Fara í efni

Fjölskylduráð

96. fundur 16. ágúst 2021 kl. 13:00 - 14:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Skarphéðinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 2-7.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir liðum 2-3.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri á Grænuvöllum situr fundinn undir liðum 6-7.

1.Skjálfandi festival 2021

Málsnúmer 202104022Vakta málsnúmer

Vegna aðstæðna í samfélaginu er það tillaga aðstandenda listahátíðarinnar Skjalfanda og starfsfólks sveitarfélagsins að fresta hátíðinni sem átti að fara fram í haust, til vorsins 2022.
Fjölskylduráð samþykkir frestunina.

2.Viðauki við Fjárhagsáætlun 2021 - Grunnskólinn á Raufarhöfn og Öxarfjarðarskóli

Málsnúmer 202106116Vakta málsnúmer

Á 367. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð tekur jákvætt í beiðnina en vísar málinu aftur til fjölskylduráðs. Byggðarráð óskar eftir minnisblaði eða öðrum gögnum um það hvaða leiða hafi verið leitað til að mæta þessum kostnaði innan sviðsins. Byggðarráð minnir á að fylgja beri innkaupareglum sveitarfélagsins og reglum um rammasamninga.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa í samráði við skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnarskóla og Öxarfjarðarskóla að útbúa minnisblað og leggja fyrir ráðið að nýju.

3.Fyrirspurn frá hverfisráði Kelduhverfis og Öxarfjarðar varðandi leikskóladeildar Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 202104093Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Hverfisráðs Kelduhverfis og Öxarfjarðar ásamt erindi Stefáns Hauks Grímssonar fyrir hönd Sels sf. varðandi leikskóladeild á Kópaskeri.
Nú í vor lá fyrir að tvö börn yrðu á leikskóladeildinni á Kópaskeri að lokinni sumarlokun nú í ágúst. Þá lágu fyrir fyrir umsóknir fyrir tvö börn frá áramótum sem þá verða u.þ.b. eins árs. Viðmið sveitarfélagsins varðandi lágmarksfjölda barna á deildinni frá 2015 eru að fjögur börn eða fleiri skuli vera skráð á deildina 1. maí ár hvert vegna komandi skólaárs svo leikskóladeildin verði starfrækt áfram. Fjölskylduráð bókaði engu að síður eftirfarandi á fundi sínum þann 31. maí sl.
Fjölskylduráð hefur engin áform um að loka leikskóladeildinni á Kópaskeri að svo stöddu. Fjölskylduráð bendir á að af augljósum ástæðum er ekki hægt að halda uppi sambærilegu faglegu starfi með 2-5 börnum og svo með 15 börnum eða fleiri. Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að vinna málið áfram.
Á fundi með foreldrum þann 14. júní kom fram að óstöðugleiki í starfsmannahaldi og tímabundnar lokanir vegna þess og lítill stuðningur við starfsfólk var helsta áhyggjuefni foreldra. Á fundinum lýsti fræðslufulltrúi þeim áformum sveitarfélagsins að efla starfsemi deildarinnar með auknu samstarfi leikskóladeilda á Raufarhöfn, Kópaskeri og í Lundi auk utanaðkomandi ráðgjafar.
Báðir starfsmenn deildarinnar sögðu upp störfum og þrátt fyrir framlengdan umsóknarfrest náðist ekki að ráða fólk til starfa á deildina og því ekki um annað að ræða en að loka deildinni og bjóða foreldrum pláss fyrir börn sín í Lundi.

Deildin mun verða lokuð skólaárið 2021-2022. Áfram verður opið fyrir umsóknir á deildina vegna skólaársins 2022-2023. Ef að lágmarki fjórar umsóknir berast fyrir 1. maí 2022 verður deildin starfrækt næsta skólaár á eftir að því gefnu að búið sé að ráða starfsfólk fyrir 1. júní 2022.

4.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2021-2022

Málsnúmer 202103171Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðað skóladagatal Borgarhólsskóla vegna samræmingar við skóladagatöl Grænuvalla og Tónlistarskóla Húsavíkur.
Fjölskylduráð samþykkir samræmt skóladagatal Borgarhólsskóla.

5.Tónlistarskóli Húsavíkur - Skóladagatal 2021-2022

Málsnúmer 202104060Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðað skóladagatal Tónlistarskóla Húsavíkur vegna samræmingar við skóladagatöl Grænuvalla og Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð samþykkir samræmt skóladagatal Tónlistarskóla Húsavíkur.

6.Grænuvellir - Leikskóladagatal 2021-2022

Málsnúmer 202104042Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðað skóladagatal Grænuvalla vegna samræmingar við skóladagatöl Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð samþykkir samræmt skóladagatal Grænuvalla.

7.Grænuvellir - Ársskýrsla 2020-2021

Málsnúmer 202108018Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar ársskýrslu Grænuvalla skólaárið 2020-2021. Einnig er lögð fram til kynningar Innra mats skýrsla Grænuvalla 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.