Fjölskylduráð

87. fundur 29. mars 2021 kl. 13:00 - 15:10 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið 1-5.
Kjartan Páll Þórarinsson sat fundinn undir lið 2 og 6-8.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 8.

Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 1-4.
Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður sumarfrístundar sat undir lið 2.

1.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2021-2022

202103171

Skóladagatal Borgarhólsskóla fyrir skólaárið 2021-2022 er lagt fram til samþykktar.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla kynnti skóladagatal fyrir skólaárið 2021-2022. Fjölskylduráð samþykkir skóladagatalið.

2.Starfsdagatal frístundar og sumarfrístundar á Húsavík 2021

202103173

Til umfjöllunar er heildrænt starfsdagatal fyrir frístund og sumarfrístund á Húsavík.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa að vinna að starfsdagatali fyrir Frístund og sumarfrístund á Húsavík svo að þjónusta við notendur skerðist sem minnst. Tryggt verði að starfsfólk fái þá fræðslu og undirbúning sem talið er þörf á fyrir faglegt starf. Ráðið óskar eftir því að fá starfsdagatölin til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins.

3.Borgarhólsskóli - Ráðning skólastjóra vegna afleysingar

202102157

Engar umsóknir bárust um starf skólastjóra Borgarhólsskóla vegna afleysingar skólaárið 2021-2022. Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur, staðgengli skólastjóra og deildarstjóra í Borgarhólsskóla, hefur verið boðin staðan og hún samþykkt að gegna stöðunni til eins árs. Gengið verður formlega frá ráðningu hennar á næstu dögum.
Lagt fram til kynningar.

4.Borgarhólsskóli - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021

202103165

Skólastjóri Borgarhólsskóla óskar eftir viðauka að upphæð kr.8.000.000 við fjárahagsáætlun 2021 vegna endurnýjunar á nemendahúsgögnum og tölvubúnaði.

Fjölskylduráð samþykkir ósk skólastjóra Borgarhólsskóla um viðauka við fjárhagsáætlun sviðsins að upphæð 8.000.000 kr. og vísar honum til byggðarráðs.

5.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2020-2021

202004030

Þar sem beðið er eftir reglugerð um fyrirkomulag skólahalds í grunnskólum að loknu páskafríi fjallar fjölskylduráð um hvort 6. apríl eigi að vera starfsdagur í Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð samþykkir að veita fræðslufulltrúa umboð til þess að meta hvort þurfi að nýta 6. apríl sem starfsdag ef ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi vegna farsóttar gerir kröfur um miklar íþyngjandi breytingar á skólastarfi.

6.Öxarfjarðarskóli - Skóladagatal 2020-2021

202004028

Þar sem beðið er eftir reglugerð um fyrirkomulag skólahalds í grunnskólum að loknu páskafríi fjallar fjölskylduráð um hvort 6. apríl eigi að vera starfsdagur í Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð samþykkir að veita fræðslufulltrúa umboð til þess að meta hvort þurfi að nýta 6. apríl sem starfsdag ef ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi vegna farsóttar gerir kröfur um miklar íþyngjandi breytingar á skólastarfi.

7.Ráðning skólastjóra Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar

202102158

Gengið hefur verið frá tímabundinni ráðningu Hrundar Ásgeirsdóttur sem skólastjóra bæði Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla næsta skólaár.
Lagt fram til kynningar.

8.Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þáttöku í tilraunaverkefni

202010190

Á 85. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kalla eftir upplýsingum um stöðu innviða samfélagsins er varðar móttöku flóttafólks, s.s. húsnæðismál, skólamál og heilsugæslu. Ráðið óskar eftir þessum upplýsingum á fundi þess í lok mars.
Fjölskylduráð samþykkti á 78. fundi sínum beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni sem móttökusveitarfélag. Fyrir ráðinu liggja upplýsingar sem kallað var eftir um stöðu innviða samfélagsins.
Ráðið leggur til að Norðurþing taki á móti tveimur fjölskyldum samkvæmt verkefninu og vísar málinu til umræðu í sveitarstjórn.

9.Frisbígolfvöllur á Raufarhöfn

202103169

Ungmennafélagið Austri óskar eftir mótframlagi frá Norðurþingi vegna fyrirhugaðs frisbígolfvallar á Raufarhöfn.
Austri hefur þegar fengið styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um 500.000 kr.
Áætlaður heildarkostnaður verksins samkvæmt kostnaðarátlun frá Austra er rúmar 2.000.000 kr.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Ungmennafélaginu Austra styrk að upphæð 500.000 kr. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vera í samstarfi við Þjónustumiðstöð varðandi vinnuframlag til verksins. Ráðið hvetur félagsmenn Austra til frekari þátttöku í framkvæmdinni svo að völlurinn verði að veruleika sumarið 2021.

10.Ungmennaráð Norðurþings 2021

202103138

Fjölskylduráði hafa borist tilnefningar á fulltrúum í ungmennaráð Norðurþings.

Fulltrúarnir eru eftirfarandi:

Aðalmenn

Árdís Þráinsdóttir - Fulltrúi af vinnumarkaði
Bergdís Björk Jóhannsdóttir - FSH
Ingvar Örn Tryggvason - Öxarfjarðarskóli
Lea Hrund Hafþórsdóttir - FSH
Magnús Máni Sigurgeirsson - Borgarhólsskóli

Varamenn
Baldvin Einarsson - Öxarfjarðarskóli
Karitas Embla Kristinsdóttir - Borgarhólsskóli
Ríkey Sigurgeirsdóttir - FSH
Kristín Káradóttir - fulltrúi af vinnumarkaði
Fjölskylduráð samþykkir tilnefningarnar og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Ráðið óskar ungmennaráði velfarnaðar og hlakkar til samstarfsins.

Fundi slitið - kl. 15:10.