaldsvæðisins er sú að prestsetrasjóður eigi landið sem tjaldsvæðið er á. Það eru haldlítil rök enda hefur prestsetrasjóður að mínu viti aldrei gert tilkall til svæðisins öll þau ár sem það hefur verið í rekstri. Tjaldsvæðið hefur verið sveitarfélaginu til skammar undanfarin sumur þar sem það hefur verið vanhirt, hvorki slegið né heldur gerðar þær bragarbætur sem þurfti á þjónustuhúsi þar. Það hefði frekar verið sveitarfélaginu til sóma að reka svæðið af myndugleik. Þá þarf að taka aðra umræðu um sundlaugina í Lundi sem þarfnast verulegra úrbóta til að geta þjónað ferðafólki sem og íbúum svæðisins sem best.

11.Viðburðir á vegum Norðurþings jól og áramót 2020/2021

Málsnúmer 202011023Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um áramótabrennur í sveitarfélaginu.
Fjölskylduráð samþykkir að hvorki verði haldin áramótabrenna né þrettándabrenna á vegum Norðurþings í ljósi aðstæðna í samfélaginu.

12.Lýðheilsusjóður 2020

Málsnúmer 201910012Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru merkingar á gönguleið frá Borgarhólsskóla að sundlaug sem tengist umsókn Norðurþings í Lýðheilsusjóð 2020.
Fjölskylduráð fjallaði um merkingar á gönguleið barna frá Borgarhólsskóla að Sundlaug. Börnin lögðu til tvær leiðir, aðra ákjósanlegri sem þau nota reglulega en síður hina sem miðað við núverandi aðstæður er öruggusta leiðin hvað varðar umferðaröryggi. Ráðið vísar tillögu barnanna til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði og óskar eftir áliti á málinu hjá ráðinu.

Styrkur fékkst frá Lýðheilsusjóði til þess að skreyta gangstéttir með merkingum, t.d. fótsporum, áttavita o.fl.

13.Frístundastyrkir Norðurþings 2021

Málsnúmer 202012022Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar Frístundastyrk Norðurþings árið 2021.
Ákveða þarf upphæð styrks fyrir árið 2021 og yfirfara reglur um styrkina.
Fjölskylduráð samþykkir að upphæð frístundastyrks á árinu 2021 verði 15.000 kr. og vísar málinu til staðfestingar í sveitarstjórn.

Reglur um frístundastyrki verða birtar á vef Norðurþings.

14.Íbúalýðræðisverkefni sambandsins

Málsnúmer 201903011Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir íbúasamráð Norðurþings sem unnið var í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Fjölskylduráð þakkar íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir kynninguna á vel unnu verkefni sem mun nýtast ráðinu.

15.Átak gegn kynbundnu ofbeldi á konum dagana 25. nóvember til 10. desember.

Málsnúmer 202011101Vakta málsnúmer

Til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:15.