Fara í efni

Gera upp gervigrasvöllinn á Húsavík

Málsnúmer 202011128

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 80. fundur - 07.12.2020

Fjölskylduráð fjallar um erindi frá nemendum í stjórnmálafræðiáfanga við Framhaldsskólann á Húsavík, sem barst með tölvupósti 30.nóvember en þau eru nemendur í stjórnmálafræði.

Erindið fjallar um að tími sé komin á að endurnýja mottu á gervigrasvellinum á Húsavík.
Fjölskylduráð þakkar erindið. Ráðið tekur undir áhyggjur stjórnmálafræðinema við FSH um ástand gervigras vallarins sem vissulega er ekki eins og best verður á kosið. Fyrirhuguð er úttekt frá fagaðila á ástandi vallarins sumarið 2021.