Fara í efni

Borgarhólsskóli - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 202103165

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 87. fundur - 29.03.2021

Skólastjóri Borgarhólsskóla óskar eftir viðauka að upphæð kr.8.000.000 við fjárahagsáætlun 2021 vegna endurnýjunar á nemendahúsgögnum og tölvubúnaði.

Fjölskylduráð samþykkir ósk skólastjóra Borgarhólsskóla um viðauka við fjárhagsáætlun sviðsins að upphæð 8.000.000 kr. og vísar honum til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 358. fundur - 08.04.2021

Á 87. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir ósk skólastjóra Borgarhólsskóla um viðauka við fjárhagsáætlun sviðsins að upphæð 8.000.000 kr. og vísar honum til byggðarráðs.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 101. fundur - 11.10.2021

Skólastjóri Borgarhólsskóla hefur tekið saman minnisblað um hvaða leiða hafi verið leitað innan stofnananna til að mæta kostnaði við kaup á tölvubúnaði og nemendahúsgögnum.
Fjölskylduráð vísar minnisblaði um viðaukann til afgreiðslu í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 375. fundur - 14.10.2021

Á 358. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir ráðið að nýju.

Nú liggur fyrir byggðarráði minnisblað vegna breytinga á viðaukabeiðninni frá skólastjóra Borgarhólsskóla ásamt uppfærðri viðaukabeiðni.

Viðaukabeiðnin er nú að fjárhæð 7.000.000 króna og er gert ráð fyrir að útgjöldunum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð hafnar beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 og vísar beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar 2022 og þriggja ára áætlunar.