Fara í efni

Viðauki við Fjárhagsáætlun 2021 - Grunnskólinn á Raufarhöfn og Öxarfjarðarskóli

Málsnúmer 202106116

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 95. fundur - 28.06.2021

Skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og verðandi skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla óskar eftir viðauka að upphæð kr.2.372.735 við fjárahagsáætlun 2021 vegna kaupa á tölvubúnaði.
Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar honum til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 367. fundur - 08.07.2021

Á 95. fundi fjölskylduráðs þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað;
Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar honum til byggðarráðs.

Fyrir byggðarráði liggur viðauki vegna kaupa á tölvubúnaði fyrir Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla að fjárhæð 2.372.435 krónur.
Gert er ráð fyrir að mæta viðaukanum með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð tekur jákvætt í beiðnina en vísar málinu aftur til fjölskylduráðs. Byggðarráð óskar eftir minnisblaði eða öðrum gögnum um það hvaða leiða hafi verið leitað til að mæta þessum kostnaði innan sviðsins. Byggðarráð minnir á að fylgja beri innkaupareglum sveitarfélagsins og reglum um rammasamninga.

Fjölskylduráð - 96. fundur - 16.08.2021

Á 367. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð tekur jákvætt í beiðnina en vísar málinu aftur til fjölskylduráðs. Byggðarráð óskar eftir minnisblaði eða öðrum gögnum um það hvaða leiða hafi verið leitað til að mæta þessum kostnaði innan sviðsins. Byggðarráð minnir á að fylgja beri innkaupareglum sveitarfélagsins og reglum um rammasamninga.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa í samráði við skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnarskóla og Öxarfjarðarskóla að útbúa minnisblað og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 101. fundur - 11.10.2021

Skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla hefur tekið saman minnisblað um hvaða leiða hafi verið leitað innan stofnananna til að mæta kostnaði við kaup á tölvubúnaði.
Fjölskylduráð vísar minnisblaði um viðaukann til afgreiðslu í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 375. fundur - 14.10.2021

Á 367. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð tekur jákvætt í beiðnina en vísar málinu aftur til fjölskylduráðs. Byggðarráð óskar eftir minnisblaði eða öðrum gögnum um það hvaða leiða hafi verið leitað til að mæta þessum kostnaði innan sviðsins. Byggðarráð minnir á að fylgja beri innkaupareglum sveitarfélagsins og reglum um rammasamninga.

Nú liggur fyrir byggðarráði minnisblað vegna breytinga á viðaukabeiðninni frá skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla ásamt uppfærðri viðaukabeiðni.

Viðaukabeiðnin er nú að fjárhæð 1.997.435 krónur og er gert ráð fyrir að útgjöldunum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð hafnar beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 og vísar beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar 2022 og þriggja ára áætlunar.