Fara í efni

Leikvellir í Norðurþingi

Málsnúmer 202109145

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 107. fundur - 05.10.2021

Hjálmar Bogi lagði til á sínum tíma að leikvöllum yrði fækkað og þeim betur við haldið og markvisst yrði unnið að uppbyggingu þeirra. Það hefur nú þrívegis verið staðfest í sveitarstjórn. Hann leggur því til að unnið verði eftir samþykktri tillögu um að settir verði fjármunir í einn leikvöll á ári þannig að þeim verði viðhaldið. Byrjað verði á leiksvæðinu milli Baughóls og Uppsalavegar á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og vísar málinu er varðar staðsetningu og hvaða leikvöll á að taka fyrir til fjölskylduráðs.

Fjölskylduráð - 101. fundur - 11.10.2021

Á 107. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 5. október sl. var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og vísar málinu er varðar staðsetningu og hvaða leikvöll á að taka fyrir til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð samþykkir að hefja niðurrif á þeim tækjum sem samkvæmt skýrslu BSI á leikvöllum í Norðurþingi, framkvæmd sumarið 2021, hafa verið dæmd hættuleg/ónýt.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að taka saman lista yfir tækin og leggja fyrir ráðið að nýju sem mun í kjölfarið hefja vinnu við endurskipulag leikvalla í Norðurþingi samhliða vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2022.

Fjölskylduráð - 105. fundur - 15.11.2021

Fyrir fjölskylduráði liggur vinnuskjal vegna niðurrifs leiktækja á leikvöllum á Húsavík
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 108. fundur - 10.01.2022

Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað vegna niðurrifs leiktækja á leikvöllum í Norðurþingi.
Fjölskylduráð skipar Aldeyju, Örnu Ýr, Kjartan Pál og Ketil Gauta af framkvæmdasviði í starfshóp til að vinna að endurskipulagningu og uppbyggingu leikvalla á Húsavík. Hópurinn mun skila af sér tillögum í febrúar 2022.

Fjölskylduráð - 116. fundur - 11.04.2022

Málið var áður á dagskrá fjölskylduráðs á 101, 105, 107 og 108 fundi Fjölskylduráðs.

Starfshópur um uppbyggingu og endurskipulagningu leikvalla á Húsvík hefur skilað af sér tillögu að niðurstöðu í málinu.
Hópurinn leggur til að farið verði í eftirfarandi aðgerðir á árinu 2022 :
- Fallvarnir á völlum lagaðar skv. úttekt
- Rennibraut og gormatæki endurnýjuð á velli við Laugarbrekku/Höfðaveg.
- Leikvöllur á Túngötu verður lagður af
- Leiktæki við Stórhól verða fjarlægð (fyrir utan körfuboltavöll)
- Gras á sparkvöllum við Borgarhólsskóla verður endurnýjað á árinu 2022
- Skólalóð við Borgarhólsskóla verður hönnuð af fagaðila á árinu 2022 og uppbygging hefst strax árið 2023
Framtíðarsýn fjölskylduráðs er að fækka leikvöllum á Húsavík og byggja upp þrjá veglega leikvelli sem verða staðsettir í norðurbæ, suðurbæ og við Borgarhólsskóla. Fjölskylduráð samþykkir að fara í þær aðgerðir sem hópurinn leggur til. Sem eru eftirfarandi:
- Fallvarnir á völlum lagaðar skv. úttekt
- Rennibraut og gormatæki endurnýjuð á velli við Laugarbrekku/Höfðaveg
- Leikvöllur á Túngötu verður lagður af
- Leiktæki við Stórhól verða fjarlægð (fyrir utan körfuboltavöll)
Og almennu viðhaldi á eftirstandandi tækjum verði sinnt.
Fjölskylduráð vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 125. fundur - 03.05.2022

Á 116. fundi fjölskylduráðs 11. apríl 2022, var eftirfarandi bókað: Framtíðarsýn fjölskylduráðs er að fækka leikvöllum á Húsavík og byggja upp þrjá veglega leikvelli sem verða staðsettir í norðurbæ, suðurbæ og við Borgarhólsskóla. Fjölskylduráð samþykkir að fara í þær aðgerðir sem hópurinn leggur til. Sem eru eftirfarandi:
- Fallvarnir á völlum lagaðar skv. úttekt
- Rennibraut og gormatæki endurnýjuð á velli við Laugarbrekku/Höfðaveg
- Leikvöllur á Túngötu verður lagður af
- Leiktæki við Stórhól verða fjarlægð (fyrir utan körfuboltavöll)
Og almennu viðhaldi á eftirstandandi tækjum verði sinnt.
Fjölskylduráð vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að byrjað verði á uppyggingu leikvalla á árinu 2022 til samræmis við beiðni fjölskylduráðs og fjármunir verði teknir af framkvæmdafé ársins 2022.

Fjölskylduráð - 155. fundur - 06.06.2023

Umfjöllun um leikvelli á Húsavík.
Búið er að panta fallvarnir og leiktæki á leikvöllinn á milli Höfðavegar og Laugarbrekku og verður farið í endurbætur og viðhald á þeim leikvelli í sumar. Ráðið telur mikilvægt að fylgja eftir áætlun um viðhald leikvalla í sveitarfélaginu.