Fara í efni

Fjölskylduráð

87. fundur 29. mars 2021 kl. 13:00 - 15:10 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið 1-5.
Kjartan Páll Þórarinsson sat fundinn undir lið 2 og 6-8.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 8.

Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 1-4.
Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður sumarfrístundar sat undir lið 2.

1.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2021-2022

Málsnúmer 202103171Vakta málsnúmer

Skóladagatal Borgarhólsskóla fyrir skólaárið 2021-2022 er lagt fram til samþykktar.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla kynnti skóladagatal fyrir skólaárið 2021-2022. Fjölskylduráð samþykkir skóladagatalið.

2.Starfsdagatal frístundar og sumarfrístundar á Húsavík 2021

Málsnúmer 202103173Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er heildrænt starfsdagatal fyrir frístund og sumarfrístund á Húsavík.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa að vinna að starfsdagatali fyrir Frístund og sumarfrístund á Húsavík svo að þjónusta við notendur skerðist sem minnst. Tryggt verði að starfsfólk fái þá fræðslu og undirbúning sem talið er þörf á fyrir faglegt starf. Ráðið óskar eftir því að fá starfsdagatölin til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins.

3.Borgarhólsskóli - Ráðning skólastjóra vegna afleysingar

Málsnúmer 202102157Vakta málsnúmer

Engar umsóknir bárust um starf skólastjóra Borgarhólsskóla vegna afleysingar skólaárið 2021-2022. Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur, staðgengli skólastjóra og deildarstjóra í Borgarhólsskóla, hefur verið boðin staðan og hún samþykkt að gegna stöðunni til eins árs. Gengið verður formlega frá ráðningu hennar á næstu dögum.
Lagt fram til kynningar.

4.Borgarhólsskóli - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 202103165Vakta málsnúmer

Skólastjóri Borgarhólsskóla óskar eftir viðauka að upphæð kr.8.000.000 við fjárahagsáætlun 2021 vegna endurnýjunar á nemendahúsgögnum og tölvubúnaði.

Fjölskylduráð samþykkir ósk skólastjóra Borgarhólsskóla um viðauka við fjárhagsáætlun sviðsins að upphæð 8.000.000 kr. og vísar honum til byggðarráðs.

5.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2020-2021

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Þar sem beðið er eftir reglugerð um fyrirkomulag skólahalds í grunnskólum að loknu páskafríi fjallar fjölskylduráð um hvort 6. apríl eigi að vera starfsdagur í Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð samþykkir að veita fræðslufulltrúa umboð til þess að meta hvort þurfi að nýta 6. apríl sem starfsdag ef ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi vegna farsóttar gerir kröfur um miklar íþyngjandi breytingar á skólastarfi.

6.Öxarfjarðarskóli - Skóladagatal 2020-2021

Málsnúmer 202004028Vakta málsnúmer

Þar sem beðið er eftir reglugerð um fyrirkomulag skólahalds í grunnskólum að loknu páskafríi fjallar fjölskylduráð um hvort 6. apríl eigi að vera starfsdagur í Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð samþykkir að veita fræðslufulltrúa umboð til þess að meta hvort þurfi að nýta 6. apríl sem starfsdag ef ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi vegna farsóttar gerir kröfur um miklar íþyngjandi breytingar á skólastarfi.

7.Ráðning skólastjóra Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar

Málsnúmer 202102158Vakta málsnúmer

Gengið hefur verið frá tímabundinni ráðningu Hrundar Ásgeirsdóttur sem skólastjóra bæði Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla næsta skólaár.
Lagt fram til kynningar.

8.Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þáttöku í tilraunaverkefni

Málsnúmer 202010190Vakta málsnúmer

Á 85. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kalla eftir upplýsingum um stöðu innviða samfélagsins er varðar móttöku flóttafólks, s.s. húsnæðismál, skólamál og heilsugæslu. Ráðið óskar eftir þessum upplýsingum á fundi þess í lok mars.
Fjölskylduráð samþykkti á 78. fundi sínum beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni sem móttökusveitarfélag. Fyrir ráðinu liggja upplýsingar sem kallað var eftir um stöðu innviða samfélagsins.
Ráðið leggur til að Norðurþing taki á móti tveimur fjölskyldum samkvæmt verkefninu og vísar málinu til umræðu í sveitarstjórn.

9.Frisbígolfvöllur á Raufarhöfn

Málsnúmer 202103169Vakta málsnúmer

Ungmennafélagið Austri óskar eftir mótframlagi frá Norðurþingi vegna fyrirhugaðs frisbígolfvallar á Raufarhöfn.
Austri hefur þegar fengið styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um 500.000 kr.
Áætlaður heildarkostnaður verksins samkvæmt kostnaðarátlun frá Austra er rúmar 2.000.000 kr.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Ungmennafélaginu Austra styrk að upphæð 500.000 kr. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vera í samstarfi við Þjónustumiðstöð varðandi vinnuframlag til verksins. Ráðið hvetur félagsmenn Austra til frekari þátttöku í framkvæmdinni svo að völlurinn verði að veruleika sumarið 2021.

10.Ungmennaráð Norðurþings 2021

Málsnúmer 202103138Vakta málsnúmer

Fjölskylduráði hafa borist tilnefningar á fulltrúum í ungmennaráð Norðurþings.

Fulltrúarnir eru eftirfarandi:

Aðalmenn

Árdís Þráinsdóttir - Fulltrúi af vinnumarkaði
Bergdís Björk Jóhannsdóttir - FSH
Ingvar Örn Tryggvason - Öxarfjarðarskóli
Lea Hrund Hafþórsdóttir - FSH
Magnús Máni Sigurgeirsson - Borgarhólsskóli

Varamenn
Baldvin Einarsson - Öxarfjarðarskóli
Karitas Embla Kristinsdóttir - Borgarhólsskóli
Ríkey Sigurgeirsdóttir - FSH
Kristín Káradóttir - fulltrúi af vinnumarkaði
Fjölskylduráð samþykkir tilnefningarnar og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Ráðið óskar ungmennaráði velfarnaðar og hlakkar til samstarfsins.

Fundi slitið - kl. 15:10.