Fara í efni

Fjárhagsáætlun íþrótta og tómstundamála 2021

Málsnúmer 202010072

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 75. fundur - 12.10.2020

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir fjárhagsáætlunarvinnu sviðsins.
Staða fjárhagsáætlunar rædd. Vinnu verður haldið áfram við fjárhagsáætlunargerð.

Fjölskylduráð - 76. fundur - 26.10.2020

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs fyrir árið 2021.
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að endurskoða til hækkunar fjárhagsramma íþrótta- og tómstundasviðs 2021. Ráðið óskar eftir því við byggarráð að íþrótta- og tómstundafulltrúi fylgi málinu eftir á fundi byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 343. fundur - 29.10.2020

Á 76. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að endurskoða til hækkunar fjárhagsramma íþrótta- og tómstundasviðs 2021. Ráðið óskar eftir því við byggarráð að íþrótta- og tómstundafulltrúi fylgi málinu eftir á fundi byggðarráðs.
Byggðarráð beinir því til fjölskylduráðs að útfæra þjónustuna á næsta ári eða gera tillögu að útfærslu á þjónustubreytingum sem miða við útgefinn ramma með áorðnum breytingum á fundi byggðarráðs.

Byggðarráð tekur ekki afstöðu til hækkunar fyrr en tillögur frá fjölskylduráði liggja fyrir.


Fjölskylduráð - 77. fundur - 02.11.2020

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun 2021 íþrótta- og tómstundamála.

Á 343.fundi Byggðarráðs var eftirfarandi bókað: Byggðarráð beinir því til fjölskylduráðs að útfæra þjónustuna á næsta ári eða gera tillögu að útfærslu á þjónustubreytingum sem miða við útgefinn ramma með áorðnum breytingum á fundi byggðarráðs.

Byggðarráð tekur ekki afstöðu til hækkunar fyrr en tillögur frá fjölskylduráði liggja fyrir.
Fjölskylduráð hélt umræðu sinni áfram um fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála 2021. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna að málinu áfram og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 78. fundur - 09.11.2020

Fjölskylduráð heldur áfram umræðu sinni um fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála fyrir árið 2021.

Á 343. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað: Byggðarráð beinir því til fjölskylduráðs að útfæra þjónustuna á næsta ári eða gera tillögu að útfærslu á þjónustubreytingum sem miða við útgefinn ramma með áorðnum breytingum á fundi byggðarráðs.

Byggðarráð tekur ekki afstöðu til hækkunar fyrr en tillögur frá fjölskylduráði liggja fyrir.

Fjölskylduráð er búið að skoða þær hagræðingartillögur sem eru mögulegar en telur þær ófærar í ljósi þess að mikilvægi lýðheilsu, heilsueflingar og forvarna hefur aldrei verið eins mikilvægt og nú. Sérstaklega verður að huga að högum barna og ungmenna. Við teljum ekki hægt að mæta þeim hagræðingarkröfum sem gerðar eru til málaflokksins og teljum að forgangsraða eigi með hagsmuni barna og ungmenna og lýðheilsu íbúa að leiðarljósi.

Fjölskylduráð vísar til byggðarráðs fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs til hækkunar.

Byggðarráð Norðurþings - 345. fundur - 12.11.2020

Á 78. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð er búið að skoða þær hagræðingartillögur sem eru mögulegar en telur þær ófærar í ljósi þess að mikilvægi lýðheilsu, heilsueflingar og forvarna hefur aldrei verið eins mikilvægt og nú. Sérstaklega verður að huga að högum barna og ungmenna. Við teljum ekki hægt að mæta þeim hagræðingarkröfum sem gerðar eru til málaflokksins og teljum að forgangsraða eigi með hagsmuni barna og ungmenna og lýðheilsu íbúa að leiðarljósi.

Fjölskylduráð vísar til byggðarráðs fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs til hækkunar.
Byggðarráð samþykkir þá hækkun á ramma æskulýðs- og íþróttamála sem fjölskylduráð óskar eftir eða um 21.997.691 krónu.


Hafrún og Hjálmar Bogi leggja fram eftirfarandi bókun;
Undirrituð taka undir með fjölskylduráði Norðurþings. Það er ánægjulegt að ráðið er einhuga í málinu enda hafa málefni barna og ungmenna sem og lýðheilsu og forvarna aldrei verið eins mikilvæg og nú eins og segir í bókun ráðsins. Leita verður leiða til að bæta rekstur sveitarfélagsins svo mæta megi skynsömum kröfum ráðsins og tryggja rekstur málaflokksins. Við getum hinvegar ekki samþykkt að lækka alla starfsstyrki til íþróttafélaga um 10% fyrir árið 2021.

Kolbrún Ada óskar bókað;
Ég samþykki hækkun á ramma og fagna einhug í fjölskylduráði. Ég treysti fjölskylduráði til þess að útfæra verkefni ráðsins eins og þau telja best innan ramma og ætla ekki að leggja mat á hvar sé best að hagræða að þessu sinni.
Helena tekur undir bókun Kolbrúnar Ödu.

Fjölskylduráð - 79. fundur - 23.11.2020

Fjölskylduráð hefur til umræðu fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundmála fyrir árið 2021.
Áætlaður rekstarkostnaður málaflokks 06 árið 2021 er kr. 332.121.556.
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að viðbótarframlag verði veitt uppá kr. 25.060.150 til þess að tryggja rekstur sviðsins.

Byggðarráð Norðurþings - 346. fundur - 26.11.2020

Á 79. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Áætlaður rekstarkostnaður málaflokks 06 árið 2021 er kr. 332.121.556.
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að viðbótarframlag verði veitt uppá kr. 25.060.150 til þess að tryggja rekstur sviðsins.

Byggðarráð hafði áður samþykkt viðbót við málaflokkinn upp á 21.997.691 króna og er því mismunurinn sem óskað er eftir 3.062.459 krónur.
Benóný, Helena og Kolbrún Ada leggja fram eftirfarandi tillögu;
Lagt er til að heildarviðbótarframlag til reksturs íþrótta- og tómstundamála verði 30.060.150 kr. eða 5.000.000 kr. hærra en fjölskylduráð óskar eftir. Rekstrarkostnaður málaflokks 06 íþrótta- og tómstundamál verði 337.121.556 kr. Fjölskylduráð er hvatt til þess að ráðstafa fjármagninu í þágu barna og ungmenna.

Tillagan er samþykkt og vísað til fjölskylduráðs til útfærslu.

Undirrituð vilja ítreka bókun sína frá síðasta fundi Byggðarráðs þann 12. nóvember síðast liðinn þar sem kom fram vilji okkar um að lækka ekki starfsstyrki til íþróttafélaga um 10% fyrir árið 2021. Skoðun okkar er sú að það sé verulega íþyngjandi aðgerð fyrir íþróttafélögin og fjárhagslegur ávinningur sveitarfélagsins lítill í stóru myndinni.
Við viljum hvetja fjölskylduráð til að falla frá þessari ákvörðun sinni.
Hafrún og Hjálmar Bogi

Byggðarráð vísar áætluninni með viðbótum til heildaráætlunar.

Fjölskylduráð - 80. fundur - 07.12.2020

„Á fundi byggðarráðs þann 26. nóvember sl. var eftirfarandi bókað;

Benóný, Helena og Kolbrún Ada leggja fram eftirfarandi tillögu;
Lagt er til að heildarviðbótarframlag til reksturs íþrótta- og tómstundamála verði 30.060.150 kr. eða 5.000.000 kr. hærra en fjölskylduráð óskar eftir. Rekstrarkostnaður málaflokks 06 íþrótta- og tómstundamál verði 337.121.556 kr. Fjölskylduráð er hvatt til þess að ráðstafa fjármagninu í þágu barna og ungmenna.

Tillagan er samþykkt og vísað til fjölskylduráðs til útfærslu.

Undirrituð vilja ítreka bókun sína frá síðasta fundi Byggðarráðs þann 12. nóvember síðast liðinn þar sem kom fram vilji okkar um að lækka ekki starfsstyrki til íþróttafélaga um 10% fyrir árið 2021. Skoðun okkar er sú að það sé verulega íþyngjandi aðgerð fyrir íþróttafélögin og fjárhagslegur ávinningur sveitarfélagsins lítill í stóru myndinni.
Við viljum hvetja fjölskylduráð til að falla frá þessari ákvörðun sinni.
Hafrún og Hjálmar Bogi

Byggðarráð vísar áætluninni með viðbótum til heildaráætlunar.

Fjölskylduráð samþykkir framlagða sundurliðaða áætlun sem byggir á samþykkt byggðarráðs og samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, samanber bókun sveitarstjórnar Norðurþings þann 1. desember sl.

Fjölskylduráð fagnar niðurstöðu Byggðarráðs. Í ljósi þessarar niðurstöðu mun ráðið hætta við fyrri hugmyndir um niðurskurð á starfsstyrkjum til íþróttafélaga. Einnig verður frístundarstyrkur hækkaður upp í 15.000 kr. Ráðið vísar áætluninni til kynningar í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 347. fundur - 10.12.2020

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fjárhagsáætlun málaflokks 06-æskulýðs- og íþróttamál.
Lagt fram til kynningar.