Fara í efni

Fjölskylduráð

108. fundur 10. janúar 2022 kl. 13:00 - 16:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 1.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1-4 og 9.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 4-10.

1.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2021

Málsnúmer 202112084Vakta málsnúmer

Erla Dóra Vogler sækir um styrk að upphæð 300.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings fyrir hönd Tríó Akureyrar vegna heilsárs tónlistarveislu í félagsheimilum í Norðurþingi.
Fjölskylduráð hafnar erindinu.

2.Aðstöðumál Tónasmiðjunnar vetur 2022

Málsnúmer 202201018Vakta málsnúmer

Tónasmiðjan óskar eftir aðstoð frá Norðurþingi varðandi húsnæðisvanda Tónasmiðjunnar.
Tónasmiðjan var í verbúðunum á Húsavík en er að missa þá aðstöðu vegna sölu á húsnæðinu.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa í samráði við verkefnastjóra á framkvæmdasviði að skoða mögulega húsnæðiskosti fyrir Tónasmiðjuna.

Bylgja vék af fundi undir þessum lið.

3.Leikvellir í Norðurþingi

Málsnúmer 202109145Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað vegna niðurrifs leiktækja á leikvöllum í Norðurþingi.
Fjölskylduráð skipar Aldeyju, Örnu Ýr, Kjartan Pál og Ketil Gauta af framkvæmdasviði í starfshóp til að vinna að endurskipulagningu og uppbyggingu leikvalla á Húsavík. Hópurinn mun skila af sér tillögum í febrúar 2022.

4.Tillaga um endurvakningu á forvarnarhópi

Málsnúmer 202110123Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur til að forvarnarhópur ýmissa aðila sem áður var starfandi í sveitarfélaginu verði endurvakinn og hlutverk hópsins endurskilgreint í takt við tíðarandann. Sömuleiðis að málinu verði vísað til fjölskylduráðs til frekari úrvinnslu. Það er mikilvægt að huga að forvörnum í víðu samhengi og virkja samtal allra sem koma að forvörnum í starfi sínu. Sérstaka áherslu verður að leggja í forvarnir fyrir börn og ungmenni. Norðurþingi boði ólíka hagsmunaaðila að borðinu til samtals, s.s skóla, frístundastarf, heilsugæslu, lögreglu o.fl. sem kunna að sýna málaflokknum áhuga. Markmið er að allir þeir sem koma að hagsmunum barna og ungmenna eigi samtal um forvarnir í þeirra þágu. Starfsemi hóps sem þessa rímar vel við frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem var samþykkt á síðastliðnu vorþingi.
Fjölskylduráð samþykkir tillöguna og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að setja af stað samráðshóp um forvarnir í Norðurþingi.

5.Breytt skipulag barnaverndar

Málsnúmer 202112004Vakta málsnúmer

Á síðasta löggjafarþingi voru gerðar breytingar á barnaverndarlögum sem lúta fyrst og fremst að breyttu skipulagi barnaverndar. Breytingarnar taka gildi að loknum næstu sveitarstjórnarkosningum, þ.e. þann 28. maí 2022.
Samkvæmt lögunum verða barnaverndarnefndir lagðar niður og í stað þeirra verða starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar
barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að kynna málið fyrir þeim sveitarfélögum sem eru í þjónustu hjá Norðurþingi og kanna vilja þeirra að óska eftir undanþágu fyrir 6000 íbúa viðmið í barnaverndarþjónustu en á þjónustusvæði Norðurþings eru nú 4921 íbúi. Ráðið er sammála um að sækja um undanþágu í samstarfi við hin sveitarfélögin ef þau eru samþykk því. Fyrirhugað er að félagsmálastjórar á norður- og austurlandi hittist með Sambandi íslenskra sveitarfélaga til að ræða frekar umdæmisráð barnaverndar. Ráðið vísar málinu til samþykktar í sveitarstjórn.

6.Árleg endurskoðun jafnréttisáætlunar Norðurþings

Málsnúmer 202101145Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur Jafnréttisáætlun Norðurþings sem ber að endurskoða árlega eftir samþykkt hennar en hún var samþykkt á 48. fundi ráðsins og staðfest á 97. fundi sveitarstjórnar Norðurþings.
Fjölskylduráð fjallaði um jafnréttisáætlun Norðurþings en komið er að endurskoðun hennar. Ráðið óskar eftir að sviðstjórar fari yfir áætlunina og hvort verkþáttum hennar hafi verið fylgt eftir og leggja fyrir ráðið að nýju.

7.57 Rekstaráætlun 2022 Félagslegar íbúðir

Málsnúmer 202111181Vakta málsnúmer

Til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Leigusamningur Víkur hses. og Norðurþings vegna íbúðakjarna að Stóragarði 12

Málsnúmer 202112061Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur leigusamningur milli Víkur hses. og Norðurþings vegna húsaleigu fyrir íbúðakjarna að Stóragarði 12.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning á milli Norðurþings og Víkur hses.

9.Þjónusta við eldri borgara

Málsnúmer 202201025Vakta málsnúmer

Til umræðu er að veita eldri borgurum á Húsavík niðurfellingu á aðgangseyri í sund.
Fjölskylduráð telur ekki þörf á að veita eldri borgurum frekari afslátt í sund. Ný gjaldskrá tók gildi 1. janúar 2022. Fullorðnir borga 990 krónur fyrir skiptið en eldri borgarar borga 410 krónur. Ef keypt er 10 skipta kort kostar það 5.400 krónur en 2.255 krónur fyrir eldri borgara. Árgjald er 35.875 krónur fyrir fullorðna en 16.950 krónur fyrir eldri borgara. Nánari upplýsingar má nálgast hér https://www.nordurthing.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/gjaldskra

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202201024Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 16:00.