Fara í efni

Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þáttöku í tilraunaverkefni

Málsnúmer 202010190

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 77. fundur - 02.11.2020

Fjölskylduráð fjallar um móttöku flóttafólks í ljósi fyrri vilja Norðurþings um að taka á móti flóttafólki sem til Íslands kemur.

Í tölvupósti frá félagsmálaráðuneytinu, dagsettum 26.október þar sem tilkynnt er um að nefnd um samræmda móttöku flóttafólks var skipuð en hlutverk hennar er til þess að kortleggja stöðu og þjónustu við flóttafólk og leggja fram tillögur að samræmdri móttöku flóttafólks.

Fjölskylduráð fjallaði um málið og frestar málinu fram að næsta fundi ráðsins.

Fjölskylduráð - 78. fundur - 09.11.2020

Fjölskylduráð fjallar um móttöku flóttafólks í ljósi fyrri vilja Norðurþings um að taka á móti flóttafólki sem til Íslands kemur. Málinu var frestað á 77. fundi ráðsins.

Í tölvupósti frá félagsmálaráðuneytinu, dagsettum 26.október þar sem tilkynnt er um að nefnd um samræmda móttöku flóttafólks var skipuð en hlutverk hennar er til þess að kortleggja stöðu og þjónustu við flóttafólk og leggja fram tillögur að samræmdri móttöku flóttafólks.
Fjölskylduráð samþykkir beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni og felur félagsmálastjóra að fylgja málinu eftir.

Fjölskylduráð - 81. fundur - 11.01.2021

Félagsmálastjóri sat í desember kynningu félagsmálaráðuneytis á tilraunaverkefni ráðuneytisins á móttöku flóttafólks.

Félagsmálasstjóri upplýsir fjölskylduráð um efni kynningarinnar.
Fjölskylduráð þakkar félagsmálastjóra fyrir kynninguna. Ráðið leggur til að haldin verði kynning fyrir kjörna fulltrúa, sviðsstjóra, nefndarfólk og annað starfsfólk sveitarfélagsins sem málið varðar um þátttöku í tilraunaverkefni er varðar móttöku flóttafólks.

Félagsmálastjóra falið að vinna að málinu.

Fjölskylduráð - 85. fundur - 08.03.2021

Fjölskylduráð fjallar um stöðu málsins. Málið var á dagskrá á 77., 78., og 81. fundi ráðsins.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kalla eftir upplýsingum um stöðu innviða samfélagsins er varðar móttöku flóttafólks, s.s. húsnæðismál, skólamál og heilsugæslu. Ráðið óskar eftir þessum upplýsingum á fundi þess í lok mars.

Fjölskylduráð - 87. fundur - 29.03.2021

Á 85. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kalla eftir upplýsingum um stöðu innviða samfélagsins er varðar móttöku flóttafólks, s.s. húsnæðismál, skólamál og heilsugæslu. Ráðið óskar eftir þessum upplýsingum á fundi þess í lok mars.
Fjölskylduráð samþykkti á 78. fundi sínum beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni sem móttökusveitarfélag. Fyrir ráðinu liggja upplýsingar sem kallað var eftir um stöðu innviða samfélagsins.
Ráðið leggur til að Norðurþing taki á móti tveimur fjölskyldum samkvæmt verkefninu og vísar málinu til umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 112. fundur - 20.04.2021

Á 87. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;

Fjölskylduráð samþykkti á 78. fundi sínum beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni sem móttökusveitarfélag. Fyrir ráðinu liggja upplýsingar sem kallað var eftir um stöðu innviða samfélagsins. Ráðið leggur til að Norðurþing taki á móti tveimur fjölskyldum samkvæmt verkefninu og vísar málinu til umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku; Berglind, Birna, Silja, Hafrún, Kristján, Hjálmar og Helena.

Berglind Hauksdóttir leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd V-lista VG og óháðra:
Undirrituð lýsir mikilli ánægju með þá ákvörðun fjölskylduráðs Norðurþings að opna faðm samfélagsins til að taka á móti flóttafólki til búsetu. V-listi hefur átt frumkvæði að þessu máli og leggur mikla áherslu á það. Norðurþing er ríkt af bæði þeim mannlegu þáttum sem svona verkefni útheimta, svo sem manngæsku og hjálpfýsi en einnig og ekki síður efnislegum þáttum með sterkum kerfislegum innviðum. Svona mál snúast þegar upp er staðið ekki um annað en að koma fólki til aðstoðar sem þarf virkilega á því að halda og nýta þá forréttindastöðu sem við búum við öðrum til hagsbóta. Og það gerum við með myndarbrag og hjálpumst öll að við það. Til hamingju Norðurþing.
Berglind Hauksdóttir.
Silja Jóhannesdóttir tekur undir bókun Berglindar.

Fjölskylduráð - 115. fundur - 04.04.2022

Kynning á svörum sveitarfélagsins við könnun á móttöku flóttafólks - svigrúm sveitarfélaga, sem send var af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.