Fara í efni

Gjaldskrá skólamötuneyta 2022

Málsnúmer 202109111

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 100. fundur - 04.10.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar gjaldskrá skólamötuneyta fyrir nemendur grunnskóla 2022.
Fjölskylduráð ræddi gjaldskrá skólamötuneyta.

Fjölskylduráð - 101. fundur - 11.10.2021

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um málið.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskránna og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði. Gjaldskrá mötuneyta grunnskóla í Norðurþingi verður samræmd á milli skóla. Gjaldið verður því 510 krónur fyrir ávexti og hádegisverð, morgunhressing er áfram í boði Norðurþings.



Byggðarráð Norðurþings - 375. fundur - 14.10.2021

Á 101. fundi fjölskylduráðs 11. október sl. var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir gjaldskránna og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði. Gjaldskrá mötuneyta grunnskóla í Norðurþingi verður samræmd á milli skóla. Gjaldið verður því 510 krónur fyrir ávexti og hádegisverð, morgunhressing er áfram í boði Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 104. fundur - 08.11.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tillögu frá minnihluta, fulltrúa E og B lista, um að veittur verði systkinaafsláttur í mötuneytum Norðurþings, sambærilegan og tíðkast á öðrum sviðum innan Norðurþings.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að kostnaðargreina tillöguna og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 105. fundur - 15.11.2021

Fræðslufulltrúi leggur fram kostnaðargreiningu vegna tillögu um systkinaafslátt fyrir grunnskólanemendur í mötuneytum Norðurþings.
Aldey, Birna og Gunnar hafna tillögunni og óska bókað: Við sjáum okkur ekki fært að verða við þessari tillögu að sinni. Verð grunnskólabarns per máltíð er 499 kr. og hefur verið óbreytt frá árinu 2017. Máltíðin verður hækkuð í 510 kr. 2022. Frá árinu 2018 hafa hafragrautur og ávextir verið í boði án hækkunar á fæðisgjaldi. Hafragrautur og ávextir eru einnig í boði fyrir öll grunnskólabörn, hvort sem hádegismáltíð er keypt eða ekki.
Bylgja greiðir atkvæði með tillögunni.