Fara í efni

Fjölskylduráð

101. fundur 11. október 2021 kl. 13:00 - 15:25 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Jón Sigurgeirsson varamaður
Starfsmenn
  • Ásta Hermannsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Ásta Hermannsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1,9-10,13-14.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-8.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 10-12.

Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla, Olga Friðriksdóttir fulltrúi starfsmanna og Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnafulltrúi foreldra í Grunnskóla Raufarhafnar sátu fundinn undir lið 8.

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Áframhaldandin umræða um fjárhagsáætlunargerð Norðurþings 2022.
Lagt fram til kynningar.

2.Gjaldskrá leikskóla 2022

Málsnúmer 202109109Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um málið.
Fjölskylduráð samþykkir að gjaldskráin hækki um 2,5% frá fyrri gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði
Gjaldskrá fæðisgjalds leikskóla í Norðurþingi verður samræmd á milli skóla.

Klst
Almennt gjald
1
3.702 kr.4
14.809 kr.
5
18.512 kr.6
22.214 kr.
7
25.916 kr.8
29.618 kr.8,5
33.321 kr.


Klst
Einstæðir1
2.661
kr.


4
10.644
kr.


5 13.305
kr.


6
15.965
kr.

7 18.626
kr.


8 21.287
kr.


8,5
23.948
kr.
Morgunverður: 2.516 kr.
Hádegisverður: 5.992 kr.
Síðdegishressing: 2.516 kr.


Gjald ef barn er sótt eftir umsaminn tíma: 1000 kr.


Systkinaafsláttur með 2. barni 50% og með 3. barni 100%


Námsmenn sem stunda fullt lánshæft nám samkvæmt reglum Lánastjóðs íslenskra námsmanna fá 20% afslátt af vistunargjöldum samkvæmt nánari reglum þar um.3.Gjaldskrá skólamötuneyta 2022

Málsnúmer 202109111Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um málið.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskránna og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði. Gjaldskrá mötuneyta grunnskóla í Norðurþingi verður samræmd á milli skóla. Gjaldið verður því 510 krónur fyrir ávexti og hádegisverð, morgunhressing er áfram í boði Norðurþings.4.Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur 2022

Málsnúmer 202109110Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um málið.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskránna og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

Um er að ræða 2,5% hækkun á grunnámi.
Gjaldskrá verður birt á vef Norðurþings.

5.Frístund - Gjaldskrá 2022

Málsnúmer 202110013Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar gjaldskrá Frístundar á Húsavík.
Fjölskylduráð samþykkir að hækka gjaldskrá Frístundar 2022 um 2,5% og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

Gjaldskrá Frístundar 2022.

Fullt pláss 5 dagar: 23.050
4 dagar: 18.714
3 dagar: 14.353
2 dagar: 10.031
1 dagur: 5.669

Einstæðir - fullt pláss 5 dagar:16.564
Einstæðir - 4 dagar: 13.448
Einstæðir - 3 dagar: 10.314
Einstæðir - 2 dagar: 7.208
Einstæðir - 1 dagur: 4.074


Systkinaafsláttur er:
50% fyrir annað barn:
100% afsláttur fyrir þriðja barn
Innifalin í gjaldinu er síðdegishressing.

6.Viðauki við Fjárhagsáætlun 2021 - Grunnskólinn á Raufarhöfn og Öxarfjarðarskóli

Málsnúmer 202106116Vakta málsnúmer

Skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla hefur tekið saman minnisblað um hvaða leiða hafi verið leitað innan stofnananna til að mæta kostnaði við kaup á tölvubúnaði.
Fjölskylduráð vísar minnisblaði um viðaukann til afgreiðslu í byggðarráði.

7.Borgarhólsskóli - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 202103165Vakta málsnúmer

Skólastjóri Borgarhólsskóla hefur tekið saman minnisblað um hvaða leiða hafi verið leitað innan stofnananna til að mæta kostnaði við kaup á tölvubúnaði og nemendahúsgögnum.
Fjölskylduráð vísar minnisblaði um viðaukann til afgreiðslu í byggðarráði.

8.Grunnskóli Raufarhafnar - Viðhald húsnæðis

Málsnúmer 202110014Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar um viðhald á skólahúsnæðinu.
Fjölskylduráð þakkar Hrund, Olgu og Ingibjörgu fyrir að koma inn á fundinn. Ráðið tekur undir áhyggjur þeirra af húsnæðinu og leggur áherslu á að bregðast þurfi hratt við. Ráðið vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og óskar eftir dagsetningu á framkvæmdum svo hægt sé að tilkynna um úrbætur á athugasemd fjögur til Vinnueftirlitsins. Ráðið ítrekar mikilvægi þess að gerðar verði þær úrbætur sem til þarf til að mæta þeirri athugasemd sem um ræðir.

9.Leikvellir í Norðurþingi

Málsnúmer 202109145Vakta málsnúmer

Á 107. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 5. október sl. var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og vísar málinu er varðar staðsetningu og hvaða leikvöll á að taka fyrir til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð samþykkir að hefja niðurrif á þeim tækjum sem samkvæmt skýrslu BSI á leikvöllum í Norðurþingi, framkvæmd sumarið 2021, hafa verið dæmd hættuleg/ónýt.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að taka saman lista yfir tækin og leggja fyrir ráðið að nýju sem mun í kjölfarið hefja vinnu við endurskipulag leikvalla í Norðurþingi samhliða vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2022.

10.Uppbygging og aðstaða í Túni fyrir listsköpun

Málsnúmer 202109147Vakta málsnúmer

Á 107. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 5. október sl. var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leiti afnot af þeim hluta húsnæðisins sem ekki er í notkun og vísar málinu til frekari úrvinnslu hjá fjölskylduráði.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða aðstæður í Túni og í framhaldinu auglýsa aðstöðuna lausa til afnota fyrir skapandi starf.

11.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2021

Málsnúmer 202110015Vakta málsnúmer

Rafnar Orri sækir um styrk að upphæð 200.000kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna útgáfu á tónverkinu VODA.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Rafnar Orra um 50.000 krónur.

12.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2021

Málsnúmer 202109137Vakta málsnúmer

Sighvatur Adam Sighvatsson sækir um styrk að upphæð 250.000kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna smíði skartgripa.
Fjölskylduráð hafnar umsókninni á þeim forsendum að hún uppfyllir ekki skilyrði sjóðsins.

13.Gjaldskrá Íþrótta- og tómstundasviðs 2022

Málsnúmer 202110011Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Íþrótta- og tómstundasviðs 2022.
Lagt fram til kynningar.

14.Umsókn um þjóðarleikvang í Laugardal

Málsnúmer 202110010Vakta málsnúmer

Umsókn um þjóðarleikvang í Laugardal lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:25.