Fara í efni

Uppbygging og aðstaða í Túni fyrir listsköpun

Málsnúmer 202109147

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 107. fundur - 05.10.2021

Hjálmar Bogi leggur til að Tún, nyrðri hluti, verði gerður aðgengilegur fyrir ungt fólk til listsköpunar og æfinga. Fundin verði leið til að tryggja aðgengi ungmenna að aðstöðunni.
Mál áður lagt fram, í nóvember 2018.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leiti afnot af þeim hluta húsnæðisins sem ekki er í notkun og vísar málinu til frekari úrvinnslu hjá fjölskylduráði.

Fjölskylduráð - 101. fundur - 11.10.2021

Á 107. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 5. október sl. var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leiti afnot af þeim hluta húsnæðisins sem ekki er í notkun og vísar málinu til frekari úrvinnslu hjá fjölskylduráði.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða aðstæður í Túni og í framhaldinu auglýsa aðstöðuna lausa til afnota fyrir skapandi starf.