Fara í efni

Fjölskylduráð

77. fundur 02. nóvember 2020 kl. 13:00 - 15:25 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Aldey Traustadóttir varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1 - 7.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 8
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 9.

Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs, Davíð Þórólfsson formaður Völsungs, Heiða Elín Aðalsteinsdóttir, Jóna Björg Pálmadóttir, í Völsungs sátu fundinn undir lið 1 í fjarfundabúnaði.

1.Erindi frá aðalstjórn Völsungs vegna samningaviðræðna

Málsnúmer 202010163Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fundar með aðalstjórn Völsungs vegna erindis um samningaviðræður. Málið var einnig til umfjöllunar á 76.fundi Fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð fundaði með framkvæmdarstjóra og aðalstjórn Völsungs vegna erindis sem ráðinu barst frá aðalstjórn varðandi túlkun á samning milli Völsungs og Norðurþings.
Fjölskylduráð þakkar framkvæmdarstjóra og stjórn Völsungs fyrir fundinn.

2.Samningur Norðurþings og GH 2021-

Málsnúmer 202010212Vakta málsnúmer

Golfklúbbur Húsavíkur óskar eftir viðræðum við Norðurþing vegna samstarfssamnings við félagið. Núgildandi samningur rennur út í árslok 2020.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að funda með fulltrúum GH til að fá nánari sýn á samningamál við félagið. Málið verður tekið fyrir á fundi ráðsins að þeim fundi loknum.

3.Samningur Norðurþings og hestamannafélagsins Grana 2021 -

Málsnúmer 202010214Vakta málsnúmer

Hestamannafélagið Grani óskar eftir viðræðum við Norðurþing vegna samstarfssamnings við félagið. Núgildandi samningur rennur út í árslok 2020.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna drög að samningi og leggja fyrir ráðið að nýju.

4.Fjárhagsáætlun íþrótta og tómstundamála 2021

Málsnúmer 202010072Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun 2021 íþrótta- og tómstundamála.

Á 343.fundi Byggðarráðs var eftirfarandi bókað: Byggðarráð beinir því til fjölskylduráðs að útfæra þjónustuna á næsta ári eða gera tillögu að útfærslu á þjónustubreytingum sem miða við útgefinn ramma með áorðnum breytingum á fundi byggðarráðs.

Byggðarráð tekur ekki afstöðu til hækkunar fyrr en tillögur frá fjölskylduráði liggja fyrir.
Fjölskylduráð hélt umræðu sinni áfram um fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála 2021. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna að málinu áfram og leggja fyrir ráðið að nýju.

5.Viðhaldsmál á íþrótta og tómstundasviði

Málsnúmer 202010156Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umræðu ýmis viðhaldsverkefni á sviði íþrótta- og tómstundamála.
Lagt fram til kynningar.

6.Allra veðra von sirkussýning

Málsnúmer 202010213Vakta málsnúmer

Sirkuslistahópurinn Hringleikur óskar eftir samsarfi við Norðurþing vegna sýningar vorið 2021.

Aðkoma Norðurþings yrði aðstoð við skipulagningu og ákvarðanatöku með staðsetningu sýningarinnar, útvega aðgangn að húsnæði til undirbúnings sýningar á sýningardag og aðstoð við kynningu á sýningu.

Norðurþing yrði tilgreindur sem samstarfsaðili í þá sjóði sem hópurinn hyggst sækja í vegna verkefnisins.
Fjölskylduráð samþykkir erindið. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vera í sambandi við Hringleik vegna málsins.

7.Félagsmiðstöðin Tún - húsnæðismál

Málsnúmer 202006006Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar húsnæðismál Félagsmiðstöðvarinnar Túns á Húsavík.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá leigusamning til þriggja ára við eigendur húsnæðisins Naust. Húsnæðið mun hýsa starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Tún.

8.Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þáttöku í tilraunaverkefni

Málsnúmer 202010190Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um móttöku flóttafólks í ljósi fyrri vilja Norðurþings um að taka á móti flóttafólki sem til Íslands kemur.

Í tölvupósti frá félagsmálaráðuneytinu, dagsettum 26.október þar sem tilkynnt er um að nefnd um samræmda móttöku flóttafólks var skipuð en hlutverk hennar er til þess að kortleggja stöðu og þjónustu við flóttafólk og leggja fram tillögur að samræmdri móttöku flóttafólks.

Fjölskylduráð fjallaði um málið og frestar málinu fram að næsta fundi ráðsins.

9.Fjárhagsáætlun - Fræðslusvið

Málsnúmer 202010061Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur umfjöllun sinni áfram um fjárhagsáætlun fræðslusviðs.

Á 343.. fundi Byggðarráðs var eftirfarandi bóka: Byggðarráð vísar áætluninni aftur til fjölskylduráðs til frekari útfærslu á áætlun skólamötuneytis og til frekari afgreiðslu í ráðinu.
Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2021 til byggðarráðs til hækkunar.

Fundi slitið - kl. 15:25.